Ræða að flytja hundruð þúsunda flóttamanna frá Evrópu Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. október 2015 19:40 Flóttamenn stefna á Ermarsundsgöngin sem liggja á milli Frakklands og Englands. VISIR/AFP Hunduð þúsunda flóttamanna í Evrópu verða sendir til síns heima á næstu vikum. Þetta kemur fram í leynilegum gögnum sem innanríkisráðherra Evrópusambandsríkja munu ræða í Brussel á morgun en breska tímaritið The Times hefur þau undir höndum. Þar kemur meðal annars fram að yfirvöld í Brussel hóti að afturkalla aðstoð, viðskiptasamninga og vegabréfsáritanir ef lönd eins og Níger og Erítrea neita að taka aftur við flóttamönnum úr sínum röðum. Tillögurnar fela einnig í sér að Evrópusambandsríki, sem mörg hver hafa heft för þúsunda flóttamanna, grípi til aðgerða til að sporna við því að þeir flýi meðan þeir bíða þess að verða sendir úr landi. Talið er að líklegt að rúmlega 400 þúsund flóttamenn sem komið hafa til ríkja Evrópusambandsins í ár muni verða neitað um landvistarleyfi. Í uppkastinu sem innanríkisráðherrar Evrópusambandsins ræða á morgun er skýrt kveðið á um að ríki ESB verði að senda fleiri flóttamenn til síns heima. „Fleiri frávísanir munu fyrirbyggja fleiri hælisumsóknir,“ eins og það er orðað. Þeir sem flýja stríðsástand í löndum á borð við Sýrland, Afganistan og Líbýu eru meðal þeirra sem sendir verða heim verði þeim neitað um landvistarleyfi. Þessi drög sem liggja fyrir leiðtogum ESB marka ákveðin tímamót að mati The Times enda hafa leiðtogarnir löngum verið klofnir í afstöðu sinni til flóttamannastraumsins. Flóttamannastraums sem Evrópa hefur ekki þurft að kljást við síðan í Síðari heimsstyrjöld.Hvetja til stofnunar nýrrar brottvísunardeildar Í drögunum kemur fram að ný deild verði stofnuð innan Landamærastofnunar Evrópu, Frontex, sem mun koma til með sjá um að aðstoða ríki ESB við að senda fólk til síns heima. Þar kemur einnig fram að þau ríki sem fari ekki að þessum skilmálum geti átt von á sektum frá Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. „Aðildarríki verða kerfisbundið að synja fólki um hæli, taka nauðsynleg skref til að framfylgja þessum synjunum, leggja til nauðsynleg aðföng svo að hægt sé að bera kennsl á og senda hælisleitendur aftur til síns heima,“ eins og það er orðað. Í drögunum frá Brussel segir einnig: „Þrátt fyrir að aðildarríkin beri í meginatriðum ábyrgð á því að senda fólk úr landi þá mun stofnun deildarinnar innan Frontex auðvelda framkvæmd, skipulagningu og fjármögnun slíkra flutninga.“ Drögin gera einnig ráð fyrir því að aðildarríki ESB grípi til aðgerða svo að sporna megi við því að hælisleitendur flýi áður en þeim er vísað úr landi. „Grípa verður til allra úrræða til að tryggja að árangursríkar brottvísanir, þar með talið notkun farbanns.“ Frekari umfjöllun um plaggið má nálgast á vef the Times. Eritrea Flóttamenn Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Sjá meira
Hunduð þúsunda flóttamanna í Evrópu verða sendir til síns heima á næstu vikum. Þetta kemur fram í leynilegum gögnum sem innanríkisráðherra Evrópusambandsríkja munu ræða í Brussel á morgun en breska tímaritið The Times hefur þau undir höndum. Þar kemur meðal annars fram að yfirvöld í Brussel hóti að afturkalla aðstoð, viðskiptasamninga og vegabréfsáritanir ef lönd eins og Níger og Erítrea neita að taka aftur við flóttamönnum úr sínum röðum. Tillögurnar fela einnig í sér að Evrópusambandsríki, sem mörg hver hafa heft för þúsunda flóttamanna, grípi til aðgerða til að sporna við því að þeir flýi meðan þeir bíða þess að verða sendir úr landi. Talið er að líklegt að rúmlega 400 þúsund flóttamenn sem komið hafa til ríkja Evrópusambandsins í ár muni verða neitað um landvistarleyfi. Í uppkastinu sem innanríkisráðherrar Evrópusambandsins ræða á morgun er skýrt kveðið á um að ríki ESB verði að senda fleiri flóttamenn til síns heima. „Fleiri frávísanir munu fyrirbyggja fleiri hælisumsóknir,“ eins og það er orðað. Þeir sem flýja stríðsástand í löndum á borð við Sýrland, Afganistan og Líbýu eru meðal þeirra sem sendir verða heim verði þeim neitað um landvistarleyfi. Þessi drög sem liggja fyrir leiðtogum ESB marka ákveðin tímamót að mati The Times enda hafa leiðtogarnir löngum verið klofnir í afstöðu sinni til flóttamannastraumsins. Flóttamannastraums sem Evrópa hefur ekki þurft að kljást við síðan í Síðari heimsstyrjöld.Hvetja til stofnunar nýrrar brottvísunardeildar Í drögunum kemur fram að ný deild verði stofnuð innan Landamærastofnunar Evrópu, Frontex, sem mun koma til með sjá um að aðstoða ríki ESB við að senda fólk til síns heima. Þar kemur einnig fram að þau ríki sem fari ekki að þessum skilmálum geti átt von á sektum frá Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. „Aðildarríki verða kerfisbundið að synja fólki um hæli, taka nauðsynleg skref til að framfylgja þessum synjunum, leggja til nauðsynleg aðföng svo að hægt sé að bera kennsl á og senda hælisleitendur aftur til síns heima,“ eins og það er orðað. Í drögunum frá Brussel segir einnig: „Þrátt fyrir að aðildarríkin beri í meginatriðum ábyrgð á því að senda fólk úr landi þá mun stofnun deildarinnar innan Frontex auðvelda framkvæmd, skipulagningu og fjármögnun slíkra flutninga.“ Drögin gera einnig ráð fyrir því að aðildarríki ESB grípi til aðgerða svo að sporna megi við því að hælisleitendur flýi áður en þeim er vísað úr landi. „Grípa verður til allra úrræða til að tryggja að árangursríkar brottvísanir, þar með talið notkun farbanns.“ Frekari umfjöllun um plaggið má nálgast á vef the Times.
Eritrea Flóttamenn Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Sjá meira