Umfjöllun og viðtöl: Valur - Akureyri 26-23 | Áttundi sigur Valsmanna í röð Kristinn Páll Teitsson í Vodafone-höllinni skrifar 31. október 2015 18:00 Ólafur í Valstreyjunni í dag. Vísir/KPT Valsmenn unnu áttunda leik sinn í röð með 3 marka sigri á Akureyri í 11. umferð Olís-deild karla en leiknum lauk með 26-23 sigri Valsmanna. Jafnt var með liðunum framan af í leiknum en heimamenn reyndust einfaldlega sterkari á lokakaflanum í Vodafone-höllinni. Bæði lið höfðu leikið vel undanfarnar vikur en Valsmenn höfðu unnið sjö leiki í röð og sátu í efsta sæti Olís-deildar karla fyrir leik dagsins. Norðanmenn sem byrjuðu tímabilið illa höfðu unnið þrjá leiki af síðustu fjórum en voru þrátt fyrir það í fallsæti eftir dapra byrjun. Það var töluverð eftirvænting fyrir leiknum en hinn 42 árs gamli Ólafur Stefánsson sneri aftur í Valstreyjuna í dag vegna meiðsla hjá Valsmönnum. Var þetta í fyrsta sinn sem Ólafur lék með Val í nítján ár en hann var fyrirliði íslenska landsliðsins um árabil. Það tók Ólaf ekki langan tíma að stimpla sig inn í Olís-deildina en hann byrjaði leikinn og skoraði fyrsta mark leiksins eftir aðeins 25 sekúndna leik með góðu skoti. Það vantaði hinsvegar ekki upp á sjálfstraustið í liði gestanna eftir þrjá sigra í síðustu fjórum leikjum og svöruðu þeir toppliðinu með góðri rispu og náðu forskotinu á upphafsmínútum fyrri hálfleiks. Liðin skiptust á mörkum það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en gestirnir að norðan tóku forskotið inn í hálfleik í stöðunni 12-11. Það var jafnræði með liðunum á upphafsmínútum seinni hálfleiks og skiptust þau á mörkum fyrstu tuttugu mínútur hálfleiksins en þá virtust Valsmenn taka við sér og náðu betri tökum á leiknum. Náðu þeir þriggja marka forskoti þegar átta mínútur voru til leiksloka og þrátt fyrir ágætis tilraunir Norðanmanna tókst þeim ekki að vinna upp forskot Valsmanna sem unnu fyrir vikið áttunda leik sinn í röð í dag, 26-23 Guðmundur Hólmar Helgason var markahæstur í liði Vals með sjö mörk en Ólafur bætti við fimm mörkum. Þá stóð Hlynur Morthens vakt sína vel í marki Valsmanna með 22 varða bolta, alls 50% markvörslu. Í liði gestanna var það Bergvin Þór Gíslason sem var atkvæðamestur með sex mörk en í markinu stóð Hreiðar Levý Guðmundsson sig vel og varði 19 bolta, alls 42% markvörslu.Ólafur: Handboltinn er í frumunum og það er erfitt að neita líkamanum „Þetta var bara nokkuð gaman. Ég var svolítið stressaður, maður er orðinn töluvert lélegri en maður var hérna á árum áður,“ sagði Ólafur Stefánsson, handboltagoðsögnin, eftir leikinn í dag en hann sneri aftur í Valstreyjuna eftir nítján ára fjarveru í þriggja marka sigri á Akureyri. „Ég var hræddur um að klúðra þessu fyrir strákunum sem hafa verið á góðu skriði undanfarnar vikur. Það er heiður að fá að spila með þessum strákum og þeir eiga alveg eitthvað inni hjá mér eftir að ég skyldi þá eftir í þjálfuninni.“ Ólafur var ekki lengi að stimpla sig inn í leikinn en hann skoraði fyrsta mark leiksins eftir aðeins 25 sekúndur. „Ég átti ekki von á því en það fór bara eitthvað í gang. Ég ætlaði að reyna að halda mér til haga og spila boltanum en það fór eitthvað af stað,“ sagði Ólafur sem hefur tekið einstaka æfingar með liðinu í vetur. „Ég hef ekki neitt beint verið að æfa í vetur. Ég tók mataræðið í gegn og tók út draslið sem fólk er að dæla í sig daglega og það kom mér hálfa leið. Svo hefur maður eitthvað verið að sprikla með strákunum.“ Ólafur sagðist ekki vera tilbúinn að svara fyrir um hvort hann tæki fleiri leiki með liðinu í vetur. „Ég veit það ekki, hugmyndin var að gefa Geiri og Ómari aukinn tíma og við sjáum hvernig það þróast. Ég er að fara að þjálfa með landsliðinu næstu vikum og við sjáum svo til. Það klæjar alltaf að kíkja aðeins í handbolta, þetta er í frumunum og það er erfitt að neita líkamanum um þetta.“Hreiðar Levý: Ólafur er ennþá með hæfileikana „Það er mjög súrt að tapa en það er margt sem við getum tekið jákvætt úr þessu. Við vorum inn í leiknum allan tímann en það vantaði bara herslumuninn,“ sagði Hreiðar Levý Guðmundsson, markvörður Akureyrar, svekktur eftir leikinn. „Það vantar eitthvað örlítið upp á að við vinnum þennan leik. Við höfum verið að stíga upp undanfarnar vikur og þetta lið er á góðri leið. Við sýndum það að við getum keppt við öll liðin í þessari deild.“ Liðin skiptust á mörkum fyrstu fimmtíu mínútur leiksins en Valsmenn reyndust of sterkir á lokakaflanum. „Það var jafnt eftir fimmtíu mínútur en þá tekur Óli yfir leikinn og klárar hann. Við vorum óskynsamir gegn hörku liði sem hefur trú á því að þeir muni klára svona leiki.“ Hreiðar mætti í dag Ólafi Stefánssyni en þeir voru saman í íslenska landsliðinu um árabil. „Það var gaman, það er alltaf gaman að sjá hann inn á handboltavellinum og hann er ennþá alveg með þetta. Hann er mjúkur og flottur, kann þetta og þetta gleymist ekki. Honum nægir að mæta bara í leikina virðist vera,“ sagði Hreiðar og bætti við: „Við könnumst vel við hann en það ekki auðvelt að stöðva hann og hefur aldrei verið, sama með hvaða liði hann spilar. Við höfum horft á hann en hann er einfaldlega svo flinkur handboltamaður.“Guðmundur: Stoltur af því að fá að spila með einum af bestu handboltamönnum sögunnar „Ég veit ekki hvað ég á að segja um þennan leik, við vorum ekki góðir og hefðum við ekki haft Ólaf er ég ekki viss um hvernig þetta hefði farið,“ sagði Guðmundur Hólmar Helgason, leikmaður Vals, hreinskilinn eftir leikinn. Mikið var gert úr því að Ólafur Stefánsson væri að snúa aftur í Valstreyjuna í kvöld eftir nítján ára fjarveru en Ólafur er einn besti handboltamaður sem Ísland hefur átt. „Þetta er bara einn af bestu handboltamönnum sögunnar mættur og maður skyldi að það væri áhugi fyrir þessu. Þetta er eitthvað sem fer í bækurnar hjá manni, að hafa spilað með Ólafi og sem betur fer unnum við leikinn. Það hefði verið súrt að fá að spila með Ólafi og tapa og hann átti stóran hlut í því.“ Valsmenn unnu áttunda leikinn í röð í kvöld og tróna á toppi Olís-deildarinnar. „Við höfum verið að klára leiki þótt að við séum ekki að spila okkar besta bolta. Það er mikið um meiðsli en við getum ekki skýlt okkur á bak við það. Þeir voru að berja á okkur í dag og við vorum ekki nægilega tilbúnir til að takast á við það, hvorki í vörn né sókn,“ sagði Guðmundur sem hreifst af spilamennsku fyrrum liðsfélaga sinna. „Þeir voru að spila með menn sem voru á öðrum fætinum vegna meiðsla en þeir eru að koma aftur núna. Menn eins og Bergvin, Sigþór og Hreiðar voru allir að berjast við meiðsli en það er allt annað að sjá til liðsins núna.“ Olís-deild karla Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
Valsmenn unnu áttunda leik sinn í röð með 3 marka sigri á Akureyri í 11. umferð Olís-deild karla en leiknum lauk með 26-23 sigri Valsmanna. Jafnt var með liðunum framan af í leiknum en heimamenn reyndust einfaldlega sterkari á lokakaflanum í Vodafone-höllinni. Bæði lið höfðu leikið vel undanfarnar vikur en Valsmenn höfðu unnið sjö leiki í röð og sátu í efsta sæti Olís-deildar karla fyrir leik dagsins. Norðanmenn sem byrjuðu tímabilið illa höfðu unnið þrjá leiki af síðustu fjórum en voru þrátt fyrir það í fallsæti eftir dapra byrjun. Það var töluverð eftirvænting fyrir leiknum en hinn 42 árs gamli Ólafur Stefánsson sneri aftur í Valstreyjuna í dag vegna meiðsla hjá Valsmönnum. Var þetta í fyrsta sinn sem Ólafur lék með Val í nítján ár en hann var fyrirliði íslenska landsliðsins um árabil. Það tók Ólaf ekki langan tíma að stimpla sig inn í Olís-deildina en hann byrjaði leikinn og skoraði fyrsta mark leiksins eftir aðeins 25 sekúndna leik með góðu skoti. Það vantaði hinsvegar ekki upp á sjálfstraustið í liði gestanna eftir þrjá sigra í síðustu fjórum leikjum og svöruðu þeir toppliðinu með góðri rispu og náðu forskotinu á upphafsmínútum fyrri hálfleiks. Liðin skiptust á mörkum það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en gestirnir að norðan tóku forskotið inn í hálfleik í stöðunni 12-11. Það var jafnræði með liðunum á upphafsmínútum seinni hálfleiks og skiptust þau á mörkum fyrstu tuttugu mínútur hálfleiksins en þá virtust Valsmenn taka við sér og náðu betri tökum á leiknum. Náðu þeir þriggja marka forskoti þegar átta mínútur voru til leiksloka og þrátt fyrir ágætis tilraunir Norðanmanna tókst þeim ekki að vinna upp forskot Valsmanna sem unnu fyrir vikið áttunda leik sinn í röð í dag, 26-23 Guðmundur Hólmar Helgason var markahæstur í liði Vals með sjö mörk en Ólafur bætti við fimm mörkum. Þá stóð Hlynur Morthens vakt sína vel í marki Valsmanna með 22 varða bolta, alls 50% markvörslu. Í liði gestanna var það Bergvin Þór Gíslason sem var atkvæðamestur með sex mörk en í markinu stóð Hreiðar Levý Guðmundsson sig vel og varði 19 bolta, alls 42% markvörslu.Ólafur: Handboltinn er í frumunum og það er erfitt að neita líkamanum „Þetta var bara nokkuð gaman. Ég var svolítið stressaður, maður er orðinn töluvert lélegri en maður var hérna á árum áður,“ sagði Ólafur Stefánsson, handboltagoðsögnin, eftir leikinn í dag en hann sneri aftur í Valstreyjuna eftir nítján ára fjarveru í þriggja marka sigri á Akureyri. „Ég var hræddur um að klúðra þessu fyrir strákunum sem hafa verið á góðu skriði undanfarnar vikur. Það er heiður að fá að spila með þessum strákum og þeir eiga alveg eitthvað inni hjá mér eftir að ég skyldi þá eftir í þjálfuninni.“ Ólafur var ekki lengi að stimpla sig inn í leikinn en hann skoraði fyrsta mark leiksins eftir aðeins 25 sekúndur. „Ég átti ekki von á því en það fór bara eitthvað í gang. Ég ætlaði að reyna að halda mér til haga og spila boltanum en það fór eitthvað af stað,“ sagði Ólafur sem hefur tekið einstaka æfingar með liðinu í vetur. „Ég hef ekki neitt beint verið að æfa í vetur. Ég tók mataræðið í gegn og tók út draslið sem fólk er að dæla í sig daglega og það kom mér hálfa leið. Svo hefur maður eitthvað verið að sprikla með strákunum.“ Ólafur sagðist ekki vera tilbúinn að svara fyrir um hvort hann tæki fleiri leiki með liðinu í vetur. „Ég veit það ekki, hugmyndin var að gefa Geiri og Ómari aukinn tíma og við sjáum hvernig það þróast. Ég er að fara að þjálfa með landsliðinu næstu vikum og við sjáum svo til. Það klæjar alltaf að kíkja aðeins í handbolta, þetta er í frumunum og það er erfitt að neita líkamanum um þetta.“Hreiðar Levý: Ólafur er ennþá með hæfileikana „Það er mjög súrt að tapa en það er margt sem við getum tekið jákvætt úr þessu. Við vorum inn í leiknum allan tímann en það vantaði bara herslumuninn,“ sagði Hreiðar Levý Guðmundsson, markvörður Akureyrar, svekktur eftir leikinn. „Það vantar eitthvað örlítið upp á að við vinnum þennan leik. Við höfum verið að stíga upp undanfarnar vikur og þetta lið er á góðri leið. Við sýndum það að við getum keppt við öll liðin í þessari deild.“ Liðin skiptust á mörkum fyrstu fimmtíu mínútur leiksins en Valsmenn reyndust of sterkir á lokakaflanum. „Það var jafnt eftir fimmtíu mínútur en þá tekur Óli yfir leikinn og klárar hann. Við vorum óskynsamir gegn hörku liði sem hefur trú á því að þeir muni klára svona leiki.“ Hreiðar mætti í dag Ólafi Stefánssyni en þeir voru saman í íslenska landsliðinu um árabil. „Það var gaman, það er alltaf gaman að sjá hann inn á handboltavellinum og hann er ennþá alveg með þetta. Hann er mjúkur og flottur, kann þetta og þetta gleymist ekki. Honum nægir að mæta bara í leikina virðist vera,“ sagði Hreiðar og bætti við: „Við könnumst vel við hann en það ekki auðvelt að stöðva hann og hefur aldrei verið, sama með hvaða liði hann spilar. Við höfum horft á hann en hann er einfaldlega svo flinkur handboltamaður.“Guðmundur: Stoltur af því að fá að spila með einum af bestu handboltamönnum sögunnar „Ég veit ekki hvað ég á að segja um þennan leik, við vorum ekki góðir og hefðum við ekki haft Ólaf er ég ekki viss um hvernig þetta hefði farið,“ sagði Guðmundur Hólmar Helgason, leikmaður Vals, hreinskilinn eftir leikinn. Mikið var gert úr því að Ólafur Stefánsson væri að snúa aftur í Valstreyjuna í kvöld eftir nítján ára fjarveru en Ólafur er einn besti handboltamaður sem Ísland hefur átt. „Þetta er bara einn af bestu handboltamönnum sögunnar mættur og maður skyldi að það væri áhugi fyrir þessu. Þetta er eitthvað sem fer í bækurnar hjá manni, að hafa spilað með Ólafi og sem betur fer unnum við leikinn. Það hefði verið súrt að fá að spila með Ólafi og tapa og hann átti stóran hlut í því.“ Valsmenn unnu áttunda leikinn í röð í kvöld og tróna á toppi Olís-deildarinnar. „Við höfum verið að klára leiki þótt að við séum ekki að spila okkar besta bolta. Það er mikið um meiðsli en við getum ekki skýlt okkur á bak við það. Þeir voru að berja á okkur í dag og við vorum ekki nægilega tilbúnir til að takast á við það, hvorki í vörn né sókn,“ sagði Guðmundur sem hreifst af spilamennsku fyrrum liðsfélaga sinna. „Þeir voru að spila með menn sem voru á öðrum fætinum vegna meiðsla en þeir eru að koma aftur núna. Menn eins og Bergvin, Sigþór og Hreiðar voru allir að berjast við meiðsli en það er allt annað að sjá til liðsins núna.“
Olís-deild karla Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira