Ocean's Eleven verður endurgerð með konum Sæunn Gísladóttir skrifar 30. október 2015 14:23 Sandra Bullock verður í aðalhlutverki í nýrri útgáfu af Ocean's Eleven. Vísir/Getty Sandra Bullock mun fara með aðalhlutverkið í nýrri Ocean's Eleven endurgerð þar sem einungis konur verða í ellefu manna teyminu. Þessu greinir The Playlist frá. George Clooney, sem fór með hlutverk Danny Ocean í kvikmyndunum, mun framleiða myndina. Steven Soderbergh sem leikstýrði Ocean's myndunum stendur einnig að baki myndarinnar. Gary Ross, sem leikstýrt hefur Hunger Games kvikmyndunum, mun leikstýra myndinni. Talið er líklegt að Clooney muni bregða fyrir í kvikmyndinni.Félagarnir Matt Damon, Brad Pitt, George Clooney og Andy Garcia hafa blómstrað síðan þeir léku í Ocean's Eleven árið 2001.Vísir/GettyVinsælt hefur verið að endurgera kvikmyndir og skipta út karlhlutverkum fyrir kvenhlutverk, nýjasta dæmið er Ghostbusters sem væntanleg er á næsta ári. Kristen Wiig, Melissa McCarthy og fleiri gamanleikkonur munu fara með hlutverk í þeirri endurgerð. Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Sandra Bullock mun fara með aðalhlutverkið í nýrri Ocean's Eleven endurgerð þar sem einungis konur verða í ellefu manna teyminu. Þessu greinir The Playlist frá. George Clooney, sem fór með hlutverk Danny Ocean í kvikmyndunum, mun framleiða myndina. Steven Soderbergh sem leikstýrði Ocean's myndunum stendur einnig að baki myndarinnar. Gary Ross, sem leikstýrt hefur Hunger Games kvikmyndunum, mun leikstýra myndinni. Talið er líklegt að Clooney muni bregða fyrir í kvikmyndinni.Félagarnir Matt Damon, Brad Pitt, George Clooney og Andy Garcia hafa blómstrað síðan þeir léku í Ocean's Eleven árið 2001.Vísir/GettyVinsælt hefur verið að endurgera kvikmyndir og skipta út karlhlutverkum fyrir kvenhlutverk, nýjasta dæmið er Ghostbusters sem væntanleg er á næsta ári. Kristen Wiig, Melissa McCarthy og fleiri gamanleikkonur munu fara með hlutverk í þeirri endurgerð.
Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira