Bush hélt því fram í kappræðunum að Öldungadeild bandaríska þingsins væri ekki mjög afkastamikil og líkti hann vinnuviku öldungardeildarþingmanna við það sem hann kallaði franska vinnuviku þar sem aðeins væri mætt í vinnuna þrjá daga í viku.
Starfsmönnum framboðs Bush þótti þetta reyndar svo sniðug ummæli að þeir klipptu myndbrot af því saman og settu á Twitter-reikning Bush.
French Work Week vs. Real Accomplishments. #GOPDebate https://t.co/24yQ2bMGmF
— Jeb Bush (@JebBush) October 29, 2015
In any country, electoral campaigns offer the opportuniity for a lot of bombastic nonsense. Let's be indulgent. https://t.co/fRyjoYYYjn
— Gérard Araud (@GerardAraud) October 29, 2015
The French work an average of 39,6 hours a week compared to 39,2 for the Germans. https://t.co/22yUVpQbq7
— Gérard Araud (@GerardAraud) October 29, 2015
A French work week of 3 days? No but a pregnancy paid leave of 16 weeks yes! And proud of it.
— Gérard Araud (@GerardAraud) October 29, 2015
Samskiptastjóri Bush, Tim Miller, lét hafa það eftir sér að starsfólk forsetaframboð hans hefði ekki miklar áhyggjur af mótbárum Frakka og að Bush ynni umtalsvert meira en 40 stundir í hverri viku. Miller endurtísti svo eftirfarandi tísti frá blaðamanninum Kelsey Rupp.
A look inside the "French work week" of the U.S. Senate #news https://t.co/C60YzrLuWS
— Kelsey Rupp (@KelseyRupp) October 29, 2015
Jeb Bush þykir hafa staðið sig illa í kappræðum Repúblikana og telja margir að framboð hans sé í miklum vandræðum á meðan Marco Rubio og Ted Cruz, hans helstu keppinautar, þykja hafa verið sigurvegarar kappræðnanna sem fóru fram sl. miðvikudag.