Gott að láta rjúpuna hanga í 5-7 daga Karl Lúðvíksson skrifar 10. nóvember 2015 10:00 Mynd: Niel McCintyre Þeir rjúpnaveiðimenn sem náðu feng sínum á þessu hausti hafa margir misjafnar venjur þegar kemur að því að láta fuglinn hanga. Það eru nokkuð misjöfn svörin sem koma frá veiðimönnum varðandi hversu lengi rjúpan á að hanga en algengast er að hún hangi í 5-7 daga og gott er að minna þá sem voru að veiða sínar fyrstu rjúpur að láta þær alltaf hanga á hausnum. Varðandi tímalengdina þá eru sumir sem láta hana hanga lengur til að fá meira bragð og lengsti tíminn sem við fengum nefndan var þrjár vikur en ég get ómögulega mælt með því. Rjúpan er látin hanga til að hún meyrni og eins til að fá bragð í bringurnar úr fóarninu og það skal taka það fram að þú finnur mikin bragðmun á rjúpu sem fær að hanga og þeirri sem fær ekki að hanga. Það er ein þumalputtaregla sem er gott að hafa varðandi hversu lengi hún er að hanga og hún er eftirfarandi. Þegar samanlögð tala dagafjölda og hitastigi á hverjum degi nær 40, eða sem næst því, er hún búin að hanga nóg. Sem dæmi ef það er 5 stiga hiti þá má hún hanga í 7 daga. 7 dagar sinnum 5 stiga hiti gera 35 að viðbættum dagafjölda sem er 7 gerir 42 sem er rétt yfir passlegt. Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði
Þeir rjúpnaveiðimenn sem náðu feng sínum á þessu hausti hafa margir misjafnar venjur þegar kemur að því að láta fuglinn hanga. Það eru nokkuð misjöfn svörin sem koma frá veiðimönnum varðandi hversu lengi rjúpan á að hanga en algengast er að hún hangi í 5-7 daga og gott er að minna þá sem voru að veiða sínar fyrstu rjúpur að láta þær alltaf hanga á hausnum. Varðandi tímalengdina þá eru sumir sem láta hana hanga lengur til að fá meira bragð og lengsti tíminn sem við fengum nefndan var þrjár vikur en ég get ómögulega mælt með því. Rjúpan er látin hanga til að hún meyrni og eins til að fá bragð í bringurnar úr fóarninu og það skal taka það fram að þú finnur mikin bragðmun á rjúpu sem fær að hanga og þeirri sem fær ekki að hanga. Það er ein þumalputtaregla sem er gott að hafa varðandi hversu lengi hún er að hanga og hún er eftirfarandi. Þegar samanlögð tala dagafjölda og hitastigi á hverjum degi nær 40, eða sem næst því, er hún búin að hanga nóg. Sem dæmi ef það er 5 stiga hiti þá má hún hanga í 7 daga. 7 dagar sinnum 5 stiga hiti gera 35 að viðbættum dagafjölda sem er 7 gerir 42 sem er rétt yfir passlegt.
Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði