Topplaus Evoque Finnur Thorlacius skrifar 9. nóvember 2015 09:54 Land Rover mun kynna Range Rover Evoque með blæju á bílasýningunni í Los Angeles, en hún hefst í næstu viku. Range Rover Evoque kom fyrst á markað árið 2011, en nú í fyrsta sinn verður hann í boði topplaus. Það er ekki tilviljun að Land Rover kynnir bílinn í Los Angeles því vafalaust mun þessi topplausi Evoque seljast best í Bandaríkjunum. Blæjan á honum er rafdrifin og fellur niður á aðeins 18 sekúndum og fer upp á 21 sekúndu. Hún leggst niður í Z-formi, líkt og blæjan á Porsche 911 Cabriolet. Eins og venjan er með topplausa bíla er miklu af farangursrými fórnað þar sem blæjan er plássfrek þegar hún er niðri. Það á auðvitað við um þennan bíl líka og minnkar plássið um ríflega helming miðað við hefðbundinn Evoque. Aðeins er pláss fyrir fjóra farþega í bílnum. Vélin í Evoque er 2,0 lítra og fjögurra strokka 240 hestafla bensínvél og við hana er tengd 9 gíra sjálfskipting. Þannig er bíllinn helst í boði vestanhafs, en aðrir vélarkostir bjóðast kaupendum í Evrópu. Sala á topplausum Evoque mun hefjast um miðbik næsta árs. Kostar hann 51.470 dollara í Bandaríkjunum, eða um 6,7 milljónir króna. Range Rover Evoque án blæju kostar 42.470 dollara, eða 5,6 milljónir króna. Hann kostar hinsvegar 10,6 milljónir á Íslandi, en einnig má fá Evoque með 150 hestafla dísilvél hér á 8,0 milljónir króna.Með blæjuna uppi. Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent
Land Rover mun kynna Range Rover Evoque með blæju á bílasýningunni í Los Angeles, en hún hefst í næstu viku. Range Rover Evoque kom fyrst á markað árið 2011, en nú í fyrsta sinn verður hann í boði topplaus. Það er ekki tilviljun að Land Rover kynnir bílinn í Los Angeles því vafalaust mun þessi topplausi Evoque seljast best í Bandaríkjunum. Blæjan á honum er rafdrifin og fellur niður á aðeins 18 sekúndum og fer upp á 21 sekúndu. Hún leggst niður í Z-formi, líkt og blæjan á Porsche 911 Cabriolet. Eins og venjan er með topplausa bíla er miklu af farangursrými fórnað þar sem blæjan er plássfrek þegar hún er niðri. Það á auðvitað við um þennan bíl líka og minnkar plássið um ríflega helming miðað við hefðbundinn Evoque. Aðeins er pláss fyrir fjóra farþega í bílnum. Vélin í Evoque er 2,0 lítra og fjögurra strokka 240 hestafla bensínvél og við hana er tengd 9 gíra sjálfskipting. Þannig er bíllinn helst í boði vestanhafs, en aðrir vélarkostir bjóðast kaupendum í Evrópu. Sala á topplausum Evoque mun hefjast um miðbik næsta árs. Kostar hann 51.470 dollara í Bandaríkjunum, eða um 6,7 milljónir króna. Range Rover Evoque án blæju kostar 42.470 dollara, eða 5,6 milljónir króna. Hann kostar hinsvegar 10,6 milljónir á Íslandi, en einnig má fá Evoque með 150 hestafla dísilvél hér á 8,0 milljónir króna.Með blæjuna uppi.
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent