Karl Berndsen allur að koma til eftir langa baráttu við krabbamein Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. nóvember 2015 20:52 Karl Berndsen er ekki dauður úr öllum æðum. Vísir Hárgreiðslu- og förðunarmeistarinn Karl Berndsen segist allur vera að braggast eftir langa og stranga sjúkrasögu síðustu missera. Greint var frá því árið 2013 að Karl væri að berjast við alvarleg veikindi en í fyrstu var ranglega talið að um heilaæxli væri að ræða. Síðar kom í ljós að meinið var krabbamein í eitlum og þurfti hann að fara í fjölda aðgerða til að hamla ofmyndun á heilavökva. Nú tveimur árum, ellefu heilaaðgerðum, nokkrum ventlum sem tappa af umframvökva í heila Karls og einni lyfjameðferð síðar hefur náðst að drepa niður meinið. „Síðan hefur leiðin legið uppávið og með hjálp góðra snillinga sem Reykjalundur hefur að geyma og ég orðið aðnjótandi af, er kallinn allur að koma til,” segir Karl sem er Íslendingum góðkunnur, meðal annars fyrir þættina „Kalli Berndsen í nýju ljósi“ sem sýndir voru á Stöð 2 árið 2012. Hann segir síðustu ár hafa einkennst af mikilli baráttu sem lærdómsríkt hafi verið að takast á við og þakkar þeim sem standa honum næst fyrir stuðninginn. „Núna er vel um mig hugsað í World Class hjá Dísu og Bjössa, sjúkraþjálfun hjá Arnari Má í Styrk, Bergi kírópraktor og Kolbeini nuddara og nálastungumeistara og ekki má gleyma Ljósinu, sem er yndislegur staður fyrir fólk, sem greinst hefur með krabbamein, stuðningur og fræðsla,“ segir Karl á Facebook og bætir við: „Bara svo það sé á hreinu er ég alls ekki dauður og sannarlega að byrja kafla tvö í lífi mínu. Ég vona að þið verðið mér áfram samferða.“ Mest lesið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Sjá meira
Hárgreiðslu- og förðunarmeistarinn Karl Berndsen segist allur vera að braggast eftir langa og stranga sjúkrasögu síðustu missera. Greint var frá því árið 2013 að Karl væri að berjast við alvarleg veikindi en í fyrstu var ranglega talið að um heilaæxli væri að ræða. Síðar kom í ljós að meinið var krabbamein í eitlum og þurfti hann að fara í fjölda aðgerða til að hamla ofmyndun á heilavökva. Nú tveimur árum, ellefu heilaaðgerðum, nokkrum ventlum sem tappa af umframvökva í heila Karls og einni lyfjameðferð síðar hefur náðst að drepa niður meinið. „Síðan hefur leiðin legið uppávið og með hjálp góðra snillinga sem Reykjalundur hefur að geyma og ég orðið aðnjótandi af, er kallinn allur að koma til,” segir Karl sem er Íslendingum góðkunnur, meðal annars fyrir þættina „Kalli Berndsen í nýju ljósi“ sem sýndir voru á Stöð 2 árið 2012. Hann segir síðustu ár hafa einkennst af mikilli baráttu sem lærdómsríkt hafi verið að takast á við og þakkar þeim sem standa honum næst fyrir stuðninginn. „Núna er vel um mig hugsað í World Class hjá Dísu og Bjössa, sjúkraþjálfun hjá Arnari Má í Styrk, Bergi kírópraktor og Kolbeini nuddara og nálastungumeistara og ekki má gleyma Ljósinu, sem er yndislegur staður fyrir fólk, sem greinst hefur með krabbamein, stuðningur og fræðsla,“ segir Karl á Facebook og bætir við: „Bara svo það sé á hreinu er ég alls ekki dauður og sannarlega að byrja kafla tvö í lífi mínu. Ég vona að þið verðið mér áfram samferða.“
Mest lesið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Sjá meira