Landsliðshópurinn skiptist í tvo hópa Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. nóvember 2015 07:00 Mynd/Knattspyrnusamband Íslands Níu leikmenn fá nú tækifæri til að sýna sig og sanna með landsliðinu í æfingaleikjum gegn Póllandi og Slóvakíu en ungur leikmannahópur var valinn í gær. Undirbúningurinn fyrir EM í Frakklandi er nú formlega hafinn en í gær var valinn landsliðshópurinn fyrir fyrstu æfingaleikina, sem verða að öllum líkindum alls átta talsins áður en lokakeppnin hefst í júní. Ísland mætir Póllandi og Slóvakíu síðar í mánuðinum en það verður ungt íslenskt landslið sem mætir þessum sterkum þjóðum í þeim leikjum. Landsliðið skiptist í tvo hópa. Annars vegar leikmenn 26 ára og eldri sem voru lykilmenn í nýliðinni undankeppni EM og hins vegar yngri hópinn sem hefur að langmestu leyti staðið fyrir utan. Aðeins tveir leikmenn í liðinu eru yfir þrítugu. „Við hefðum viljað taka þessa ungu leikmenn inn í hópinn miklu fyrr og oftar. En staðan í hópnum og mikilvægi leikja hefur komið í veg fyrir það,“ segir Heimir en það þótti ekki mikil ástæða til að hrista upp í landsliðshópnum á milli leikja í síðustu undankeppni, enda velgengni íslenska liðsins mikil. „Við völdum stöðugleikann fram yfir að skoða leikmenn. Við höfum verið mjög ánægðir með hópinn sem við höfum verið með en metum það svo að nú sé rétti tíminn til að sýna mönnum að þeir eiga enn möguleika á að komast í hópinn fyrir lokakeppnina.“Vantaði ekki unga menn í liðið Kynslóðabilið í leikmannahópi Íslands er afar skýrt. Í hópnum eru tólf leikmenn fæddir 1989 eða fyrr sem eiga samtals að baki 360 leiki. Þá eru ellefu leikmenn fæddir 1990 eða síðar sem eiga samtals 63 leiki – þar af eiga sóknarmennirnir Kolbeinn Sigþórsson 30 og Jón Daði Böðvarsson sautján. Heimir segir að frammistaða Íslands í nýliðinni undankeppni sýni að það hafi ekki vantað leikmenn úr síðari hópnum í íslenska landsliðið. „Ef við horfum til framtíðar þá er gott að setja nýja leikmenn inn í okkar leikkerfi og leyfa þeim að kynnast landsliðsumhverfinu. Það er gott að geta yngt liðið upp þegar tækifæri gefst en landsliðið hefur hingað til alls ekki verið of gamalt.“ Landsliðið var einnig valið nú með það í huga að ekki geta allir gefið kost á sér í æfingaleikina í janúar. Þá munu liðinu aðeins standa til boða leikmenn sem spila á Íslandi og hinum Norðurlöndunum. Af þeim ástæðum eru leikmenn eins og Hörður Björgvin Magnússon, sem spilar með Cesena á Ítalíu, og Hjörtur Hermannsson hjá PSV í Hollandi í liðinu nú. Það eru því fleiri leikmenn sem spila á Norðurlöndunum sem ekki voru valdir nú en fá líklega tækifærið í janúar.Skýrari mynd í mars Enn liggur ekki fyrir hvaða liðum Ísland mætir eftir áramót en Heimir segir að reikna megi með að í leikjunum í mars verði komin ákveðin mynd á þann hóp sem fer á EM. „Í mars fáum við bara fimm æfingar með leikmönnum og tvo leiki. Þá þurfum við að vera með nokkuð góða mynd af því hvaða leikmenn við ætlum með til Frakklands. Við erum því að hvetja menn til að taka framförum eins fljótt og mögulegt er og standa sig eins vel og hægt er með sínum félagsliðum.“ Hann segir að það sé stór hópur leikmanna sem komi til greina fyrir EM í Frakklandi og að það verði vel fylgst með þeim í vetur. „Við viljum að þessi hópur sé sem stærstur og þess vegna veljum við þennan hóp í dag. Við viljum að hann stækki enn frekar og batni.“ EM 2016 í Frakklandi Íslenski boltinn Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira
Níu leikmenn fá nú tækifæri til að sýna sig og sanna með landsliðinu í æfingaleikjum gegn Póllandi og Slóvakíu en ungur leikmannahópur var valinn í gær. Undirbúningurinn fyrir EM í Frakklandi er nú formlega hafinn en í gær var valinn landsliðshópurinn fyrir fyrstu æfingaleikina, sem verða að öllum líkindum alls átta talsins áður en lokakeppnin hefst í júní. Ísland mætir Póllandi og Slóvakíu síðar í mánuðinum en það verður ungt íslenskt landslið sem mætir þessum sterkum þjóðum í þeim leikjum. Landsliðið skiptist í tvo hópa. Annars vegar leikmenn 26 ára og eldri sem voru lykilmenn í nýliðinni undankeppni EM og hins vegar yngri hópinn sem hefur að langmestu leyti staðið fyrir utan. Aðeins tveir leikmenn í liðinu eru yfir þrítugu. „Við hefðum viljað taka þessa ungu leikmenn inn í hópinn miklu fyrr og oftar. En staðan í hópnum og mikilvægi leikja hefur komið í veg fyrir það,“ segir Heimir en það þótti ekki mikil ástæða til að hrista upp í landsliðshópnum á milli leikja í síðustu undankeppni, enda velgengni íslenska liðsins mikil. „Við völdum stöðugleikann fram yfir að skoða leikmenn. Við höfum verið mjög ánægðir með hópinn sem við höfum verið með en metum það svo að nú sé rétti tíminn til að sýna mönnum að þeir eiga enn möguleika á að komast í hópinn fyrir lokakeppnina.“Vantaði ekki unga menn í liðið Kynslóðabilið í leikmannahópi Íslands er afar skýrt. Í hópnum eru tólf leikmenn fæddir 1989 eða fyrr sem eiga samtals að baki 360 leiki. Þá eru ellefu leikmenn fæddir 1990 eða síðar sem eiga samtals 63 leiki – þar af eiga sóknarmennirnir Kolbeinn Sigþórsson 30 og Jón Daði Böðvarsson sautján. Heimir segir að frammistaða Íslands í nýliðinni undankeppni sýni að það hafi ekki vantað leikmenn úr síðari hópnum í íslenska landsliðið. „Ef við horfum til framtíðar þá er gott að setja nýja leikmenn inn í okkar leikkerfi og leyfa þeim að kynnast landsliðsumhverfinu. Það er gott að geta yngt liðið upp þegar tækifæri gefst en landsliðið hefur hingað til alls ekki verið of gamalt.“ Landsliðið var einnig valið nú með það í huga að ekki geta allir gefið kost á sér í æfingaleikina í janúar. Þá munu liðinu aðeins standa til boða leikmenn sem spila á Íslandi og hinum Norðurlöndunum. Af þeim ástæðum eru leikmenn eins og Hörður Björgvin Magnússon, sem spilar með Cesena á Ítalíu, og Hjörtur Hermannsson hjá PSV í Hollandi í liðinu nú. Það eru því fleiri leikmenn sem spila á Norðurlöndunum sem ekki voru valdir nú en fá líklega tækifærið í janúar.Skýrari mynd í mars Enn liggur ekki fyrir hvaða liðum Ísland mætir eftir áramót en Heimir segir að reikna megi með að í leikjunum í mars verði komin ákveðin mynd á þann hóp sem fer á EM. „Í mars fáum við bara fimm æfingar með leikmönnum og tvo leiki. Þá þurfum við að vera með nokkuð góða mynd af því hvaða leikmenn við ætlum með til Frakklands. Við erum því að hvetja menn til að taka framförum eins fljótt og mögulegt er og standa sig eins vel og hægt er með sínum félagsliðum.“ Hann segir að það sé stór hópur leikmanna sem komi til greina fyrir EM í Frakklandi og að það verði vel fylgst með þeim í vetur. „Við viljum að þessi hópur sé sem stærstur og þess vegna veljum við þennan hóp í dag. Við viljum að hann stækki enn frekar og batni.“
EM 2016 í Frakklandi Íslenski boltinn Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira