Umfjöllun: Ísland - Frakkland 25-23 | Frábær sigur á heims- og Evrópumeisturunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. nóvember 2015 16:45 Aron Rafn varði frábærlega í seinni hálfleik. Vísir/EPA Íslenska handboltalandsliðið vann frábæran tveggja marka sigur, 25-23, á heims- og Evrópu- og Ólympíumeisturum Frakka í Gulldeildinni, æfingamóti sem fer fram í Noregi, í dag. Ísland hefur unnið báða leiki sína á mótinu til þessa en liðið lýkur leik gegn Dönum á morgun. Íslenska liðið spilaði virkilega vel í dag og þá sérstaklega í seinni hálfleik. Frakkar leiddu með tveimur mörkum, 15-13, í hálfleik en í seinni hálfleik var íslenska vörnin frábær og Aron Rafn Eðvarðsson varði vel í markinu, alls 10 skot í seinni hálfleik. Rúnar Kárason, Guðjón Valur Sigurðsson og Aron Pálmarsson voru markahæstir í íslenska liðinu með fjögur mörk hver. Íslenska liðið spilaði mun betri varnarleik en gegn Norðmönnum á fimmtudaginn. Munurinn var hins vegar sá að markvarslan í fyrri hálfleiknum í leik dagsins var lítil sem engin en Björgvin Páll Gústavsson og Aron Rafn vörðu samtals þrjú skot á fyrstu 30 mínútum leiksins. Sóknarleikur Íslands gekk að mestu vel þótt Aron Pálmarsson væri ekki með miðið jafn vel stillt og á fimmtudaginn. Aron skoraði ekki í fyrri hálfleik en á móti kom að Ásgeir Örn Hallgrímsson og Arnór Atlason fundu sig betur en gegn Noregi og skiluðu samtals fimm mörkum í fyrri hálfleik. Hraðaupphlaup íslenska liðsins voru einnig beitt og þau skiluðu alls átta mörkum í dag. Frakkar voru jafnan fyrri til að skora í fyrri hálfleik en náðu aldrei meira en eins marks forystu fyrr en undir lok hálfleiksins en þá náðu þeir tvívegis tveggja marka forskoti. Staðan í hálfleik var 15-13. Timothey N'Guessan skoraði fyrsta mark seinni hálfleiks og kom Frökkum í fyrsta sinn þremur mörkum yfir, 16-13, en hann var markahæstur í liði Frakka í dag með fimm mörk úr aðeins sex skotum. Íslenska liðið gafst þó ekki upp, skoraði sex af næstu átta mörkum leiksins og náði forystunni, 18-19. Aron skoraði þrjú þessara marka en hann var mjög heitur í upphafi seinni hálfleiks. Kentin Mahe jafnaði metin í 19-19 úr vítakasti en þá kom frábær kafli hjá íslenska liðinu sem skoraði þrjú mörk í röð og komst þremur mörkum yfir, 19-22. Aronarnir tveir voru í aðalhlutverki á þessum kafla en Aron Rafn varði hvert skotið á fætur öðru fyrir aftan öfluga íslenska vörn sem fékk aðeins á sig átta mörk í seinni hálfleik. Guðmundur Hólmar Helgason og Tandri Már Konráðsson átti afbragðs leik í miðri íslensku vörninni en sá síðarnefndi skoraði einnig tvö mörk eftir hraðaupphlaup í sínum öðrum landsleik. Það var líka eins gott að vörn og markvarsla væru í lagi því sóknarleikur íslenska liðsins hikstaði verulega undir lokin. Franska vörnin var sterk og þá kom Thierry Omeyer í markið en hann varði fjögur af þeim sex skotum sem hann fékk á sig undir lok leiksins. Omeyer getur verið ógnvekjandi í þessum ham en Rúnar var hvergi banginn. Þessi öfluga skytta fór mikinn undir lokin og skoraði þrjú síðustu mörk íslenska liðsins sem náði að landa frábærum sigri. Lokatölur 25-23, Íslandi í vil. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið vann frábæran tveggja marka sigur, 25-23, á heims- og Evrópu- og Ólympíumeisturum Frakka í Gulldeildinni, æfingamóti sem fer fram í Noregi, í dag. Ísland hefur unnið báða leiki sína á mótinu til þessa en liðið lýkur leik gegn Dönum á morgun. Íslenska liðið spilaði virkilega vel í dag og þá sérstaklega í seinni hálfleik. Frakkar leiddu með tveimur mörkum, 15-13, í hálfleik en í seinni hálfleik var íslenska vörnin frábær og Aron Rafn Eðvarðsson varði vel í markinu, alls 10 skot í seinni hálfleik. Rúnar Kárason, Guðjón Valur Sigurðsson og Aron Pálmarsson voru markahæstir í íslenska liðinu með fjögur mörk hver. Íslenska liðið spilaði mun betri varnarleik en gegn Norðmönnum á fimmtudaginn. Munurinn var hins vegar sá að markvarslan í fyrri hálfleiknum í leik dagsins var lítil sem engin en Björgvin Páll Gústavsson og Aron Rafn vörðu samtals þrjú skot á fyrstu 30 mínútum leiksins. Sóknarleikur Íslands gekk að mestu vel þótt Aron Pálmarsson væri ekki með miðið jafn vel stillt og á fimmtudaginn. Aron skoraði ekki í fyrri hálfleik en á móti kom að Ásgeir Örn Hallgrímsson og Arnór Atlason fundu sig betur en gegn Noregi og skiluðu samtals fimm mörkum í fyrri hálfleik. Hraðaupphlaup íslenska liðsins voru einnig beitt og þau skiluðu alls átta mörkum í dag. Frakkar voru jafnan fyrri til að skora í fyrri hálfleik en náðu aldrei meira en eins marks forystu fyrr en undir lok hálfleiksins en þá náðu þeir tvívegis tveggja marka forskoti. Staðan í hálfleik var 15-13. Timothey N'Guessan skoraði fyrsta mark seinni hálfleiks og kom Frökkum í fyrsta sinn þremur mörkum yfir, 16-13, en hann var markahæstur í liði Frakka í dag með fimm mörk úr aðeins sex skotum. Íslenska liðið gafst þó ekki upp, skoraði sex af næstu átta mörkum leiksins og náði forystunni, 18-19. Aron skoraði þrjú þessara marka en hann var mjög heitur í upphafi seinni hálfleiks. Kentin Mahe jafnaði metin í 19-19 úr vítakasti en þá kom frábær kafli hjá íslenska liðinu sem skoraði þrjú mörk í röð og komst þremur mörkum yfir, 19-22. Aronarnir tveir voru í aðalhlutverki á þessum kafla en Aron Rafn varði hvert skotið á fætur öðru fyrir aftan öfluga íslenska vörn sem fékk aðeins á sig átta mörk í seinni hálfleik. Guðmundur Hólmar Helgason og Tandri Már Konráðsson átti afbragðs leik í miðri íslensku vörninni en sá síðarnefndi skoraði einnig tvö mörk eftir hraðaupphlaup í sínum öðrum landsleik. Það var líka eins gott að vörn og markvarsla væru í lagi því sóknarleikur íslenska liðsins hikstaði verulega undir lokin. Franska vörnin var sterk og þá kom Thierry Omeyer í markið en hann varði fjögur af þeim sex skotum sem hann fékk á sig undir lok leiksins. Omeyer getur verið ógnvekjandi í þessum ham en Rúnar var hvergi banginn. Þessi öfluga skytta fór mikinn undir lokin og skoraði þrjú síðustu mörk íslenska liðsins sem náði að landa frábærum sigri. Lokatölur 25-23, Íslandi í vil.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira