Spaugstofan okkar snýr aftur - og nú á svið Sigríður Jónsdóttir skrifar 5. nóvember 2015 11:15 Spaugstofan er þjóðareign, ef ekki þjóðargersemi, segir í dómnum. Leikhús -Yfir til þín Spaugstofan í samstarfi við Þjóðleikhúsið Stóra sviðið Höfundar og leikarar Karl Ágúst Úlfsson, Pálmi Gestsson, Randver Þorláksson, Sigurður Sigurjónsson og Örn Árnason Söngtextar og bundið mál Karl Ágúst Úlfsson Tónlist Karl Ágúst Úlfsson, Örn Árnason, Gunnar Þórðarson og fleiri Tónlistarstjórn Jónas Þórir Þórisson Aðstoð við leikstjórn Ágústa Skúladóttir Sviðshreyfingar Katrín Ingvadóttir Lýsing Hermann Karl Björnsson Hljóðmynd Elvar Geir Sævarsson Á síðustu þrjátíu árum hefur Spaugstofan framleitt ógrynni af efni fyrir sjónvarp, leiksvið og útvarp. Ef einungis sjónvarpsþættirnir eru taldir nær talan tæplega fimm hundruð, hreinlega margir dagar af efni. Hópurinn er fyrir löngu orðinn klassík. Þrátt fyrir það er ekkert grín að færa glensið upp á stóra svið Þjóðleikhússins og uppfæra efnið að auki. Leynigestur kynnir kumpánana til leiks á einkar dramatískan hátt með gamanvísu sem rammar sýninguna inn, en Karl Ágúst á væntanlega heiðurinn af þeim spaugilega texta. Það skemmtilega við þá félaga er að þeir eru líka meðvitaðir um sögu sína og pota góðlátlega hver í annan, svo sem um hversu oft Randver hefur þurft að dubba sig upp í kvenmannsföt fyrir eitt eða annað atriði í Spaugstofunni og Jóhanna Sigurðardóttir mætir auðvitað í stutta heimsókn. Umgjörð sýningarinnar er fábrotin og eiginlega varla sjáanleg því þeir félagar notast einungis við nokkra stóla, stóran skjá, nokkur hljóðfæri og vel valda búninga. Hermann Karl Björnsson gerir vel að skapa hópnum afmarkað rými á stóra sviðinu, sem er meiriháttar mál, með góðri en látlausri lýsingu. Þegar öllu er á botninn hvolft þurfa þessir kappar ekkert prjál, sviðsframkoma og hæfileikar þeirra eru fyllilega nóg til að fylla sviðið af kæti, aulabröndurum og nokkrum skrýtlum í dónalegri kantinum. Þeir kunna nefnilega líka á þagnirnar, eins og látbragðsleik, ókláraðar rímur og nótur sem Örn nær ekki í ótrúlegu atriði þar sem hann flytur opnunaratriði óperu með þremur persónum, einn og sér. Röddin hans er engu lík og eiginlega forkastanlegt að hann skuli ekki leika í fleiri söngleikjum. Fimmaurabrandarar eru list og er einstaklega erfitt að komast upp með slíka en að sjá Sigurð fetta sig og bretta í gegnum ódýra brandara er dásamlegt. Svetlana og Boris taka Svanavatnið, Kristján Ólafsson er orðinn farandsölumaður og Dolli mætir til að gera töfrabrögð af ódýru gerðinni, auðvitað líka forsetinn sjálfur, rónarnir Bogi og Örvar kryfja heimsmálin og óteljandi fleiri karakterar mæta á svæðið. Geir og Grani koma við og menningarlegir hagyrðingar gera sitt allra besta til að láta skáldskapinn ekki enda í klúrum limrum. Þeir félagar taka sum af sínum frægustu lögum líkt og Alveg týpískt Júróvisionlag, Yfir til þín og tvö úr fangelsisþættinum fræga. Eftirhermurnar þeirra eru náttúrulega í sérflokki en sérstaklega verður að nefna Pálma í hlutverki Gylfa Ægissonar. Atriðið tekur ekki meira en nokkrar mínútur en hittir beint í mark, bæði gervið og örstutta lagið sem hann átti erfitt með að botna. Þátttöku áhorfenda hefði vel mátt sleppa, þó að troðningur Boga og Örvars í byrjun hafi verið frekar fyndinn. Sum atriðin teygðu lopann aðeins of lengi eins og söngstundin þar sem Karl Ágúst og Örn tóku mismunandi útgáfur af Fljúga hvítu fiðrildin og Afi minn fór á honum Rauð. En þar stóð söngur Arnar í gervi Jónsa úr Sigur Rós upp úr. Spaugstofan er fyrir löngu orðin þjóðarstofnun, ef ekki þjóðargersemi. Satt má vera að hún styðjist mikið við eldra efni en þeir félagar finna þekktum persónum nýjan farveg, setja efnið í nýjan búning og hafa greinilega mikið gaman af, líkt og áhorfendur í sal.Niðurstaða: Drengirnir hafa engu gleymt. Menning Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Leikhús -Yfir til þín Spaugstofan í samstarfi við Þjóðleikhúsið Stóra sviðið Höfundar og leikarar Karl Ágúst Úlfsson, Pálmi Gestsson, Randver Þorláksson, Sigurður Sigurjónsson og Örn Árnason Söngtextar og bundið mál Karl Ágúst Úlfsson Tónlist Karl Ágúst Úlfsson, Örn Árnason, Gunnar Þórðarson og fleiri Tónlistarstjórn Jónas Þórir Þórisson Aðstoð við leikstjórn Ágústa Skúladóttir Sviðshreyfingar Katrín Ingvadóttir Lýsing Hermann Karl Björnsson Hljóðmynd Elvar Geir Sævarsson Á síðustu þrjátíu árum hefur Spaugstofan framleitt ógrynni af efni fyrir sjónvarp, leiksvið og útvarp. Ef einungis sjónvarpsþættirnir eru taldir nær talan tæplega fimm hundruð, hreinlega margir dagar af efni. Hópurinn er fyrir löngu orðinn klassík. Þrátt fyrir það er ekkert grín að færa glensið upp á stóra svið Þjóðleikhússins og uppfæra efnið að auki. Leynigestur kynnir kumpánana til leiks á einkar dramatískan hátt með gamanvísu sem rammar sýninguna inn, en Karl Ágúst á væntanlega heiðurinn af þeim spaugilega texta. Það skemmtilega við þá félaga er að þeir eru líka meðvitaðir um sögu sína og pota góðlátlega hver í annan, svo sem um hversu oft Randver hefur þurft að dubba sig upp í kvenmannsföt fyrir eitt eða annað atriði í Spaugstofunni og Jóhanna Sigurðardóttir mætir auðvitað í stutta heimsókn. Umgjörð sýningarinnar er fábrotin og eiginlega varla sjáanleg því þeir félagar notast einungis við nokkra stóla, stóran skjá, nokkur hljóðfæri og vel valda búninga. Hermann Karl Björnsson gerir vel að skapa hópnum afmarkað rými á stóra sviðinu, sem er meiriháttar mál, með góðri en látlausri lýsingu. Þegar öllu er á botninn hvolft þurfa þessir kappar ekkert prjál, sviðsframkoma og hæfileikar þeirra eru fyllilega nóg til að fylla sviðið af kæti, aulabröndurum og nokkrum skrýtlum í dónalegri kantinum. Þeir kunna nefnilega líka á þagnirnar, eins og látbragðsleik, ókláraðar rímur og nótur sem Örn nær ekki í ótrúlegu atriði þar sem hann flytur opnunaratriði óperu með þremur persónum, einn og sér. Röddin hans er engu lík og eiginlega forkastanlegt að hann skuli ekki leika í fleiri söngleikjum. Fimmaurabrandarar eru list og er einstaklega erfitt að komast upp með slíka en að sjá Sigurð fetta sig og bretta í gegnum ódýra brandara er dásamlegt. Svetlana og Boris taka Svanavatnið, Kristján Ólafsson er orðinn farandsölumaður og Dolli mætir til að gera töfrabrögð af ódýru gerðinni, auðvitað líka forsetinn sjálfur, rónarnir Bogi og Örvar kryfja heimsmálin og óteljandi fleiri karakterar mæta á svæðið. Geir og Grani koma við og menningarlegir hagyrðingar gera sitt allra besta til að láta skáldskapinn ekki enda í klúrum limrum. Þeir félagar taka sum af sínum frægustu lögum líkt og Alveg týpískt Júróvisionlag, Yfir til þín og tvö úr fangelsisþættinum fræga. Eftirhermurnar þeirra eru náttúrulega í sérflokki en sérstaklega verður að nefna Pálma í hlutverki Gylfa Ægissonar. Atriðið tekur ekki meira en nokkrar mínútur en hittir beint í mark, bæði gervið og örstutta lagið sem hann átti erfitt með að botna. Þátttöku áhorfenda hefði vel mátt sleppa, þó að troðningur Boga og Örvars í byrjun hafi verið frekar fyndinn. Sum atriðin teygðu lopann aðeins of lengi eins og söngstundin þar sem Karl Ágúst og Örn tóku mismunandi útgáfur af Fljúga hvítu fiðrildin og Afi minn fór á honum Rauð. En þar stóð söngur Arnar í gervi Jónsa úr Sigur Rós upp úr. Spaugstofan er fyrir löngu orðin þjóðarstofnun, ef ekki þjóðargersemi. Satt má vera að hún styðjist mikið við eldra efni en þeir félagar finna þekktum persónum nýjan farveg, setja efnið í nýjan búning og hafa greinilega mikið gaman af, líkt og áhorfendur í sal.Niðurstaða: Drengirnir hafa engu gleymt.
Menning Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira