Íslenski boltinn

Fimm lið berjast um Róbert Örn

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Róbert Örn í leik með FH.
Róbert Örn í leik með FH. Vísir
Róbert Örn Óskarsson, markvörður Íslandsmeistara FH, er eftirsóttur af fjórum félögum í Pepsi-deildinni, samkvæmt heimildum Vísis. Þá vill FH einnig halda honum innan sinna raða.

Fylkir, Fjölnir, Víkingur og ÍBV vilja öll fá markvörðinn til liðs við sig, en samningur hans við FH rann út eftir tímabilið.

Róbert Örn hefur varið mark FH undanfarin þrjú ár síðan Gunnleifur Gunnleifsson fór til Breiðabliks, en Róbert stóð uppi sem Íslandsmeistari með liðinu í lok síðasta tímabils.

Sjá einnig: Gunnar Nielsen genginn í raðir FH

Hann gæti séð sæng sína uppreidda hjá FH eftir að Íslandsmeistararnir sömdu við færeyska landsliðsmarkvörðinn Gunnar Nielsen sem varði mark Stjörnunnar í sumar.

FH-ingar vilja aftur á móti halda Róberti og funda með honum á morgun. Róbert Örn tekur ákvörðun um framtíð sína í framhaldi afþ eim fundi, samkvæmt heimildum Vísis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×