Mikið reykt og drukkið í íslenskum bíómyndum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. nóvember 2015 08:13 Baltasar Kormákur og Ingvar E. Sigurðsson fá sér smók í kvikmyndinni Reykjavík Rotterdam. Ný alþjóðleg rannsókn þar sem kannað var hversu algengar reykingar eru í kvikmyndum leiðir í ljós að mest er reykt í íslenskum myndum. Rannsóknin tók til mynda sem frumsýndar voru á árunum 2004 til 2009 í sex Evrópulöndum, Bandaríkjunum og tveimur löndum Rómönsku Ameríku. Í 94 prósent tilfella var reykt í íslenskum bíómyndum sem frumsýndar voru á tímabilinu en þar á meðal eru Kaldaljós (2004), Mýrin (2006), Foreldrar (2007), Reykjavík Rotterdam (2008) og Bjarnfreðarson (2009). Minnst var reykt í hollenskum myndum eða í 58 prósent tilfella.Meginniðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að meira er reykt í kvikmyndum sem framleiddar eru utan Bandaríkjanna og telja rannsakendur að það megi rekja til þess að óbeinar tóbaksauglýsingar hafi verið bannaðar þar síðan árið 1997. Er lagt til að þau lönd sem ekki hafi bannað slíkt geri það með það að útrýma reykingum í kvikmyndum, en auglýsingar af þessu tagi eru til að mynda ekki bannaðar á Íslandi.Rannsóknin tók einnig til hversu mikið áfengi er drukkið í kvikmyndum og sýna niðurstöðurnar að mun meira er drukkið heldur en reykt. Þá var ekki jafnmikill munur á niðurstöðunum á milli landa en áfengi var haft um hönd í 94 prósentum íslenskra bíómynda. Þá er vakin athygli í niðurstöðum rannsóknarinnar að ekki virðist skipta máli hvort að myndirnar séu leyfðar fyrir alla aldurshópa eða bannaðar börnum; það er reykt og drukkið hvort sem er. Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Ný alþjóðleg rannsókn þar sem kannað var hversu algengar reykingar eru í kvikmyndum leiðir í ljós að mest er reykt í íslenskum myndum. Rannsóknin tók til mynda sem frumsýndar voru á árunum 2004 til 2009 í sex Evrópulöndum, Bandaríkjunum og tveimur löndum Rómönsku Ameríku. Í 94 prósent tilfella var reykt í íslenskum bíómyndum sem frumsýndar voru á tímabilinu en þar á meðal eru Kaldaljós (2004), Mýrin (2006), Foreldrar (2007), Reykjavík Rotterdam (2008) og Bjarnfreðarson (2009). Minnst var reykt í hollenskum myndum eða í 58 prósent tilfella.Meginniðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að meira er reykt í kvikmyndum sem framleiddar eru utan Bandaríkjanna og telja rannsakendur að það megi rekja til þess að óbeinar tóbaksauglýsingar hafi verið bannaðar þar síðan árið 1997. Er lagt til að þau lönd sem ekki hafi bannað slíkt geri það með það að útrýma reykingum í kvikmyndum, en auglýsingar af þessu tagi eru til að mynda ekki bannaðar á Íslandi.Rannsóknin tók einnig til hversu mikið áfengi er drukkið í kvikmyndum og sýna niðurstöðurnar að mun meira er drukkið heldur en reykt. Þá var ekki jafnmikill munur á niðurstöðunum á milli landa en áfengi var haft um hönd í 94 prósentum íslenskra bíómynda. Þá er vakin athygli í niðurstöðum rannsóknarinnar að ekki virðist skipta máli hvort að myndirnar séu leyfðar fyrir alla aldurshópa eða bannaðar börnum; það er reykt og drukkið hvort sem er.
Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp