Ennþá mikið af gæs á suðurlandi Karl Lúðvíksson skrifar 3. nóvember 2015 10:00 Mynd úr safni Þrátt fyrir að langt sé nú liðið á þann tíma sem talinn er bestur til gæsaveiða er ennþá mikið af gæs víða um land. Það sést vel á kornökrum sem hafa verið felldir og líka á þeim túnum sem ennþá, vegna góðs veðurfars, eru græn og það er einmitt það sem gæsin sækist í. Á öllum helstu svæðunum þar sem mikla kornrækt er að finna er mikið af gæs og á sumum ökrum er óhætt að telja gæsirnar í þúsundum en ekki hundruðum. Mun minna er sótt á gæs þessa dagana og skrifast það eingöngu á rjúpnatímabilið, sem er hálfnað eins og er, en gæsaskyttur hafa haft á orði að tímabilið sé sífellt að lengjast og þá sérstakleg á mildum haustum. Þegar haustin eru til þess að gera jafn hlý og núna, gæsin í nægu æti, þá er fuglinn ekki að flýta sér af landi brott og þess eru dæmi um að töluvert af gæs hafi hér vetursetu á suðurlandi og mest af þeim hópum má sjá frá Eyjafjöllum austur að Hornafirði. Komi hins vegar kuldahret og norðanbál getur aftur á móti fækkað hratt í þessum hópum. Á mildum haustum sem þessu er oft skotið vel inní desember og það hlýtur að vera gleðiefni fyrir þær skyttur sem eiga ennþá eftir að ná sér í áramótagæsina. Mest lesið "Staðan í laxveiði verri en við óttuðumst" - Neyðarkall frá veiðileyfasölum Veiði Sogið vill ala upp stórar bleikjur Veiði Kreistu tvo laxa upp úr Krossá í Bitru Veiði Fréttir úr Krossá á Bitru Veiði Það eru stórir fiskar í Kleifarvatni Veiði Ytri Rangá komin yfir 1.000 laxa Veiði Minni laxveiði en 2014 Veiði Upptaka af erindi um lax og virkjanir Veiði Sjóbirtingstímabilinu 2011 lokið Veiði Flottar bleikjur að veiðast í Þingvallavatni Veiði
Þrátt fyrir að langt sé nú liðið á þann tíma sem talinn er bestur til gæsaveiða er ennþá mikið af gæs víða um land. Það sést vel á kornökrum sem hafa verið felldir og líka á þeim túnum sem ennþá, vegna góðs veðurfars, eru græn og það er einmitt það sem gæsin sækist í. Á öllum helstu svæðunum þar sem mikla kornrækt er að finna er mikið af gæs og á sumum ökrum er óhætt að telja gæsirnar í þúsundum en ekki hundruðum. Mun minna er sótt á gæs þessa dagana og skrifast það eingöngu á rjúpnatímabilið, sem er hálfnað eins og er, en gæsaskyttur hafa haft á orði að tímabilið sé sífellt að lengjast og þá sérstakleg á mildum haustum. Þegar haustin eru til þess að gera jafn hlý og núna, gæsin í nægu æti, þá er fuglinn ekki að flýta sér af landi brott og þess eru dæmi um að töluvert af gæs hafi hér vetursetu á suðurlandi og mest af þeim hópum má sjá frá Eyjafjöllum austur að Hornafirði. Komi hins vegar kuldahret og norðanbál getur aftur á móti fækkað hratt í þessum hópum. Á mildum haustum sem þessu er oft skotið vel inní desember og það hlýtur að vera gleðiefni fyrir þær skyttur sem eiga ennþá eftir að ná sér í áramótagæsina.
Mest lesið "Staðan í laxveiði verri en við óttuðumst" - Neyðarkall frá veiðileyfasölum Veiði Sogið vill ala upp stórar bleikjur Veiði Kreistu tvo laxa upp úr Krossá í Bitru Veiði Fréttir úr Krossá á Bitru Veiði Það eru stórir fiskar í Kleifarvatni Veiði Ytri Rangá komin yfir 1.000 laxa Veiði Minni laxveiði en 2014 Veiði Upptaka af erindi um lax og virkjanir Veiði Sjóbirtingstímabilinu 2011 lokið Veiði Flottar bleikjur að veiðast í Þingvallavatni Veiði