Hæfileg blanda af gleði og stressi Starri Freyr Jónsson skrifar 2. nóvember 2015 15:00 „Ég veit svo sannarlega hvernig það er að stíga sín fyrstu skref og vera stressaður baksviðs. Sjálfur tók ég þátt í Idol-keppninni á sínum tíma,“ segir nýr kynnir Ísland Got Talent, rapparinn Emmsjé Gauti. Vísir/Anton Þessa dagana standa yfir tökur á fyrstu þáttum þriðju þáttaraðarinnar Ísland Got Talent sem sýnd verður á Stöð 2 í vetur. Um er að ræða stærstu hæfileikakeppni sem haldin hefur verið hér á landi enda hafa þættirnir notið mikilla vinsælda undanfarin tvö ár. Þættirnir í vetur verða með svipuðu sniði og áður nema hvað allir fjórir dómarar þáttanna eru nýir. Auk þeirra mun rapparinn góðkunni Emmsjé Gauti stíga sín fyrstu skref sem kynnir í sjónvarpsþætti. Það er einungis mánuður síðan Emmsjé Gauti fékk símtal frá Jóni Gnarr, framkvæmdastjóra dagskrársviðs 365, þar sem honum var boðið starfið. Hann segist hafa fengið viðvörunarsímtal áður þar sem honum var tilkynnt að ekki væri um símaat að ræða enda var föstudagskvöld. „Ég vissi þó ekki hvert erindið var fyrir fram og varð svolítið undrandi þegar ég heyrði þessa hugmynd Jóns. Ég fékk að hugsa málið smá stund og svo spjölluðum við aftur síðar um kvöldið eftir að ég hafði ákveðið að taka slaginn.“Hristir úr skjálftann Þetta er í fyrsta sinn sem Emmsjé Gauti tekur að sér verkefni af þessari stærðargráðu. „Ég hef auðvitað komið fram á sviði frá því ég var smástrákur og tekið að mér að vera kynnir á ýmsum viðburðum á borð við litlar rappkeppnir og snjóbrettahátíðina á Akureyri. Það bliknar þó allt í samanburði við að vera kynnir í Ísland Got Talent enda er sú keppni af allt annarri stærðargráðu en flestar keppnir hér á landi.“ Nýja hlutverkið leggst mjög vel í hann enda hefur hann sjálfur staðið í sömu sporum og keppendur þáttarins. „Ég veit svo sannarlega hvernig það er að stíga sín fyrstu skref og vera stressaður baksviðs. Sjálfur tók ég þátt í Idol-keppninni á sínum tíma og veit að ég get stutt vel við bakið á þeim sem eru að koma fram, sérstaklega ungu krökkunum sem eru að stíga á svið í fyrsta sinn. Þetta getur verið mjög stressandi en ég mun gera mitt besta til að hrista skjálftann úr keppendum.“ Síðastliðinn mánuður hefur verið mjög annasamur hjá Emmsjé Gauta eins og flestum öðrum sem koma að þættinum. „Þetta eru búnar að vera spennandi vikur sem hafa einkennst af hæfilegri blöndu af stressi og gleði en þó meira af gleði. En ef ekkert stress er til staðar er heldur ekki gaman. Þetta form er auðvitað alveg nýtt fyrir mann eins og mig og það er búið að vera mjög skemmtilegt og um leið áhugavert að kynnast allri vinnunni á bak við tjöldin.“Nýir dómarar eru mættir til leiks: Dr. Gunni, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Emmsjé Gauti kynnir, Marta María Jónasdóttir og Jakob Frímann Magnússon.Skapa eigin stíl Auðunn Blöndal var kynnir síðustu tveggja þáttaraða og þótti standa sig vel. Emmsjé Gauti segist þó ekki ætla að feta í fótspor hans heldur skapa sinn eigin stíl. „Ég og dómnefndin erum að ná vel saman og þau sjálf sín á milli. Auddi stóð sig auðvitað mjög vel en ég mun skapa minn eigin stíl, alveg eins og dómararnir skapa sinn eigin stíl. Við lærum þó af þeim sem hafa staðið í sporum okkar áður og tökum góða punkta frá þeim. Nýjar áherslur fylgja alltaf nýju fólki en í raun erum við ekkert að reyna að toppa hina heldur bara gera nýtt og gott sjóv með nýju fólki. Þetta verður vafalaust svakaleg þáttaröð og sjónvarpsáhorfendur mega búast við góðri skemmtun.“ Nýja starfið hefur þó sett strik í reikning rapparans sem ætlaði að gefa út nýja plötu fyrir jólin. „Þau áform eru öll farin í köku en ég er þó með tilbúinn helling af nýju efni. Nýja platan fer í smá pásu sem er leiðinlegt því mig langaði að mata aðdáendur mína með góðu rappi. Ég reyni þó pottþétt að gefa út eitthvert nýtt efni kringum áramótin.“ Fyrsti þátturinn af Ísland Got Talent verður sýndur á Stöð 2 í janúar á næsta ári. Ísland Got Talent Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Fleiri fréttir Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Sjá meira
Þessa dagana standa yfir tökur á fyrstu þáttum þriðju þáttaraðarinnar Ísland Got Talent sem sýnd verður á Stöð 2 í vetur. Um er að ræða stærstu hæfileikakeppni sem haldin hefur verið hér á landi enda hafa þættirnir notið mikilla vinsælda undanfarin tvö ár. Þættirnir í vetur verða með svipuðu sniði og áður nema hvað allir fjórir dómarar þáttanna eru nýir. Auk þeirra mun rapparinn góðkunni Emmsjé Gauti stíga sín fyrstu skref sem kynnir í sjónvarpsþætti. Það er einungis mánuður síðan Emmsjé Gauti fékk símtal frá Jóni Gnarr, framkvæmdastjóra dagskrársviðs 365, þar sem honum var boðið starfið. Hann segist hafa fengið viðvörunarsímtal áður þar sem honum var tilkynnt að ekki væri um símaat að ræða enda var föstudagskvöld. „Ég vissi þó ekki hvert erindið var fyrir fram og varð svolítið undrandi þegar ég heyrði þessa hugmynd Jóns. Ég fékk að hugsa málið smá stund og svo spjölluðum við aftur síðar um kvöldið eftir að ég hafði ákveðið að taka slaginn.“Hristir úr skjálftann Þetta er í fyrsta sinn sem Emmsjé Gauti tekur að sér verkefni af þessari stærðargráðu. „Ég hef auðvitað komið fram á sviði frá því ég var smástrákur og tekið að mér að vera kynnir á ýmsum viðburðum á borð við litlar rappkeppnir og snjóbrettahátíðina á Akureyri. Það bliknar þó allt í samanburði við að vera kynnir í Ísland Got Talent enda er sú keppni af allt annarri stærðargráðu en flestar keppnir hér á landi.“ Nýja hlutverkið leggst mjög vel í hann enda hefur hann sjálfur staðið í sömu sporum og keppendur þáttarins. „Ég veit svo sannarlega hvernig það er að stíga sín fyrstu skref og vera stressaður baksviðs. Sjálfur tók ég þátt í Idol-keppninni á sínum tíma og veit að ég get stutt vel við bakið á þeim sem eru að koma fram, sérstaklega ungu krökkunum sem eru að stíga á svið í fyrsta sinn. Þetta getur verið mjög stressandi en ég mun gera mitt besta til að hrista skjálftann úr keppendum.“ Síðastliðinn mánuður hefur verið mjög annasamur hjá Emmsjé Gauta eins og flestum öðrum sem koma að þættinum. „Þetta eru búnar að vera spennandi vikur sem hafa einkennst af hæfilegri blöndu af stressi og gleði en þó meira af gleði. En ef ekkert stress er til staðar er heldur ekki gaman. Þetta form er auðvitað alveg nýtt fyrir mann eins og mig og það er búið að vera mjög skemmtilegt og um leið áhugavert að kynnast allri vinnunni á bak við tjöldin.“Nýir dómarar eru mættir til leiks: Dr. Gunni, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Emmsjé Gauti kynnir, Marta María Jónasdóttir og Jakob Frímann Magnússon.Skapa eigin stíl Auðunn Blöndal var kynnir síðustu tveggja þáttaraða og þótti standa sig vel. Emmsjé Gauti segist þó ekki ætla að feta í fótspor hans heldur skapa sinn eigin stíl. „Ég og dómnefndin erum að ná vel saman og þau sjálf sín á milli. Auddi stóð sig auðvitað mjög vel en ég mun skapa minn eigin stíl, alveg eins og dómararnir skapa sinn eigin stíl. Við lærum þó af þeim sem hafa staðið í sporum okkar áður og tökum góða punkta frá þeim. Nýjar áherslur fylgja alltaf nýju fólki en í raun erum við ekkert að reyna að toppa hina heldur bara gera nýtt og gott sjóv með nýju fólki. Þetta verður vafalaust svakaleg þáttaröð og sjónvarpsáhorfendur mega búast við góðri skemmtun.“ Nýja starfið hefur þó sett strik í reikning rapparans sem ætlaði að gefa út nýja plötu fyrir jólin. „Þau áform eru öll farin í köku en ég er þó með tilbúinn helling af nýju efni. Nýja platan fer í smá pásu sem er leiðinlegt því mig langaði að mata aðdáendur mína með góðu rappi. Ég reyni þó pottþétt að gefa út eitthvert nýtt efni kringum áramótin.“ Fyrsti þátturinn af Ísland Got Talent verður sýndur á Stöð 2 í janúar á næsta ári.
Ísland Got Talent Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Fleiri fréttir Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Sjá meira