Sé fyrir mér að ég verði heimsmeistari á næsta ári Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. nóvember 2015 09:45 Gunnar afgreiðir Brandon Thatch síðasta sumar. vísir/getty Gunnar Nelson æfir þessa dagana í Dublin fyrir bardaga sinn í Las Vegas í desember. Hann og félagi hans, Conor McGregor, eru búnir að stilla klukkuna sína á Las Vegas tíma þó svo þeir séu enn í Evrópu. Þar af leiðandi sofa þar fram yfir hádegi og fara að sofa um þrjú til fjögur á nóttunni. Tímamismunurinn verður því lítið vandamál er þeir fara að æfa í Bandaríkjunum. „Æfingar hafa gengið frábærlega og ég hef aldrei verið eins einbeittur," segir Gunnar í samtali við ástralska útvarpsstöð. Gunnar mun mæta Brassanum Demian Maia í Vegas í desember. Upprunalega áætlunin var að þeir myndu berjast í Dublin í október en slæm sýking í fæti Maia varð þess valdandi að þeir berjast ekki fyrr en í desember.vísir/getty„Það hefði verið frábær aðalbardagi í Dublin en svona er leikurinn okkar. Hlutir breytast og ég er vanur því að andstæðingum mínum sé skipt út og ég er því ekki enn viss um að ég berjist við Maia," sagði Gunnar og það réttilega þar sem nánast aldrei verður af því að hann berjist við þann sem hann átti upprunalega að berjast við. „Ég er mjög spenntur fyrir því að keppa við Maia enda hef ég verið aðdáandi hans lengi. Ég veit að fólk vill sjá þennan bardaga og sérstaklega áhugamenn um glímu," segir Gunnar en hann mun nú í fyrsta skipti mæta manni sem vill fara í gólfið með honum. Maia er fimmfaldur heimsmeistari í brasilísku jui jitsu. „Það sem ég mun helst hafa fram yfir hann er hraði. Maia er frábær glímumaður og ég mun glíma við hann. Minn stíll er að bregðast við aðstæðum og ég hef því enga áætlun þannig séð. Ég sé þó fyrir mér ákveðnar aðstæður sem ég tel að munu koma upp í bardaganum," segir Gunnar og hann sér fyrir sér draumaútkomu úr bardaganum. „Ég sé fyrir mér að ég geti hengt Maia í þessum bardaga. Ég fer ekkert leynt með að ég hef horft til þess að vinna heimsmeistaratitilinn en ég veit að það mun taka tíma og ég vil njóta ferðarinnar. Ég trúi því að ég verði orðinn heimsmeistari á næsta ári." Hlusta má á viðtalið við Gunnar hér að neðan. MMA Tengdar fréttir Gunnar og Conor æfa saman í Dublin Undirbúningur Gunnars Nelson og Conor McGregor fyrir UFC 194 er farinn á fullt. 14. október 2015 13:45 Gunnar Nelson: Hann hélt mér niðri og kitlaði mig Þjálfari bardagakappans varð rauður í framan þegar Gunnar sagði frá fyrstu glímu þeirra á Íslandi. 21. október 2015 08:30 Eru Gunnar Nelson og kollegar hans bara að fá smá sneið af UFC-kökunni? Bardagamenn innan UFC taldir fá aðeins 16 prósent af tekjum sambandsins sem er það minnsta í Bandaríkjunum. 23. október 2015 09:45 Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira
Gunnar Nelson æfir þessa dagana í Dublin fyrir bardaga sinn í Las Vegas í desember. Hann og félagi hans, Conor McGregor, eru búnir að stilla klukkuna sína á Las Vegas tíma þó svo þeir séu enn í Evrópu. Þar af leiðandi sofa þar fram yfir hádegi og fara að sofa um þrjú til fjögur á nóttunni. Tímamismunurinn verður því lítið vandamál er þeir fara að æfa í Bandaríkjunum. „Æfingar hafa gengið frábærlega og ég hef aldrei verið eins einbeittur," segir Gunnar í samtali við ástralska útvarpsstöð. Gunnar mun mæta Brassanum Demian Maia í Vegas í desember. Upprunalega áætlunin var að þeir myndu berjast í Dublin í október en slæm sýking í fæti Maia varð þess valdandi að þeir berjast ekki fyrr en í desember.vísir/getty„Það hefði verið frábær aðalbardagi í Dublin en svona er leikurinn okkar. Hlutir breytast og ég er vanur því að andstæðingum mínum sé skipt út og ég er því ekki enn viss um að ég berjist við Maia," sagði Gunnar og það réttilega þar sem nánast aldrei verður af því að hann berjist við þann sem hann átti upprunalega að berjast við. „Ég er mjög spenntur fyrir því að keppa við Maia enda hef ég verið aðdáandi hans lengi. Ég veit að fólk vill sjá þennan bardaga og sérstaklega áhugamenn um glímu," segir Gunnar en hann mun nú í fyrsta skipti mæta manni sem vill fara í gólfið með honum. Maia er fimmfaldur heimsmeistari í brasilísku jui jitsu. „Það sem ég mun helst hafa fram yfir hann er hraði. Maia er frábær glímumaður og ég mun glíma við hann. Minn stíll er að bregðast við aðstæðum og ég hef því enga áætlun þannig séð. Ég sé þó fyrir mér ákveðnar aðstæður sem ég tel að munu koma upp í bardaganum," segir Gunnar og hann sér fyrir sér draumaútkomu úr bardaganum. „Ég sé fyrir mér að ég geti hengt Maia í þessum bardaga. Ég fer ekkert leynt með að ég hef horft til þess að vinna heimsmeistaratitilinn en ég veit að það mun taka tíma og ég vil njóta ferðarinnar. Ég trúi því að ég verði orðinn heimsmeistari á næsta ári." Hlusta má á viðtalið við Gunnar hér að neðan.
MMA Tengdar fréttir Gunnar og Conor æfa saman í Dublin Undirbúningur Gunnars Nelson og Conor McGregor fyrir UFC 194 er farinn á fullt. 14. október 2015 13:45 Gunnar Nelson: Hann hélt mér niðri og kitlaði mig Þjálfari bardagakappans varð rauður í framan þegar Gunnar sagði frá fyrstu glímu þeirra á Íslandi. 21. október 2015 08:30 Eru Gunnar Nelson og kollegar hans bara að fá smá sneið af UFC-kökunni? Bardagamenn innan UFC taldir fá aðeins 16 prósent af tekjum sambandsins sem er það minnsta í Bandaríkjunum. 23. október 2015 09:45 Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira
Gunnar og Conor æfa saman í Dublin Undirbúningur Gunnars Nelson og Conor McGregor fyrir UFC 194 er farinn á fullt. 14. október 2015 13:45
Gunnar Nelson: Hann hélt mér niðri og kitlaði mig Þjálfari bardagakappans varð rauður í framan þegar Gunnar sagði frá fyrstu glímu þeirra á Íslandi. 21. október 2015 08:30
Eru Gunnar Nelson og kollegar hans bara að fá smá sneið af UFC-kökunni? Bardagamenn innan UFC taldir fá aðeins 16 prósent af tekjum sambandsins sem er það minnsta í Bandaríkjunum. 23. október 2015 09:45