Aron Elís skoraði sigurmark í uppbótartíma og reddaði Guðmundi fyrir horn Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. nóvember 2015 18:59 Aron Elís skoraði sitt fimmta mark í deildinni. mynd/aafk.no Tveir fyrrverandi leikmenn FH; Matthías Vilhjálmsson og Björn Daníel Sverrison, voru báðir á skotskónum í 29. og næst síðustu umferð norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld. Hólmar Örn Eyjólfsson var í byrjunarliði Noregsmeistara Rosenborg sem virðast vera hættir að spila vörn eftir að liðið tryggði sér titilinn. Það fékk á sig þrjú mörk í síðustu umferð og þrjú mörk í kvöld á heimavelli gegn Haugesund, en Matthías bjargaði meisturunum með sigurmarki á 83. mínútu, 4-3, eftir að koma inn á sem varamaður aðeins tveimur mínútum áður. Rosenborg er með tíu stiga forskot á toppi deildarinnar og fyrir löngu búið að tryggja sér Noregsmeistaratitilinn.Björn að skríða saman Björn Daníel Sverrisson missti af stærstum hluta tímabilsins hjá Viking Stavanger vegna meiðsla, en hann hefur komið ágætlega inn í liðið undir lok tímabilsins. Viking tapaði gegn Ole Gunnar Solskjær og lærisveinum í Molde á útivelli, 4-1. Heimamenn komust í 3-0 á fyrstu 55 mínútum leiksins áður en Björn Daníel minnkaði muninn með fallegu marki á 81. mínútu. Jón Daði Böðvarsson og Indriði Sigurðsson voru einnig í byrjunarliði norsku Víkinganna sem eru í fimmta sæti deildarinnar með 50 stig.Árni í stuði Árni Vilhjálmsson er heldur betur að minna á sig undir lok tímabilsins með Lilleström eftir að hafa verið meiddur stóran hluta þess. Eftir að skora í síðustu tveimur leikjum lagði hann upp mark fyrir Freddy Friday í 3-1 sigri Lilleström á Sarpsborg í kvöld. Finnur Orri Margeirsson var kominn aftur í byrjunarlið Lilleström sem siglir lygnan sjó í áttunda sæti deildarinnar með 44 stig á fyrstu leiktíð Rúnars Kristjánssonar sem þjálfari liðsins.Aron Elís hetjan Aron Elís Þrándarson var hetja Álasunds, en hann tryggði sínu liði sætan sigur á útivelli gegn Mjöndalen, 2-1, með marki á 94. mínútu. Mjöndalen hafði jafnað leikinn á fyrstu mínútu í uppbótartíma. Þetta er fimmta mark Arons Elís í 16 leikjum í deildinni en hann er að spila sitt fyrsta tímabil í atvinnumennsku. Álasund er með 38 stig í níunda sæti deildarinnar þegar ein umferð er eftir, en markið gerði Guðmundi Kristjánssyni og félögum hans í Start mikinn greiða.Einn séns enn Eina Íslendingaliðið sem er í vandræðum er nefnilega start Start, en þar á bæ hefur ekkert gengið síðan Matthías Vilhjálmsson hvarf á braut um mitt tímabil og samdi við meistara Rosenborg. Guðmundur Kristjánsson var ekki í leikmannahópi Start í kvöld sem tapaði fyrir Stabæk, 3-2, á útivelli. Á sama tíma vann Tromsö sigur á Bodö/Glimt, 3-1, og hélt sæti sínu í deildinni. Guðmundur og félagar eru í umspilssætinu með eins stigs forskot á Mjöndalen fyrir lokaumferðina þökk sé Aroni Elís. Annað liðið mun falla og hitt þarf að bjarga sæti sínu í einvígi heima og að heiman gegn liði úr B-deildinni. Mjöndalen heimsækir Viking í lokaumferðinni en Start fær Molde í heimsókn. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Sjá meira
Tveir fyrrverandi leikmenn FH; Matthías Vilhjálmsson og Björn Daníel Sverrison, voru báðir á skotskónum í 29. og næst síðustu umferð norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld. Hólmar Örn Eyjólfsson var í byrjunarliði Noregsmeistara Rosenborg sem virðast vera hættir að spila vörn eftir að liðið tryggði sér titilinn. Það fékk á sig þrjú mörk í síðustu umferð og þrjú mörk í kvöld á heimavelli gegn Haugesund, en Matthías bjargaði meisturunum með sigurmarki á 83. mínútu, 4-3, eftir að koma inn á sem varamaður aðeins tveimur mínútum áður. Rosenborg er með tíu stiga forskot á toppi deildarinnar og fyrir löngu búið að tryggja sér Noregsmeistaratitilinn.Björn að skríða saman Björn Daníel Sverrisson missti af stærstum hluta tímabilsins hjá Viking Stavanger vegna meiðsla, en hann hefur komið ágætlega inn í liðið undir lok tímabilsins. Viking tapaði gegn Ole Gunnar Solskjær og lærisveinum í Molde á útivelli, 4-1. Heimamenn komust í 3-0 á fyrstu 55 mínútum leiksins áður en Björn Daníel minnkaði muninn með fallegu marki á 81. mínútu. Jón Daði Böðvarsson og Indriði Sigurðsson voru einnig í byrjunarliði norsku Víkinganna sem eru í fimmta sæti deildarinnar með 50 stig.Árni í stuði Árni Vilhjálmsson er heldur betur að minna á sig undir lok tímabilsins með Lilleström eftir að hafa verið meiddur stóran hluta þess. Eftir að skora í síðustu tveimur leikjum lagði hann upp mark fyrir Freddy Friday í 3-1 sigri Lilleström á Sarpsborg í kvöld. Finnur Orri Margeirsson var kominn aftur í byrjunarlið Lilleström sem siglir lygnan sjó í áttunda sæti deildarinnar með 44 stig á fyrstu leiktíð Rúnars Kristjánssonar sem þjálfari liðsins.Aron Elís hetjan Aron Elís Þrándarson var hetja Álasunds, en hann tryggði sínu liði sætan sigur á útivelli gegn Mjöndalen, 2-1, með marki á 94. mínútu. Mjöndalen hafði jafnað leikinn á fyrstu mínútu í uppbótartíma. Þetta er fimmta mark Arons Elís í 16 leikjum í deildinni en hann er að spila sitt fyrsta tímabil í atvinnumennsku. Álasund er með 38 stig í níunda sæti deildarinnar þegar ein umferð er eftir, en markið gerði Guðmundi Kristjánssyni og félögum hans í Start mikinn greiða.Einn séns enn Eina Íslendingaliðið sem er í vandræðum er nefnilega start Start, en þar á bæ hefur ekkert gengið síðan Matthías Vilhjálmsson hvarf á braut um mitt tímabil og samdi við meistara Rosenborg. Guðmundur Kristjánsson var ekki í leikmannahópi Start í kvöld sem tapaði fyrir Stabæk, 3-2, á útivelli. Á sama tíma vann Tromsö sigur á Bodö/Glimt, 3-1, og hélt sæti sínu í deildinni. Guðmundur og félagar eru í umspilssætinu með eins stigs forskot á Mjöndalen fyrir lokaumferðina þökk sé Aroni Elís. Annað liðið mun falla og hitt þarf að bjarga sæti sínu í einvígi heima og að heiman gegn liði úr B-deildinni. Mjöndalen heimsækir Viking í lokaumferðinni en Start fær Molde í heimsókn.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Sjá meira