Á kjörskrá voru 672 einstaklingar og neyttu 634 atkvæðisréttar síns. Já sögðu 308 eða 48,58%, nei sögðu 315 eða 49,68%. Auðir seðlar voru 11 eða 1,74%
Sjá einnig: Klofningur í röðum lögreglu
Ljóst er því að samningurinn var ekki felldur með tilskyldum meirihluta greiddra atkvæða og verður því, m.a. með vísun til niðurstöðu Félagsdóms í máli er varðar talningu og atkvæði í kosningu um kjarasamninga, að líta svo á að samkomulagið hafi verið samþykkt segir á heimasíðu Landssambands lögreglumanna.
Leitað var til lögmannsstofunnar Fortís sem komst að þessari niðurstöðu og er lögmaður BSRB sammála þessu áliti.
Nú hafa öll þrjú félögin, SFR, SFLÍ og LL samþykkt þá samninga sem skrifað var undir 28. október.
— Biggi lögga (@biggilogga) November 19, 2015