Stím-málið: Dómari bannaði spurningu um hvort lykilvitni hafi samið við sérstakan í fleiri málum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. nóvember 2015 11:16 Lárus Welding og Jóhannes Baldursson í dómsal. vísir/anton brink Reimar Pétursson, verjandi Jóhannesar Baldurssonar, spurði Svein Ingiberg Magnússon, lögreglumann sérstaks saksóknara, hvort að Magnús Pálmi Örnólfsson, lykilvitni í Stím-málinu, hefði samið við ákæruvaldið í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli Glitnis sem er til rannsóknar. Símon Sigvaldason, dómsformaður, bannaði hins vegar spurninguna. Magnús Pálmi var starfsmaður Glitnis og hafði réttarstöðu sakbornings í Stím-málinu þar til ákæra var gefin út en hann nýtur friðhelgi í málinu á grundvelli 5. greinar laga um sérstakan saksóknara. Magnús greindi frá því í vitnaleiðslum á þriðjudag að hann hefði haft frumkvæði að því að „leggja öll spilin á borðið“ sumarið 2011 varðandi kaup eins fagfjárfestasjóða Glitnis í ágúst 2008 á víkjandi skuldabréfi sem útgefið var af Stím. Þjarmaði að lögreglumanninumSaga Capital seldi sjóðnum bréfið en framburður Magnúsar gekk í megindráttum út á það að hann hefði alls ekki viljað kaupa skuldabréfið. Yfirmaður hans, Jóhannes Baldursson, sem ákærður er fyrir kaupin þrýsti hins vegar mjög á um það, að sögn Magnúsar. Það er ekki ofsögum sagt að verjandi Jóhannesar hafi þjarmað að lögreglumanninum í dómsal í dag. Sveinn Ingiberg, ásamt tveimur öðrum rannsakendum átti fund með Magnúsi og verjanda hans í kjölfar þess að verjandinn hafði samband við Ólaf Þór Hauksson, sérstakan saksókara, þar sem kom fram að Magnús vildi komast undir 5. grein laga um sérstakan. Reimar spurði Svein hver hefði verið afstaða rannsakenda eftir þann fund. „Afstaða okkar eftir fundinn þar sem hann sagðist vilja leggja öll spilin á borðið og afstaða okkar var sú að mæla með því að hann fengi þessa ívilnun [friðhelgi gegn ákæru],“ sagði Sveinn.Lögðu mat á trúverðugleika framburðarinsÞað var svo ríkissaksóknari sem lagði mat á það hvort Magnús fengi slíka ívilnun. Reimar spurði svo Svein hvort að rannsakendur hafi framkvæmt einhverja rannsókn á því hvot hann gæti haft einhverjar aðrar ástæður en „sannleiksástina“ þegar hann lagði spilin á borðið. „Nei, í sjálfu sér ekki. Það var bara lagt mat á þennan framburð í samræmi við önnur gögn málsins og trúverðuleika framburðarins. En nei, það voru ekki dýpri pælingar en það,“ sagði Sveinn. Stuttu síðar var lögreglumaðurinn spurður að því hvort að Magnús Pálmi hefði gert sambærilegan samning við sérstakan saksóknara vegna markaðsmisnotkunarmáls Glitnis. Magnús er með stöðu sakbornings í því máli líkt og hann hafði í Stím-málinu. „Þarf ég að tjá mig um þetta?“ spurði Sveinn þá dómarann.Krafðist úrskurðar um spurningunaReimar sagði þá að það væri augljóst að við úrlausn Stím-málsins myndi að einhverju leyti reyna á það hversu mikla hagsmuni Magnús Pálmi hefði af samningi sínum við ákæruvaldið. Ef það lægi fyrir að hann hefði gert annan samning við sérstakan sýndi það enn aukna hagsmuni vitnisins. Dómsformaðurinn leyfði þá lögreglumannninum að svara. „Þessi samningur sem gerður var laut að rannsókn þessa máls [Stím]. [...] Magnús Pálmi er sakborningur í þessu máli og það reynir ekki á 5. greinina fyrr en búið er að gefa út ákæru,“ sagði Sveinn en ekki er búið að gefa út ákæru í markaðsmisnotkunarmálinu. Reimar ítrekaði þá spurningu sína um hvort samsvarandi samningur væri við Magnús í því máli og gerði saksóknari þá athugasemd við það. Dómarar réðu þá ráðum sínum og ákváðu svo að heimila ekki spurninguna. Verjandinn var ósáttur við það og óskaði eftir því að fært yrði til bókar að Jóhannes Baldursson teldi sig eiga rétt á svari við spurningunni. Þegar vitnaleiðslu yfir lögreglumanninum lauk kvaðst Reimar svo óska eftir úrskurði um spurninguna. Mun dómurinn nýta hádegishléið til að fara yfir málið. Stím málið Tengdar fréttir Stím-málið: Einn sakborninga neitaði að gefa skýrslu fyrir dómi Jóhannes Baldursson var varla meira en mínútu í vitnastúkunni í dag. 16. nóvember 2015 21:59 Pálmi Haraldsson með réttarstöðu sakbornings: „Þú segir mér fréttir“ Kom fjárfestinum í opna skjöldu þegar honum var tilkynnt þetta í héraðsdómi í morgun. 19. nóvember 2015 10:02 Minnið brást vitnum í Stím-málinu Jón Ásgeir Jóhannesson og Þorsteinn Már Baldvinsson gáfu skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 18. nóvember 2015 15:00 Vitni í Stím-málinu: „Er þetta ekki 2008 í hnotskurn?“ Helga Hlín Hákonardóttir, sem var framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Sögu Capital, bar vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 11:20 „Þú verður bara að segja að ég hafi sagt þér að gera þetta“ Magnús Pálmi Örnólfsson, fyrrverandi starfsmaður Glitnis, er lykilvitni í Stím-málinu en hann breytti framburði sínum í yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara og veitti embættinu upplýsingar gegn því að hann nyti friðhelgi frá saksókn í málinu. 17. nóvember 2015 14:34 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Reimar Pétursson, verjandi Jóhannesar Baldurssonar, spurði Svein Ingiberg Magnússon, lögreglumann sérstaks saksóknara, hvort að Magnús Pálmi Örnólfsson, lykilvitni í Stím-málinu, hefði samið við ákæruvaldið í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli Glitnis sem er til rannsóknar. Símon Sigvaldason, dómsformaður, bannaði hins vegar spurninguna. Magnús Pálmi var starfsmaður Glitnis og hafði réttarstöðu sakbornings í Stím-málinu þar til ákæra var gefin út en hann nýtur friðhelgi í málinu á grundvelli 5. greinar laga um sérstakan saksóknara. Magnús greindi frá því í vitnaleiðslum á þriðjudag að hann hefði haft frumkvæði að því að „leggja öll spilin á borðið“ sumarið 2011 varðandi kaup eins fagfjárfestasjóða Glitnis í ágúst 2008 á víkjandi skuldabréfi sem útgefið var af Stím. Þjarmaði að lögreglumanninumSaga Capital seldi sjóðnum bréfið en framburður Magnúsar gekk í megindráttum út á það að hann hefði alls ekki viljað kaupa skuldabréfið. Yfirmaður hans, Jóhannes Baldursson, sem ákærður er fyrir kaupin þrýsti hins vegar mjög á um það, að sögn Magnúsar. Það er ekki ofsögum sagt að verjandi Jóhannesar hafi þjarmað að lögreglumanninum í dómsal í dag. Sveinn Ingiberg, ásamt tveimur öðrum rannsakendum átti fund með Magnúsi og verjanda hans í kjölfar þess að verjandinn hafði samband við Ólaf Þór Hauksson, sérstakan saksókara, þar sem kom fram að Magnús vildi komast undir 5. grein laga um sérstakan. Reimar spurði Svein hver hefði verið afstaða rannsakenda eftir þann fund. „Afstaða okkar eftir fundinn þar sem hann sagðist vilja leggja öll spilin á borðið og afstaða okkar var sú að mæla með því að hann fengi þessa ívilnun [friðhelgi gegn ákæru],“ sagði Sveinn.Lögðu mat á trúverðugleika framburðarinsÞað var svo ríkissaksóknari sem lagði mat á það hvort Magnús fengi slíka ívilnun. Reimar spurði svo Svein hvort að rannsakendur hafi framkvæmt einhverja rannsókn á því hvot hann gæti haft einhverjar aðrar ástæður en „sannleiksástina“ þegar hann lagði spilin á borðið. „Nei, í sjálfu sér ekki. Það var bara lagt mat á þennan framburð í samræmi við önnur gögn málsins og trúverðuleika framburðarins. En nei, það voru ekki dýpri pælingar en það,“ sagði Sveinn. Stuttu síðar var lögreglumaðurinn spurður að því hvort að Magnús Pálmi hefði gert sambærilegan samning við sérstakan saksóknara vegna markaðsmisnotkunarmáls Glitnis. Magnús er með stöðu sakbornings í því máli líkt og hann hafði í Stím-málinu. „Þarf ég að tjá mig um þetta?“ spurði Sveinn þá dómarann.Krafðist úrskurðar um spurningunaReimar sagði þá að það væri augljóst að við úrlausn Stím-málsins myndi að einhverju leyti reyna á það hversu mikla hagsmuni Magnús Pálmi hefði af samningi sínum við ákæruvaldið. Ef það lægi fyrir að hann hefði gert annan samning við sérstakan sýndi það enn aukna hagsmuni vitnisins. Dómsformaðurinn leyfði þá lögreglumannninum að svara. „Þessi samningur sem gerður var laut að rannsókn þessa máls [Stím]. [...] Magnús Pálmi er sakborningur í þessu máli og það reynir ekki á 5. greinina fyrr en búið er að gefa út ákæru,“ sagði Sveinn en ekki er búið að gefa út ákæru í markaðsmisnotkunarmálinu. Reimar ítrekaði þá spurningu sína um hvort samsvarandi samningur væri við Magnús í því máli og gerði saksóknari þá athugasemd við það. Dómarar réðu þá ráðum sínum og ákváðu svo að heimila ekki spurninguna. Verjandinn var ósáttur við það og óskaði eftir því að fært yrði til bókar að Jóhannes Baldursson teldi sig eiga rétt á svari við spurningunni. Þegar vitnaleiðslu yfir lögreglumanninum lauk kvaðst Reimar svo óska eftir úrskurði um spurninguna. Mun dómurinn nýta hádegishléið til að fara yfir málið.
Stím málið Tengdar fréttir Stím-málið: Einn sakborninga neitaði að gefa skýrslu fyrir dómi Jóhannes Baldursson var varla meira en mínútu í vitnastúkunni í dag. 16. nóvember 2015 21:59 Pálmi Haraldsson með réttarstöðu sakbornings: „Þú segir mér fréttir“ Kom fjárfestinum í opna skjöldu þegar honum var tilkynnt þetta í héraðsdómi í morgun. 19. nóvember 2015 10:02 Minnið brást vitnum í Stím-málinu Jón Ásgeir Jóhannesson og Þorsteinn Már Baldvinsson gáfu skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 18. nóvember 2015 15:00 Vitni í Stím-málinu: „Er þetta ekki 2008 í hnotskurn?“ Helga Hlín Hákonardóttir, sem var framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Sögu Capital, bar vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 11:20 „Þú verður bara að segja að ég hafi sagt þér að gera þetta“ Magnús Pálmi Örnólfsson, fyrrverandi starfsmaður Glitnis, er lykilvitni í Stím-málinu en hann breytti framburði sínum í yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara og veitti embættinu upplýsingar gegn því að hann nyti friðhelgi frá saksókn í málinu. 17. nóvember 2015 14:34 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Stím-málið: Einn sakborninga neitaði að gefa skýrslu fyrir dómi Jóhannes Baldursson var varla meira en mínútu í vitnastúkunni í dag. 16. nóvember 2015 21:59
Pálmi Haraldsson með réttarstöðu sakbornings: „Þú segir mér fréttir“ Kom fjárfestinum í opna skjöldu þegar honum var tilkynnt þetta í héraðsdómi í morgun. 19. nóvember 2015 10:02
Minnið brást vitnum í Stím-málinu Jón Ásgeir Jóhannesson og Þorsteinn Már Baldvinsson gáfu skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 18. nóvember 2015 15:00
Vitni í Stím-málinu: „Er þetta ekki 2008 í hnotskurn?“ Helga Hlín Hákonardóttir, sem var framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Sögu Capital, bar vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 11:20
„Þú verður bara að segja að ég hafi sagt þér að gera þetta“ Magnús Pálmi Örnólfsson, fyrrverandi starfsmaður Glitnis, er lykilvitni í Stím-málinu en hann breytti framburði sínum í yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara og veitti embættinu upplýsingar gegn því að hann nyti friðhelgi frá saksókn í málinu. 17. nóvember 2015 14:34