Pálmi Haraldsson með réttarstöðu sakbornings: „Þú segir mér fréttir“ Birgir Olgeirsson skrifar 19. nóvember 2015 10:02 Pálmi Haraldsson í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrra. Vísir/Daníel Aðalmeðferð í Stím-málinu var framhaldið í morgun og var kallaður til vitnaleiðslu fjárfestirinn Pálmi Haraldsson. Áður en vitnaleiðslurnar yfir Pálma hófust fór Símon Sigvaldason dómsformaður yfir réttindi Pálma í dómsal og tilkynnti honum um leið að samkvæmt upplýsingum sem hann byggi yfir væri Pálmi með réttarstöðu sakbornings í máli sem er til rannsóknar. Þessar upplýsingar komu Pálma í opna skjöldu sem svaraði á móti: „Þú segir mér fréttir.“ Málið er sótt af Hólmsteini Gauta Sigurðssyni fyrir embætti sérstaks saksóknara. Símon spurði Hólmstein hvort það væri rétt að Pálmi væri með réttarstöðu sakbornings og svaraði Hólmsteinn því að samkvæmt hans upplýsingum væri það rétt. Var þá Pálma tilkynnt að ef svör hans við spurningum saksóknara í Stím-málinu gætu mögulega varpað á hann sök í öðrum málum mætti hann neita að svara. Vísir hafði samband við Ólaf Þór Hauksson, sérstakan saksóknara, sem sagðist engar upplýsingar geta veitt um málið. Svipuð atburðarás átti sér stað í í gær þegar vitnaleiðslur yfir Þorsteini Má Baldvinssyni fóru fram í Stím-málinu. Þá var Þorsteini Má tilkynnt að hann væri með réttarstöðu sakbornings í öðru máli tengt rannsókn embættis sérstaks saksóknara. Sjá hér. Í Stím-málinu eru Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, ákærður ásamt þeim Jóhannesi Baldurssyni, einum stjórnenda bankans, og Þorvaldi Lúðvík Sigurjónssyni, fyrrverandi forstjóri Saga Capital, fyrir lánveitingar Glitnis til hlutabréfakaupa í Glitni og FLGroup. Mennirnir neita allir sök. Forsaga málsins er sú að félagið Stím fékk tæplega 20 milljarða króna að láni frá Glitni til að kaupa hlutabréf í Glitni og FLGroup í nóvember árið 2007. Seljandi bréfanna var Glitnir en um var að ræða rúmlega 4 prósenta hlut í hvoru tilfelli. Veðin fyrir láni Stíms voru í hlutabréfunum í FLGroup. Stím málið Tengdar fréttir Vitni ákæruvaldsins vann matsgerðir fyrir Lárus Welding Vitnaleiðslur í Stím-málinu fóru fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 18. nóvember 2015 17:36 Þótti Stím óþægilega mikið skuldsett félag strax í upphafi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Sögu Capital og einn sakborninga í Stím-málinu, gaf skýrslu fyrir héraðsdómi í gær og í dag. 17. nóvember 2015 10:30 Minnið brást vitnum í Stím-málinu Jón Ásgeir Jóhannesson og Þorsteinn Már Baldvinsson gáfu skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 18. nóvember 2015 15:00 Vitni í Stím-málinu neitaði alfarið að tjá sig fyrir dómi Elmar Svavarsson, sem var verðbréfamiðlari í Glitni fyrir hrun, var kallaður til sem vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 09:55 Sagði Stím-kaupin vera óverjandi Magnús Pálmi Örnólfsson, fyrrverandi starfsmaður Glitnis, segist hafa haft frumkvæði að því að hann nýtur friðhelgi í Stím-málinu hvað varðar saksókn. Þetta kom fram í vitnaleiðslum yfir honum í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 18. nóvember 2015 07:00 Vitni í Stím-málinu: „Er þetta ekki 2008 í hnotskurn?“ Helga Hlín Hákonardóttir, sem var framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Sögu Capital, bar vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 11:20 Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Sjá meira
Aðalmeðferð í Stím-málinu var framhaldið í morgun og var kallaður til vitnaleiðslu fjárfestirinn Pálmi Haraldsson. Áður en vitnaleiðslurnar yfir Pálma hófust fór Símon Sigvaldason dómsformaður yfir réttindi Pálma í dómsal og tilkynnti honum um leið að samkvæmt upplýsingum sem hann byggi yfir væri Pálmi með réttarstöðu sakbornings í máli sem er til rannsóknar. Þessar upplýsingar komu Pálma í opna skjöldu sem svaraði á móti: „Þú segir mér fréttir.“ Málið er sótt af Hólmsteini Gauta Sigurðssyni fyrir embætti sérstaks saksóknara. Símon spurði Hólmstein hvort það væri rétt að Pálmi væri með réttarstöðu sakbornings og svaraði Hólmsteinn því að samkvæmt hans upplýsingum væri það rétt. Var þá Pálma tilkynnt að ef svör hans við spurningum saksóknara í Stím-málinu gætu mögulega varpað á hann sök í öðrum málum mætti hann neita að svara. Vísir hafði samband við Ólaf Þór Hauksson, sérstakan saksóknara, sem sagðist engar upplýsingar geta veitt um málið. Svipuð atburðarás átti sér stað í í gær þegar vitnaleiðslur yfir Þorsteini Má Baldvinssyni fóru fram í Stím-málinu. Þá var Þorsteini Má tilkynnt að hann væri með réttarstöðu sakbornings í öðru máli tengt rannsókn embættis sérstaks saksóknara. Sjá hér. Í Stím-málinu eru Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, ákærður ásamt þeim Jóhannesi Baldurssyni, einum stjórnenda bankans, og Þorvaldi Lúðvík Sigurjónssyni, fyrrverandi forstjóri Saga Capital, fyrir lánveitingar Glitnis til hlutabréfakaupa í Glitni og FLGroup. Mennirnir neita allir sök. Forsaga málsins er sú að félagið Stím fékk tæplega 20 milljarða króna að láni frá Glitni til að kaupa hlutabréf í Glitni og FLGroup í nóvember árið 2007. Seljandi bréfanna var Glitnir en um var að ræða rúmlega 4 prósenta hlut í hvoru tilfelli. Veðin fyrir láni Stíms voru í hlutabréfunum í FLGroup.
Stím málið Tengdar fréttir Vitni ákæruvaldsins vann matsgerðir fyrir Lárus Welding Vitnaleiðslur í Stím-málinu fóru fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 18. nóvember 2015 17:36 Þótti Stím óþægilega mikið skuldsett félag strax í upphafi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Sögu Capital og einn sakborninga í Stím-málinu, gaf skýrslu fyrir héraðsdómi í gær og í dag. 17. nóvember 2015 10:30 Minnið brást vitnum í Stím-málinu Jón Ásgeir Jóhannesson og Þorsteinn Már Baldvinsson gáfu skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 18. nóvember 2015 15:00 Vitni í Stím-málinu neitaði alfarið að tjá sig fyrir dómi Elmar Svavarsson, sem var verðbréfamiðlari í Glitni fyrir hrun, var kallaður til sem vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 09:55 Sagði Stím-kaupin vera óverjandi Magnús Pálmi Örnólfsson, fyrrverandi starfsmaður Glitnis, segist hafa haft frumkvæði að því að hann nýtur friðhelgi í Stím-málinu hvað varðar saksókn. Þetta kom fram í vitnaleiðslum yfir honum í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 18. nóvember 2015 07:00 Vitni í Stím-málinu: „Er þetta ekki 2008 í hnotskurn?“ Helga Hlín Hákonardóttir, sem var framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Sögu Capital, bar vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 11:20 Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Sjá meira
Vitni ákæruvaldsins vann matsgerðir fyrir Lárus Welding Vitnaleiðslur í Stím-málinu fóru fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 18. nóvember 2015 17:36
Þótti Stím óþægilega mikið skuldsett félag strax í upphafi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Sögu Capital og einn sakborninga í Stím-málinu, gaf skýrslu fyrir héraðsdómi í gær og í dag. 17. nóvember 2015 10:30
Minnið brást vitnum í Stím-málinu Jón Ásgeir Jóhannesson og Þorsteinn Már Baldvinsson gáfu skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 18. nóvember 2015 15:00
Vitni í Stím-málinu neitaði alfarið að tjá sig fyrir dómi Elmar Svavarsson, sem var verðbréfamiðlari í Glitni fyrir hrun, var kallaður til sem vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 09:55
Sagði Stím-kaupin vera óverjandi Magnús Pálmi Örnólfsson, fyrrverandi starfsmaður Glitnis, segist hafa haft frumkvæði að því að hann nýtur friðhelgi í Stím-málinu hvað varðar saksókn. Þetta kom fram í vitnaleiðslum yfir honum í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 18. nóvember 2015 07:00
Vitni í Stím-málinu: „Er þetta ekki 2008 í hnotskurn?“ Helga Hlín Hákonardóttir, sem var framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Sögu Capital, bar vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 11:20
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent