Átta Íslendingar keppa á Evrópumótinu í MMA Pétur Marinó Jónsson skrifar 19. nóvember 2015 07:45 Evrópumeistaramót áhugamanna í MMA fer fram þessa dagana í Birmingham. Átta Íslendingar keppa á mótinu sem hefst í dag. Mótið er haldið af International MMA Federation, IMMAF, en samtökin eru í samstarfi við UFC. Íslendingarnir koma öll úr Mjölni en þetta eru þau Bjarki Þór Pálsson, Bjarki Ómarsson, Hrólfur Ólafsson, Inga Birna Ársælsdóttir, Sunna Rannveig Davíðsdóttir, Egill Øydvin Hjördísarson, Bjartur Guðlaugsson og Pétur Jóhannes Óskarsson. Keppendurnir hafa lagt gríðarlega á sig í undirbúningi fyrir keppnina en mótið er með útsláttarfyrirkomulagi. Keppendur geta átt von á því að berjast nokkra bardaga á þessum dögum komist þeir áfram.Jón Viðar Arnþórsson, forseti Mjölnis, er með í för. „Þetta mót er aðeins öðruvísi en flest önnur mót sem við höfum farið á þar sem menn geta fengið allt upp í fjóra jafnvel fimm bardaga á þessum fjórum dögum. Þetta verður gríðarleg reynsla, og góð reynsla, fyrir liðið okkar. Og að sjálfsögðu ætlum við að slátra þessu móti,“ segir Jón Viðar. Eins og áður segir er IMMAF í samstarfi við UFC og verða bardagarnir sýndir á Fight Pass rás UFC eftir að keppninni lýkur. „Þetta er stórt mót og það er mjög flott umgjörð í kringum þetta. Við hlökkum til að taka þátt í þessu og munum vera dugleg að láta vita af úrslitum um leið og þau gerast á Snapchat undir mjolnirmma og á Facebook.“ Hér að ofan má sjá stutt viðtöl við keppendur þar sem þau tala um mótið, hópinn og reynsluna sem er framundan. MMA Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Evrópumeistaramót áhugamanna í MMA fer fram þessa dagana í Birmingham. Átta Íslendingar keppa á mótinu sem hefst í dag. Mótið er haldið af International MMA Federation, IMMAF, en samtökin eru í samstarfi við UFC. Íslendingarnir koma öll úr Mjölni en þetta eru þau Bjarki Þór Pálsson, Bjarki Ómarsson, Hrólfur Ólafsson, Inga Birna Ársælsdóttir, Sunna Rannveig Davíðsdóttir, Egill Øydvin Hjördísarson, Bjartur Guðlaugsson og Pétur Jóhannes Óskarsson. Keppendurnir hafa lagt gríðarlega á sig í undirbúningi fyrir keppnina en mótið er með útsláttarfyrirkomulagi. Keppendur geta átt von á því að berjast nokkra bardaga á þessum dögum komist þeir áfram.Jón Viðar Arnþórsson, forseti Mjölnis, er með í för. „Þetta mót er aðeins öðruvísi en flest önnur mót sem við höfum farið á þar sem menn geta fengið allt upp í fjóra jafnvel fimm bardaga á þessum fjórum dögum. Þetta verður gríðarleg reynsla, og góð reynsla, fyrir liðið okkar. Og að sjálfsögðu ætlum við að slátra þessu móti,“ segir Jón Viðar. Eins og áður segir er IMMAF í samstarfi við UFC og verða bardagarnir sýndir á Fight Pass rás UFC eftir að keppninni lýkur. „Þetta er stórt mót og það er mjög flott umgjörð í kringum þetta. Við hlökkum til að taka þátt í þessu og munum vera dugleg að láta vita af úrslitum um leið og þau gerast á Snapchat undir mjolnirmma og á Facebook.“ Hér að ofan má sjá stutt viðtöl við keppendur þar sem þau tala um mótið, hópinn og reynsluna sem er framundan.
MMA Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira