Minnið brást vitnum í Stím-málinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. nóvember 2015 15:00 Jón Ásgeir Jóhannesson og Þorsteinn Már Baldvinsson eru á meðal vitna í Stím-málinu. vísir/valli/gva Mikill fjöldi vitna er kallaður til í Stím-málinu en aðalmeðferð þess fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. Á meðal þeirra sem hafa gefið skýrslu í dag eru Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, og Jón Ásgeir Jóhannesson sem var stjórnarformaður FL Group, stærsta eiganda Glitnis. Í málinu er fyrrverandi forstjóri Glitnis, Lárus Welding, ákærður fyrir umboðssvik vegna 20 milljarða króna láns bankans til Stím en peningurinn var notaður til að kaupa hlutabréf af Glitni í bankanum sjálfum og FL Group. Lánið var veitt í nóvember 2007. Auk Lárusar eru þeir Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis, og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Sögu Capital, ákærðir vegna kaupa og sölu á skuldabréfi sem útgefið var af Stím í ágúst 2008.Ekki boðið að vera kjölfestufjárfestirBæði Þorsteinn og Jón Ásgeir gáfu símaskýrslu. Þorsteinn var spurður út í það hvort að Samherja hafi verið boðið að taka þátt í stofnun Stím og vera svokallaður kjölfestufjárfestir. Þorsteinn sagði orðið „kjölfestufjárfestir“ vera rangt en það væri hins vegar ljóst að Samherja hafi verið gefinn kostur á að taka þátt í þessari fjárfestingunni. Þorsteinn mundi hins vegar ekki hver það var sem hafði samband við hann vegna málsins og skömmu síðar sagði hann spurningar saksóknara „fráleitar“ þar sem hann væri að spyrja um hluti sem hefðu gerst fyrir átta til níu árum síðan. Hann gat þó svarað þeirri spurningu frá verjanda að ekki hefðu verið aðrar forsendur en viðskiptalegar að baki því tilboði sem Samherji fékk á sínum tíma varðandi þátttöku í Stím. Man ekki hvort hann var stjórnarformaður FL GroupJón Ásgeir gaf svo skýrslu og var fyrst spurður að því hvort að hann hafi verið stjórnarformaður í FL Group í nóvember 2007. Kvaðst Jón Ásgeir ekki muna það en sagði vissulega rétt að á þessum tíma hafi FL Group verið stærsti eigandi Glitnis. Þess má þó geta í þessu samhengi að Jón Ásgeir var stjórnarformaður FL Group frá júní 2007 og þar til í júní 2008. Aðspurður sagðist Jón Ásgeir ekki hafa haft neina aðkomu að Stím-viðskiptunum og kvaðst ekki muna eftir því að hafa verið í því að finna hluthafa inn í Stím. Þá var Jón Ásgeir spurður að því hvort hann hafi verið í samskiptum við Lárus Welding á þessum tíma og svaraði:„Ekki man ég eftir því, nei.“ Stím málið Tengdar fréttir Stím-málið: Einn sakborninga neitaði að gefa skýrslu fyrir dómi Jóhannes Baldursson var varla meira en mínútu í vitnastúkunni í dag. 16. nóvember 2015 21:59 „Ef ég væri Lalli liði mér djöfulli illa með mína stærstu hluthafa í svona skítamálum“ Fyrrverandi forstjóri Sögu Capital skildi það sem svo að Hannes Smárason hafi verið búinn að panta hlutabréf í FL Group og Glitni en síðan "gengið úr skaftinu vegna fjárhagsörðugleika.“ Þess vegna hafi verið stofnað til Stím-viðskiptanna. 17. nóvember 2015 12:00 Þorsteinn Már með réttarstöðu sakbornings Dómari í Stím-málinu tilkynnti þetta í Héraðsdómi Reykjavíkur. 18. nóvember 2015 14:04 Vitni í Stím-málinu neitaði alfarið að tjá sig fyrir dómi Elmar Svavarsson, sem var verðbréfamiðlari í Glitni fyrir hrun, var kallaður til sem vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 09:55 Vitni í Stím-málinu: „Er þetta ekki 2008 í hnotskurn?“ Helga Hlín Hákonardóttir, sem var framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Sögu Capital, bar vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 11:20 Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Sjá meira
Mikill fjöldi vitna er kallaður til í Stím-málinu en aðalmeðferð þess fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. Á meðal þeirra sem hafa gefið skýrslu í dag eru Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, og Jón Ásgeir Jóhannesson sem var stjórnarformaður FL Group, stærsta eiganda Glitnis. Í málinu er fyrrverandi forstjóri Glitnis, Lárus Welding, ákærður fyrir umboðssvik vegna 20 milljarða króna láns bankans til Stím en peningurinn var notaður til að kaupa hlutabréf af Glitni í bankanum sjálfum og FL Group. Lánið var veitt í nóvember 2007. Auk Lárusar eru þeir Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis, og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Sögu Capital, ákærðir vegna kaupa og sölu á skuldabréfi sem útgefið var af Stím í ágúst 2008.Ekki boðið að vera kjölfestufjárfestirBæði Þorsteinn og Jón Ásgeir gáfu símaskýrslu. Þorsteinn var spurður út í það hvort að Samherja hafi verið boðið að taka þátt í stofnun Stím og vera svokallaður kjölfestufjárfestir. Þorsteinn sagði orðið „kjölfestufjárfestir“ vera rangt en það væri hins vegar ljóst að Samherja hafi verið gefinn kostur á að taka þátt í þessari fjárfestingunni. Þorsteinn mundi hins vegar ekki hver það var sem hafði samband við hann vegna málsins og skömmu síðar sagði hann spurningar saksóknara „fráleitar“ þar sem hann væri að spyrja um hluti sem hefðu gerst fyrir átta til níu árum síðan. Hann gat þó svarað þeirri spurningu frá verjanda að ekki hefðu verið aðrar forsendur en viðskiptalegar að baki því tilboði sem Samherji fékk á sínum tíma varðandi þátttöku í Stím. Man ekki hvort hann var stjórnarformaður FL GroupJón Ásgeir gaf svo skýrslu og var fyrst spurður að því hvort að hann hafi verið stjórnarformaður í FL Group í nóvember 2007. Kvaðst Jón Ásgeir ekki muna það en sagði vissulega rétt að á þessum tíma hafi FL Group verið stærsti eigandi Glitnis. Þess má þó geta í þessu samhengi að Jón Ásgeir var stjórnarformaður FL Group frá júní 2007 og þar til í júní 2008. Aðspurður sagðist Jón Ásgeir ekki hafa haft neina aðkomu að Stím-viðskiptunum og kvaðst ekki muna eftir því að hafa verið í því að finna hluthafa inn í Stím. Þá var Jón Ásgeir spurður að því hvort hann hafi verið í samskiptum við Lárus Welding á þessum tíma og svaraði:„Ekki man ég eftir því, nei.“
Stím málið Tengdar fréttir Stím-málið: Einn sakborninga neitaði að gefa skýrslu fyrir dómi Jóhannes Baldursson var varla meira en mínútu í vitnastúkunni í dag. 16. nóvember 2015 21:59 „Ef ég væri Lalli liði mér djöfulli illa með mína stærstu hluthafa í svona skítamálum“ Fyrrverandi forstjóri Sögu Capital skildi það sem svo að Hannes Smárason hafi verið búinn að panta hlutabréf í FL Group og Glitni en síðan "gengið úr skaftinu vegna fjárhagsörðugleika.“ Þess vegna hafi verið stofnað til Stím-viðskiptanna. 17. nóvember 2015 12:00 Þorsteinn Már með réttarstöðu sakbornings Dómari í Stím-málinu tilkynnti þetta í Héraðsdómi Reykjavíkur. 18. nóvember 2015 14:04 Vitni í Stím-málinu neitaði alfarið að tjá sig fyrir dómi Elmar Svavarsson, sem var verðbréfamiðlari í Glitni fyrir hrun, var kallaður til sem vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 09:55 Vitni í Stím-málinu: „Er þetta ekki 2008 í hnotskurn?“ Helga Hlín Hákonardóttir, sem var framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Sögu Capital, bar vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 11:20 Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Sjá meira
Stím-málið: Einn sakborninga neitaði að gefa skýrslu fyrir dómi Jóhannes Baldursson var varla meira en mínútu í vitnastúkunni í dag. 16. nóvember 2015 21:59
„Ef ég væri Lalli liði mér djöfulli illa með mína stærstu hluthafa í svona skítamálum“ Fyrrverandi forstjóri Sögu Capital skildi það sem svo að Hannes Smárason hafi verið búinn að panta hlutabréf í FL Group og Glitni en síðan "gengið úr skaftinu vegna fjárhagsörðugleika.“ Þess vegna hafi verið stofnað til Stím-viðskiptanna. 17. nóvember 2015 12:00
Þorsteinn Már með réttarstöðu sakbornings Dómari í Stím-málinu tilkynnti þetta í Héraðsdómi Reykjavíkur. 18. nóvember 2015 14:04
Vitni í Stím-málinu neitaði alfarið að tjá sig fyrir dómi Elmar Svavarsson, sem var verðbréfamiðlari í Glitni fyrir hrun, var kallaður til sem vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 09:55
Vitni í Stím-málinu: „Er þetta ekki 2008 í hnotskurn?“ Helga Hlín Hákonardóttir, sem var framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Sögu Capital, bar vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 11:20