Minnið brást vitnum í Stím-málinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. nóvember 2015 15:00 Jón Ásgeir Jóhannesson og Þorsteinn Már Baldvinsson eru á meðal vitna í Stím-málinu. vísir/valli/gva Mikill fjöldi vitna er kallaður til í Stím-málinu en aðalmeðferð þess fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. Á meðal þeirra sem hafa gefið skýrslu í dag eru Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, og Jón Ásgeir Jóhannesson sem var stjórnarformaður FL Group, stærsta eiganda Glitnis. Í málinu er fyrrverandi forstjóri Glitnis, Lárus Welding, ákærður fyrir umboðssvik vegna 20 milljarða króna láns bankans til Stím en peningurinn var notaður til að kaupa hlutabréf af Glitni í bankanum sjálfum og FL Group. Lánið var veitt í nóvember 2007. Auk Lárusar eru þeir Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis, og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Sögu Capital, ákærðir vegna kaupa og sölu á skuldabréfi sem útgefið var af Stím í ágúst 2008.Ekki boðið að vera kjölfestufjárfestirBæði Þorsteinn og Jón Ásgeir gáfu símaskýrslu. Þorsteinn var spurður út í það hvort að Samherja hafi verið boðið að taka þátt í stofnun Stím og vera svokallaður kjölfestufjárfestir. Þorsteinn sagði orðið „kjölfestufjárfestir“ vera rangt en það væri hins vegar ljóst að Samherja hafi verið gefinn kostur á að taka þátt í þessari fjárfestingunni. Þorsteinn mundi hins vegar ekki hver það var sem hafði samband við hann vegna málsins og skömmu síðar sagði hann spurningar saksóknara „fráleitar“ þar sem hann væri að spyrja um hluti sem hefðu gerst fyrir átta til níu árum síðan. Hann gat þó svarað þeirri spurningu frá verjanda að ekki hefðu verið aðrar forsendur en viðskiptalegar að baki því tilboði sem Samherji fékk á sínum tíma varðandi þátttöku í Stím. Man ekki hvort hann var stjórnarformaður FL GroupJón Ásgeir gaf svo skýrslu og var fyrst spurður að því hvort að hann hafi verið stjórnarformaður í FL Group í nóvember 2007. Kvaðst Jón Ásgeir ekki muna það en sagði vissulega rétt að á þessum tíma hafi FL Group verið stærsti eigandi Glitnis. Þess má þó geta í þessu samhengi að Jón Ásgeir var stjórnarformaður FL Group frá júní 2007 og þar til í júní 2008. Aðspurður sagðist Jón Ásgeir ekki hafa haft neina aðkomu að Stím-viðskiptunum og kvaðst ekki muna eftir því að hafa verið í því að finna hluthafa inn í Stím. Þá var Jón Ásgeir spurður að því hvort hann hafi verið í samskiptum við Lárus Welding á þessum tíma og svaraði:„Ekki man ég eftir því, nei.“ Stím málið Tengdar fréttir Stím-málið: Einn sakborninga neitaði að gefa skýrslu fyrir dómi Jóhannes Baldursson var varla meira en mínútu í vitnastúkunni í dag. 16. nóvember 2015 21:59 „Ef ég væri Lalli liði mér djöfulli illa með mína stærstu hluthafa í svona skítamálum“ Fyrrverandi forstjóri Sögu Capital skildi það sem svo að Hannes Smárason hafi verið búinn að panta hlutabréf í FL Group og Glitni en síðan "gengið úr skaftinu vegna fjárhagsörðugleika.“ Þess vegna hafi verið stofnað til Stím-viðskiptanna. 17. nóvember 2015 12:00 Þorsteinn Már með réttarstöðu sakbornings Dómari í Stím-málinu tilkynnti þetta í Héraðsdómi Reykjavíkur. 18. nóvember 2015 14:04 Vitni í Stím-málinu neitaði alfarið að tjá sig fyrir dómi Elmar Svavarsson, sem var verðbréfamiðlari í Glitni fyrir hrun, var kallaður til sem vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 09:55 Vitni í Stím-málinu: „Er þetta ekki 2008 í hnotskurn?“ Helga Hlín Hákonardóttir, sem var framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Sögu Capital, bar vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 11:20 Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Sjá meira
Mikill fjöldi vitna er kallaður til í Stím-málinu en aðalmeðferð þess fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. Á meðal þeirra sem hafa gefið skýrslu í dag eru Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, og Jón Ásgeir Jóhannesson sem var stjórnarformaður FL Group, stærsta eiganda Glitnis. Í málinu er fyrrverandi forstjóri Glitnis, Lárus Welding, ákærður fyrir umboðssvik vegna 20 milljarða króna láns bankans til Stím en peningurinn var notaður til að kaupa hlutabréf af Glitni í bankanum sjálfum og FL Group. Lánið var veitt í nóvember 2007. Auk Lárusar eru þeir Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis, og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Sögu Capital, ákærðir vegna kaupa og sölu á skuldabréfi sem útgefið var af Stím í ágúst 2008.Ekki boðið að vera kjölfestufjárfestirBæði Þorsteinn og Jón Ásgeir gáfu símaskýrslu. Þorsteinn var spurður út í það hvort að Samherja hafi verið boðið að taka þátt í stofnun Stím og vera svokallaður kjölfestufjárfestir. Þorsteinn sagði orðið „kjölfestufjárfestir“ vera rangt en það væri hins vegar ljóst að Samherja hafi verið gefinn kostur á að taka þátt í þessari fjárfestingunni. Þorsteinn mundi hins vegar ekki hver það var sem hafði samband við hann vegna málsins og skömmu síðar sagði hann spurningar saksóknara „fráleitar“ þar sem hann væri að spyrja um hluti sem hefðu gerst fyrir átta til níu árum síðan. Hann gat þó svarað þeirri spurningu frá verjanda að ekki hefðu verið aðrar forsendur en viðskiptalegar að baki því tilboði sem Samherji fékk á sínum tíma varðandi þátttöku í Stím. Man ekki hvort hann var stjórnarformaður FL GroupJón Ásgeir gaf svo skýrslu og var fyrst spurður að því hvort að hann hafi verið stjórnarformaður í FL Group í nóvember 2007. Kvaðst Jón Ásgeir ekki muna það en sagði vissulega rétt að á þessum tíma hafi FL Group verið stærsti eigandi Glitnis. Þess má þó geta í þessu samhengi að Jón Ásgeir var stjórnarformaður FL Group frá júní 2007 og þar til í júní 2008. Aðspurður sagðist Jón Ásgeir ekki hafa haft neina aðkomu að Stím-viðskiptunum og kvaðst ekki muna eftir því að hafa verið í því að finna hluthafa inn í Stím. Þá var Jón Ásgeir spurður að því hvort hann hafi verið í samskiptum við Lárus Welding á þessum tíma og svaraði:„Ekki man ég eftir því, nei.“
Stím málið Tengdar fréttir Stím-málið: Einn sakborninga neitaði að gefa skýrslu fyrir dómi Jóhannes Baldursson var varla meira en mínútu í vitnastúkunni í dag. 16. nóvember 2015 21:59 „Ef ég væri Lalli liði mér djöfulli illa með mína stærstu hluthafa í svona skítamálum“ Fyrrverandi forstjóri Sögu Capital skildi það sem svo að Hannes Smárason hafi verið búinn að panta hlutabréf í FL Group og Glitni en síðan "gengið úr skaftinu vegna fjárhagsörðugleika.“ Þess vegna hafi verið stofnað til Stím-viðskiptanna. 17. nóvember 2015 12:00 Þorsteinn Már með réttarstöðu sakbornings Dómari í Stím-málinu tilkynnti þetta í Héraðsdómi Reykjavíkur. 18. nóvember 2015 14:04 Vitni í Stím-málinu neitaði alfarið að tjá sig fyrir dómi Elmar Svavarsson, sem var verðbréfamiðlari í Glitni fyrir hrun, var kallaður til sem vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 09:55 Vitni í Stím-málinu: „Er þetta ekki 2008 í hnotskurn?“ Helga Hlín Hákonardóttir, sem var framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Sögu Capital, bar vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 11:20 Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Sjá meira
Stím-málið: Einn sakborninga neitaði að gefa skýrslu fyrir dómi Jóhannes Baldursson var varla meira en mínútu í vitnastúkunni í dag. 16. nóvember 2015 21:59
„Ef ég væri Lalli liði mér djöfulli illa með mína stærstu hluthafa í svona skítamálum“ Fyrrverandi forstjóri Sögu Capital skildi það sem svo að Hannes Smárason hafi verið búinn að panta hlutabréf í FL Group og Glitni en síðan "gengið úr skaftinu vegna fjárhagsörðugleika.“ Þess vegna hafi verið stofnað til Stím-viðskiptanna. 17. nóvember 2015 12:00
Þorsteinn Már með réttarstöðu sakbornings Dómari í Stím-málinu tilkynnti þetta í Héraðsdómi Reykjavíkur. 18. nóvember 2015 14:04
Vitni í Stím-málinu neitaði alfarið að tjá sig fyrir dómi Elmar Svavarsson, sem var verðbréfamiðlari í Glitni fyrir hrun, var kallaður til sem vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 09:55
Vitni í Stím-málinu: „Er þetta ekki 2008 í hnotskurn?“ Helga Hlín Hákonardóttir, sem var framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Sögu Capital, bar vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 11:20
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent