Repúblikanar vilja stöðva flutninga flóttamanna til Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 17. nóvember 2015 16:41 Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar bandaríska þingsins. Vísir/EPA Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríska þingsins, fór í dag fram á að flutningar flóttamanna til Bandaríkjanna yrðu stöðvaðir vegna árásanna í París. Hann sagði að þingið myndi kjósa um málið í næstu viku, en þingmenn flokksins vinna nú að frumvarpi um málið. Bandaríkin hafa tekið á móti færri en 2.200 flóttamönnum frá Sýrlandi frá 11. október 2011, en Barack Obama, forseti, vill taka á móti tíu þúsund til viðbótar. „Þjóð okkar hefur alltaf tekið fólki opnum örmum en við getum ekki leyft hryðjuverkamönnum að nýta sér það,“ sagði Ryan við blaðamenn í dag. „Allur er varinn góður.“ 27 ríkisstjórar Bandaríkjanna hafa nú útilokað að taka á móti flóttafólki. Mögulegt er að einn árásarmannanna í París hafi komið til Evrópu í gegnum Grikkland og þá meðal flóttamanna. Það hefur hins vegar ekki verið staðfest.Antonio Guterres, yfirmaður Flóttamannastofnunnar Sameinuðu þjóðanna.Vísir/EPAEkki sanngjarnt að flóttamenn gjaldi Antonio Guterres, yfirmaður Flóttamannastofnunnar Sameinuðu þjóðanna, sagði í dag að ekki væri rétt að flóttafólk myndi gjalda vegna árásanna. Hann fór fram á að ríki byggðu upp frekari leiðir svo flóttafólk ætti auðveldara með að sækja um hæli löglega. Þannig væri hægt að kanna bakgrunn þeirra betur. „Það voru ekki flóttamennirnir sem sköpuðu þessi hryðjuverk. Þess í stað voru það hryðjuverk, harðstjórn og stríð sem sköpuðu flóttamennina,“ sagði Guterres. Á hverjum degi fara fimm til sjö þúsund menn, konur og börn um Grikkland. Guterres sagði ósanngjarnt að kenna þeim öllum um þó að einn hryðjuverkamaður hefði mögulega verið meðal þeirra. Flóttamenn Hryðjuverk í París Mest lesið Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríska þingsins, fór í dag fram á að flutningar flóttamanna til Bandaríkjanna yrðu stöðvaðir vegna árásanna í París. Hann sagði að þingið myndi kjósa um málið í næstu viku, en þingmenn flokksins vinna nú að frumvarpi um málið. Bandaríkin hafa tekið á móti færri en 2.200 flóttamönnum frá Sýrlandi frá 11. október 2011, en Barack Obama, forseti, vill taka á móti tíu þúsund til viðbótar. „Þjóð okkar hefur alltaf tekið fólki opnum örmum en við getum ekki leyft hryðjuverkamönnum að nýta sér það,“ sagði Ryan við blaðamenn í dag. „Allur er varinn góður.“ 27 ríkisstjórar Bandaríkjanna hafa nú útilokað að taka á móti flóttafólki. Mögulegt er að einn árásarmannanna í París hafi komið til Evrópu í gegnum Grikkland og þá meðal flóttamanna. Það hefur hins vegar ekki verið staðfest.Antonio Guterres, yfirmaður Flóttamannastofnunnar Sameinuðu þjóðanna.Vísir/EPAEkki sanngjarnt að flóttamenn gjaldi Antonio Guterres, yfirmaður Flóttamannastofnunnar Sameinuðu þjóðanna, sagði í dag að ekki væri rétt að flóttafólk myndi gjalda vegna árásanna. Hann fór fram á að ríki byggðu upp frekari leiðir svo flóttafólk ætti auðveldara með að sækja um hæli löglega. Þannig væri hægt að kanna bakgrunn þeirra betur. „Það voru ekki flóttamennirnir sem sköpuðu þessi hryðjuverk. Þess í stað voru það hryðjuverk, harðstjórn og stríð sem sköpuðu flóttamennina,“ sagði Guterres. Á hverjum degi fara fimm til sjö þúsund menn, konur og börn um Grikkland. Guterres sagði ósanngjarnt að kenna þeim öllum um þó að einn hryðjuverkamaður hefði mögulega verið meðal þeirra.
Flóttamenn Hryðjuverk í París Mest lesið Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira