Árásirnar í París: Fjölga lögreglumönnum gífurlega Samúel Karl Ólason skrifar 17. nóvember 2015 10:04 Fjöldi hermanna er nú á götum úti í Frakklandi. Vísir/EPA Yfirvöld í Frakklandi hafa virkjað 115 þúsund lögreglumenn og hermenn eftir árásirnar í París á föstudaginn. Jean-Yves Le Drian, varnarmálaráðherra Frakklands, hefur farið fram á að Evrópusambandsríki komi Frakklandi til aðstoðar. Þá voru frekari loftárásir gerðar í Sýrlandi í nótt og auk þas var húsleit gerð á 128 híbýlum grunaðra íslamista. Í gær var gerð húsleit á rúmlega 160 stöðum þar sem 23 voru handteknir og hald var lagt á fjölmörg vopn og þar á meðal eldflaug og sjálfvirka árásarriffla.Sjá einnig: Árásirnar í París: Hollande segir ISIS vera heigla Gífurlega umfangsmikil leit stendur nú yfir í Frakklandi og í Belgíu að Belganum Salah Abdeslam, sem grunaður er um aðild að árásunum. Talið er að hann hafi flúið til Belgíu eftir að hafa komist í gegnum vegatálma í Frakklandi, en Belgar hafa hækkað viðbúnaðarstig sitt vegna leitarinnar.A Bruxelles, je viens d'invoquer à l'instant l'article 42.7 au nom de la France #UE pic.twitter.com/w1ygZ7KaPW— Jean-Yves Le Drian (@JY_LeDrian) November 17, 2015 Samkvæmt frétt BBC hefur verið hætt við leik Belga við Spán í knattspyrnu í dag. Le Drian birti tíst fyrr í morgun, þar sem hann sagðist hafa beitt reglu 42,7 úr Lissabonsáttmálanum á fundi í Brussel. Sú regla felur í sér að sé ráðist á eitt ríki ESB eigi hin ríkin að koma til aðstoðar. Samkvæmt frétt Guardian eru Frakkar að fara fram á frekari þátttöku í baráttunni gegn ISIS í Írak og Sýrlandi. Frakkar hafa ekki beitt grein fimm í stofnsáttmála NATO sem felur í sér sambærilega aðstoða frá aðildarríkjum.The #ParisAttacks assailants: what we know https://t.co/UcCJd1i8uQ pic.twitter.com/GdBQPZhN8s— Agence France-Presse (@AFP) November 17, 2015 Hryðjuverk í París Mið-Austurlönd Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Yfirvöld í Frakklandi hafa virkjað 115 þúsund lögreglumenn og hermenn eftir árásirnar í París á föstudaginn. Jean-Yves Le Drian, varnarmálaráðherra Frakklands, hefur farið fram á að Evrópusambandsríki komi Frakklandi til aðstoðar. Þá voru frekari loftárásir gerðar í Sýrlandi í nótt og auk þas var húsleit gerð á 128 híbýlum grunaðra íslamista. Í gær var gerð húsleit á rúmlega 160 stöðum þar sem 23 voru handteknir og hald var lagt á fjölmörg vopn og þar á meðal eldflaug og sjálfvirka árásarriffla.Sjá einnig: Árásirnar í París: Hollande segir ISIS vera heigla Gífurlega umfangsmikil leit stendur nú yfir í Frakklandi og í Belgíu að Belganum Salah Abdeslam, sem grunaður er um aðild að árásunum. Talið er að hann hafi flúið til Belgíu eftir að hafa komist í gegnum vegatálma í Frakklandi, en Belgar hafa hækkað viðbúnaðarstig sitt vegna leitarinnar.A Bruxelles, je viens d'invoquer à l'instant l'article 42.7 au nom de la France #UE pic.twitter.com/w1ygZ7KaPW— Jean-Yves Le Drian (@JY_LeDrian) November 17, 2015 Samkvæmt frétt BBC hefur verið hætt við leik Belga við Spán í knattspyrnu í dag. Le Drian birti tíst fyrr í morgun, þar sem hann sagðist hafa beitt reglu 42,7 úr Lissabonsáttmálanum á fundi í Brussel. Sú regla felur í sér að sé ráðist á eitt ríki ESB eigi hin ríkin að koma til aðstoðar. Samkvæmt frétt Guardian eru Frakkar að fara fram á frekari þátttöku í baráttunni gegn ISIS í Írak og Sýrlandi. Frakkar hafa ekki beitt grein fimm í stofnsáttmála NATO sem felur í sér sambærilega aðstoða frá aðildarríkjum.The #ParisAttacks assailants: what we know https://t.co/UcCJd1i8uQ pic.twitter.com/GdBQPZhN8s— Agence France-Presse (@AFP) November 17, 2015
Hryðjuverk í París Mið-Austurlönd Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira