Fjölmargar aðgerðir lögreglu í Frakklandi Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2015 08:34 Lögreglan í Frakklandi réðst til atlögu gegn öfgahópum á 150 stöðum víðsvegar um landið í nótt. Vísir/AFP Lögreglan í Frakklandi réðst til atlögu gegn öfgahópum á 150 stöðum víðsvegar um landið í nótt. Aðgerðirnar beindust gegn grunuðum íslamistum. Þetta sagði Manuel Valls, forsætisráðherra, í útvarpi nú í morgun. Hann varaði við frekari hryðjuverkaárásum á næstu dögum og vikum. Hann sagði einnig að lögregla og leyniþjónusta Frakklands hefði komið í veg fyrir nokkrar árásir frá því í sumar og að þeir hefðu vitað til þess að verið væri að skipuleggja árásir í Frakklandi og annarsstaðar í Evrópu.Salah Abdeslam, er grunaður um aðild að hryðjuverkunum í París á föstudagskvöld.Vísir/AFPÞá leitar franska lögreglan enn að Salah Abdeslam, en hann er grunaður um aðild að hryðjuverkunum í París á föstudagskvöld þar sem rúmlega 130 létust og mörg hundruð særðust. Í nótt voru gerðar húsleitir í borgunum Toulouse, Grenoble, Jeumont og í úthverfi Parísar, Bobigny. Margir munu hafa verið handteknir og fregnir herma að vopn hafi fundist í húsleitinni í Toulouse.AFP fréttaveitan segir frá því að lögreglan hafi lagt hald á „vopnabúr“ í Lyon. Þar fundust eldflaug, sjálfvirkir árásarrifflar, skotheld vesti, skammbyssur og fleira. Abdeslam er sagður einn þriggja bræðra sem allir eiga að hafa tekið þátt í ódæðisverkunum. Hann mun hafa verið stöðvaður af lögreglu skammt frá landamærunum að Belgíu ásamt tveimur öðrum, aðeins örfáum klukkustundum eftir árásina, en honum var sleppt eftir að hann sýndi skilríki. Hryðjuverk í París Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Nauðsynlegt að hefja viðræður leiddar af SÞ varðandi Sýrland Barack Obama og Vladimir Pútín ræddu saman áður en G20 fundurinn hófst í Ankara. 15. nóvember 2015 19:17 Frakkar ráðast á höfuðvígi Íslamska ríkisins Bandaríska alríkislögreglan mun aðstoða við rannsókn á hryðjuverkunum í París. Minnst 132 féllu og 350 særðust þegar vígamenn Íslamska ríkisins réðust á borgina á föstudagskvöld. Mannskæðasta árás í Evrópu síðan í Madríd 16. nóvember 2015 07:00 Fyrsti árásarmaðurinn í París nafngreindur Franskir fjölmiðlar greina frá því að sex fjölskyldumeðlimir hins 29 ára Omar Ismail Mostefai hafi nú verið handteknir. 15. nóvember 2015 09:14 Hryðjuverkin í París: Lögregla leitar enn mögulegs árásarmanns Saksóknari í Belgíu hefur staðfest að tveir árásarmannanna í París hafi verið Frakkar, búsettir í Brussel. 15. nóvember 2015 14:40 Frakkar vörpuðu tuttugu sprengjum á Sýrland Hollande Frakklandsforseti sagði hryðjuverkaárásirnar á París stríðsyfirlýsingu. 15. nóvember 2015 22:25 Félag múslima á Íslandi fordæmir árásirnar í París „Mannslíf er dýrmætt í Islam, hvert einasta líf er jafnt dýrmætt,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. 15. nóvember 2015 21:15 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Lögreglan í Frakklandi réðst til atlögu gegn öfgahópum á 150 stöðum víðsvegar um landið í nótt. Aðgerðirnar beindust gegn grunuðum íslamistum. Þetta sagði Manuel Valls, forsætisráðherra, í útvarpi nú í morgun. Hann varaði við frekari hryðjuverkaárásum á næstu dögum og vikum. Hann sagði einnig að lögregla og leyniþjónusta Frakklands hefði komið í veg fyrir nokkrar árásir frá því í sumar og að þeir hefðu vitað til þess að verið væri að skipuleggja árásir í Frakklandi og annarsstaðar í Evrópu.Salah Abdeslam, er grunaður um aðild að hryðjuverkunum í París á föstudagskvöld.Vísir/AFPÞá leitar franska lögreglan enn að Salah Abdeslam, en hann er grunaður um aðild að hryðjuverkunum í París á föstudagskvöld þar sem rúmlega 130 létust og mörg hundruð særðust. Í nótt voru gerðar húsleitir í borgunum Toulouse, Grenoble, Jeumont og í úthverfi Parísar, Bobigny. Margir munu hafa verið handteknir og fregnir herma að vopn hafi fundist í húsleitinni í Toulouse.AFP fréttaveitan segir frá því að lögreglan hafi lagt hald á „vopnabúr“ í Lyon. Þar fundust eldflaug, sjálfvirkir árásarrifflar, skotheld vesti, skammbyssur og fleira. Abdeslam er sagður einn þriggja bræðra sem allir eiga að hafa tekið þátt í ódæðisverkunum. Hann mun hafa verið stöðvaður af lögreglu skammt frá landamærunum að Belgíu ásamt tveimur öðrum, aðeins örfáum klukkustundum eftir árásina, en honum var sleppt eftir að hann sýndi skilríki.
Hryðjuverk í París Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Nauðsynlegt að hefja viðræður leiddar af SÞ varðandi Sýrland Barack Obama og Vladimir Pútín ræddu saman áður en G20 fundurinn hófst í Ankara. 15. nóvember 2015 19:17 Frakkar ráðast á höfuðvígi Íslamska ríkisins Bandaríska alríkislögreglan mun aðstoða við rannsókn á hryðjuverkunum í París. Minnst 132 féllu og 350 særðust þegar vígamenn Íslamska ríkisins réðust á borgina á föstudagskvöld. Mannskæðasta árás í Evrópu síðan í Madríd 16. nóvember 2015 07:00 Fyrsti árásarmaðurinn í París nafngreindur Franskir fjölmiðlar greina frá því að sex fjölskyldumeðlimir hins 29 ára Omar Ismail Mostefai hafi nú verið handteknir. 15. nóvember 2015 09:14 Hryðjuverkin í París: Lögregla leitar enn mögulegs árásarmanns Saksóknari í Belgíu hefur staðfest að tveir árásarmannanna í París hafi verið Frakkar, búsettir í Brussel. 15. nóvember 2015 14:40 Frakkar vörpuðu tuttugu sprengjum á Sýrland Hollande Frakklandsforseti sagði hryðjuverkaárásirnar á París stríðsyfirlýsingu. 15. nóvember 2015 22:25 Félag múslima á Íslandi fordæmir árásirnar í París „Mannslíf er dýrmætt í Islam, hvert einasta líf er jafnt dýrmætt,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. 15. nóvember 2015 21:15 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Nauðsynlegt að hefja viðræður leiddar af SÞ varðandi Sýrland Barack Obama og Vladimir Pútín ræddu saman áður en G20 fundurinn hófst í Ankara. 15. nóvember 2015 19:17
Frakkar ráðast á höfuðvígi Íslamska ríkisins Bandaríska alríkislögreglan mun aðstoða við rannsókn á hryðjuverkunum í París. Minnst 132 féllu og 350 særðust þegar vígamenn Íslamska ríkisins réðust á borgina á föstudagskvöld. Mannskæðasta árás í Evrópu síðan í Madríd 16. nóvember 2015 07:00
Fyrsti árásarmaðurinn í París nafngreindur Franskir fjölmiðlar greina frá því að sex fjölskyldumeðlimir hins 29 ára Omar Ismail Mostefai hafi nú verið handteknir. 15. nóvember 2015 09:14
Hryðjuverkin í París: Lögregla leitar enn mögulegs árásarmanns Saksóknari í Belgíu hefur staðfest að tveir árásarmannanna í París hafi verið Frakkar, búsettir í Brussel. 15. nóvember 2015 14:40
Frakkar vörpuðu tuttugu sprengjum á Sýrland Hollande Frakklandsforseti sagði hryðjuverkaárásirnar á París stríðsyfirlýsingu. 15. nóvember 2015 22:25
Félag múslima á Íslandi fordæmir árásirnar í París „Mannslíf er dýrmætt í Islam, hvert einasta líf er jafnt dýrmætt,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. 15. nóvember 2015 21:15