Búið að bera kennsl á 106 af þeim sem féllu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. nóvember 2015 23:55 Frá minningarathöfn fyrir framan Notre Dame kirkjuna í París. vísir/epa Búið er að bera kennsl á 106 af 129 fórnarlömbum hermdarverkanna í París síðastliðið föstudagskvöld. Meðal hinna föllnu eru lögmaður, plötuútgefandi, nemar, hönnuður og markaðsstjóri. Fjallað er um hina föllnu á Sky News. Í dag var gefið út að þrír í viðbót hefðu látist en síðar kom í ljós að þeir hefðu áður verið taldir með sem hluti af þeim 129 sem höfðu fallið. Enn liggja hátt í hundrað lífshættulega særðir eftir atburðina en 250 særðust til viðbótar. Einnig hefur verið lokið við að bera kennsl á þrjá af árásarmönnunum sem frömdu hermdarverkin í París síðastliðið föstudagskvöld. Þetta er meðal þess sem kemur fram á The Guardian.Salah Abdelslamvísir/epaLeit stendur nú yfir að Salah Abdeslam en hann er grunaður um aðild að árásunum. Salah er 26 ára og fæddur í Belgíu. Heimildir herma að hann hafi verið einn þeirra sem sá um að skipuleggja árásina og að hann hafi komið að gerð sprengnanna. Bróðir Salah, Ibrahim Abdeslam, var einn þeirra sem sprengdi sig í loft upp á föstudaginn í árásinni á Bataclan tónleikahúsið. Þriðji bróðirinn var einn af hinum sjö sem handteknir voru í Brussel grunaðir um aðild að árásinni. Nafn hans hefur enn ekki verið gefið upp. „Eiginkona hans vann ekki og þau áttu mjög unga dóttur en það var ekkert óeðlilegt við þau,“ segir fyrrverandi nágranni um Osmar Ismail Mostefai en hann sprengdi sig einnig í Bataclan. Hann var franskur en af alsírskum ættum. Hann var 29 ára gamall. Áður hafði verið sagt frá því að árásarmennirnir hefðu verið á aldrinum fimmtán til átján ára en það reyndist ekki rétt. Þriðji árásarmaðurinn sem búið er að bera kennsl á hét Bilal Hadfi og var tvítugur Belgi. Hann hafði áður ferðast til Sýrlands til að berjast með Íslamska ríkinu. Franskar herþotur hafa í dag flogið til Sýrlands til að varpa sprengjum á bækistöð ISIS þar í landi en minnst tuttugu sprengjur hafa verið látnar falla á borgina Raqqa. Hryðjuverk í París Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Lifði af blóðbaðið á Bataclan með því að þykjast vera látin Isobel Bowdery, suður-afrísk kona, lýsir því í smáatriðum á Facebook-síðu sinni hvernig hún komst lífs af frá árásunum á Bataclan í París 15. nóvember 2015 10:47 Nauðsynlegt að hefja viðræður leiddar af SÞ varðandi Sýrland Barack Obama og Vladimir Pútín ræddu saman áður en G20 fundurinn hófst í Ankara. 15. nóvember 2015 19:17 Hryðjuverkin í París: Lögregla leitar enn mögulegs árásarmanns Saksóknari í Belgíu hefur staðfest að tveir árásarmannanna í París hafi verið Frakkar, búsettir í Brussel. 15. nóvember 2015 14:40 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Búið er að bera kennsl á 106 af 129 fórnarlömbum hermdarverkanna í París síðastliðið föstudagskvöld. Meðal hinna föllnu eru lögmaður, plötuútgefandi, nemar, hönnuður og markaðsstjóri. Fjallað er um hina föllnu á Sky News. Í dag var gefið út að þrír í viðbót hefðu látist en síðar kom í ljós að þeir hefðu áður verið taldir með sem hluti af þeim 129 sem höfðu fallið. Enn liggja hátt í hundrað lífshættulega særðir eftir atburðina en 250 særðust til viðbótar. Einnig hefur verið lokið við að bera kennsl á þrjá af árásarmönnunum sem frömdu hermdarverkin í París síðastliðið föstudagskvöld. Þetta er meðal þess sem kemur fram á The Guardian.Salah Abdelslamvísir/epaLeit stendur nú yfir að Salah Abdeslam en hann er grunaður um aðild að árásunum. Salah er 26 ára og fæddur í Belgíu. Heimildir herma að hann hafi verið einn þeirra sem sá um að skipuleggja árásina og að hann hafi komið að gerð sprengnanna. Bróðir Salah, Ibrahim Abdeslam, var einn þeirra sem sprengdi sig í loft upp á föstudaginn í árásinni á Bataclan tónleikahúsið. Þriðji bróðirinn var einn af hinum sjö sem handteknir voru í Brussel grunaðir um aðild að árásinni. Nafn hans hefur enn ekki verið gefið upp. „Eiginkona hans vann ekki og þau áttu mjög unga dóttur en það var ekkert óeðlilegt við þau,“ segir fyrrverandi nágranni um Osmar Ismail Mostefai en hann sprengdi sig einnig í Bataclan. Hann var franskur en af alsírskum ættum. Hann var 29 ára gamall. Áður hafði verið sagt frá því að árásarmennirnir hefðu verið á aldrinum fimmtán til átján ára en það reyndist ekki rétt. Þriðji árásarmaðurinn sem búið er að bera kennsl á hét Bilal Hadfi og var tvítugur Belgi. Hann hafði áður ferðast til Sýrlands til að berjast með Íslamska ríkinu. Franskar herþotur hafa í dag flogið til Sýrlands til að varpa sprengjum á bækistöð ISIS þar í landi en minnst tuttugu sprengjur hafa verið látnar falla á borgina Raqqa.
Hryðjuverk í París Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Lifði af blóðbaðið á Bataclan með því að þykjast vera látin Isobel Bowdery, suður-afrísk kona, lýsir því í smáatriðum á Facebook-síðu sinni hvernig hún komst lífs af frá árásunum á Bataclan í París 15. nóvember 2015 10:47 Nauðsynlegt að hefja viðræður leiddar af SÞ varðandi Sýrland Barack Obama og Vladimir Pútín ræddu saman áður en G20 fundurinn hófst í Ankara. 15. nóvember 2015 19:17 Hryðjuverkin í París: Lögregla leitar enn mögulegs árásarmanns Saksóknari í Belgíu hefur staðfest að tveir árásarmannanna í París hafi verið Frakkar, búsettir í Brussel. 15. nóvember 2015 14:40 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Lifði af blóðbaðið á Bataclan með því að þykjast vera látin Isobel Bowdery, suður-afrísk kona, lýsir því í smáatriðum á Facebook-síðu sinni hvernig hún komst lífs af frá árásunum á Bataclan í París 15. nóvember 2015 10:47
Nauðsynlegt að hefja viðræður leiddar af SÞ varðandi Sýrland Barack Obama og Vladimir Pútín ræddu saman áður en G20 fundurinn hófst í Ankara. 15. nóvember 2015 19:17
Hryðjuverkin í París: Lögregla leitar enn mögulegs árásarmanns Saksóknari í Belgíu hefur staðfest að tveir árásarmannanna í París hafi verið Frakkar, búsettir í Brussel. 15. nóvember 2015 14:40