Búið að bera kennsl á 106 af þeim sem féllu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. nóvember 2015 23:55 Frá minningarathöfn fyrir framan Notre Dame kirkjuna í París. vísir/epa Búið er að bera kennsl á 106 af 129 fórnarlömbum hermdarverkanna í París síðastliðið föstudagskvöld. Meðal hinna föllnu eru lögmaður, plötuútgefandi, nemar, hönnuður og markaðsstjóri. Fjallað er um hina föllnu á Sky News. Í dag var gefið út að þrír í viðbót hefðu látist en síðar kom í ljós að þeir hefðu áður verið taldir með sem hluti af þeim 129 sem höfðu fallið. Enn liggja hátt í hundrað lífshættulega særðir eftir atburðina en 250 særðust til viðbótar. Einnig hefur verið lokið við að bera kennsl á þrjá af árásarmönnunum sem frömdu hermdarverkin í París síðastliðið föstudagskvöld. Þetta er meðal þess sem kemur fram á The Guardian.Salah Abdelslamvísir/epaLeit stendur nú yfir að Salah Abdeslam en hann er grunaður um aðild að árásunum. Salah er 26 ára og fæddur í Belgíu. Heimildir herma að hann hafi verið einn þeirra sem sá um að skipuleggja árásina og að hann hafi komið að gerð sprengnanna. Bróðir Salah, Ibrahim Abdeslam, var einn þeirra sem sprengdi sig í loft upp á föstudaginn í árásinni á Bataclan tónleikahúsið. Þriðji bróðirinn var einn af hinum sjö sem handteknir voru í Brussel grunaðir um aðild að árásinni. Nafn hans hefur enn ekki verið gefið upp. „Eiginkona hans vann ekki og þau áttu mjög unga dóttur en það var ekkert óeðlilegt við þau,“ segir fyrrverandi nágranni um Osmar Ismail Mostefai en hann sprengdi sig einnig í Bataclan. Hann var franskur en af alsírskum ættum. Hann var 29 ára gamall. Áður hafði verið sagt frá því að árásarmennirnir hefðu verið á aldrinum fimmtán til átján ára en það reyndist ekki rétt. Þriðji árásarmaðurinn sem búið er að bera kennsl á hét Bilal Hadfi og var tvítugur Belgi. Hann hafði áður ferðast til Sýrlands til að berjast með Íslamska ríkinu. Franskar herþotur hafa í dag flogið til Sýrlands til að varpa sprengjum á bækistöð ISIS þar í landi en minnst tuttugu sprengjur hafa verið látnar falla á borgina Raqqa. Hryðjuverk í París Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Lifði af blóðbaðið á Bataclan með því að þykjast vera látin Isobel Bowdery, suður-afrísk kona, lýsir því í smáatriðum á Facebook-síðu sinni hvernig hún komst lífs af frá árásunum á Bataclan í París 15. nóvember 2015 10:47 Nauðsynlegt að hefja viðræður leiddar af SÞ varðandi Sýrland Barack Obama og Vladimir Pútín ræddu saman áður en G20 fundurinn hófst í Ankara. 15. nóvember 2015 19:17 Hryðjuverkin í París: Lögregla leitar enn mögulegs árásarmanns Saksóknari í Belgíu hefur staðfest að tveir árásarmannanna í París hafi verið Frakkar, búsettir í Brussel. 15. nóvember 2015 14:40 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Búið er að bera kennsl á 106 af 129 fórnarlömbum hermdarverkanna í París síðastliðið föstudagskvöld. Meðal hinna föllnu eru lögmaður, plötuútgefandi, nemar, hönnuður og markaðsstjóri. Fjallað er um hina föllnu á Sky News. Í dag var gefið út að þrír í viðbót hefðu látist en síðar kom í ljós að þeir hefðu áður verið taldir með sem hluti af þeim 129 sem höfðu fallið. Enn liggja hátt í hundrað lífshættulega særðir eftir atburðina en 250 særðust til viðbótar. Einnig hefur verið lokið við að bera kennsl á þrjá af árásarmönnunum sem frömdu hermdarverkin í París síðastliðið föstudagskvöld. Þetta er meðal þess sem kemur fram á The Guardian.Salah Abdelslamvísir/epaLeit stendur nú yfir að Salah Abdeslam en hann er grunaður um aðild að árásunum. Salah er 26 ára og fæddur í Belgíu. Heimildir herma að hann hafi verið einn þeirra sem sá um að skipuleggja árásina og að hann hafi komið að gerð sprengnanna. Bróðir Salah, Ibrahim Abdeslam, var einn þeirra sem sprengdi sig í loft upp á föstudaginn í árásinni á Bataclan tónleikahúsið. Þriðji bróðirinn var einn af hinum sjö sem handteknir voru í Brussel grunaðir um aðild að árásinni. Nafn hans hefur enn ekki verið gefið upp. „Eiginkona hans vann ekki og þau áttu mjög unga dóttur en það var ekkert óeðlilegt við þau,“ segir fyrrverandi nágranni um Osmar Ismail Mostefai en hann sprengdi sig einnig í Bataclan. Hann var franskur en af alsírskum ættum. Hann var 29 ára gamall. Áður hafði verið sagt frá því að árásarmennirnir hefðu verið á aldrinum fimmtán til átján ára en það reyndist ekki rétt. Þriðji árásarmaðurinn sem búið er að bera kennsl á hét Bilal Hadfi og var tvítugur Belgi. Hann hafði áður ferðast til Sýrlands til að berjast með Íslamska ríkinu. Franskar herþotur hafa í dag flogið til Sýrlands til að varpa sprengjum á bækistöð ISIS þar í landi en minnst tuttugu sprengjur hafa verið látnar falla á borgina Raqqa.
Hryðjuverk í París Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Lifði af blóðbaðið á Bataclan með því að þykjast vera látin Isobel Bowdery, suður-afrísk kona, lýsir því í smáatriðum á Facebook-síðu sinni hvernig hún komst lífs af frá árásunum á Bataclan í París 15. nóvember 2015 10:47 Nauðsynlegt að hefja viðræður leiddar af SÞ varðandi Sýrland Barack Obama og Vladimir Pútín ræddu saman áður en G20 fundurinn hófst í Ankara. 15. nóvember 2015 19:17 Hryðjuverkin í París: Lögregla leitar enn mögulegs árásarmanns Saksóknari í Belgíu hefur staðfest að tveir árásarmannanna í París hafi verið Frakkar, búsettir í Brussel. 15. nóvember 2015 14:40 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Lifði af blóðbaðið á Bataclan með því að þykjast vera látin Isobel Bowdery, suður-afrísk kona, lýsir því í smáatriðum á Facebook-síðu sinni hvernig hún komst lífs af frá árásunum á Bataclan í París 15. nóvember 2015 10:47
Nauðsynlegt að hefja viðræður leiddar af SÞ varðandi Sýrland Barack Obama og Vladimir Pútín ræddu saman áður en G20 fundurinn hófst í Ankara. 15. nóvember 2015 19:17
Hryðjuverkin í París: Lögregla leitar enn mögulegs árásarmanns Saksóknari í Belgíu hefur staðfest að tveir árásarmannanna í París hafi verið Frakkar, búsettir í Brussel. 15. nóvember 2015 14:40