Franskar orrustuþotur slepptu nú í kvöld tuttugu sprengjum á höfuðstöðvar Íslamska ríkisins, IS, í Sýrlandi. Frá þessu er greint á Sky news. Þetta kemur í kjölfar hryðjuverkaárásár á París þar sem rúmlega 130 manns létu lífið og á fjórða hundrað slösuðust.
Sprengingarnar lentu á þjálfunarbúðum og vopnalager öfgasamtakanna samkvæmt franska varnarmálaráðuneytinu. Talsmaður þeirra sagði þetta öfluga árás og að hún væri sú stærsta af hálfu Frakka í Sýrlandi.
Til árásarinnar sendu Frakkar tíu af tólf sprengjuflugvélum sínum sem staðsettar eru á herflugstöð þeirra í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Jórdaníu.
Francois Hollande Frakklandsforseti sagði í kjölfar árásanna á París að þær væru stríðsyfirlýsing af hálfu IS.
Frakkar vörpuðu tuttugu sprengjum á Sýrland

Tengdar fréttir

Lifði af blóðbaðið á Bataclan með því að þykjast vera látin
Isobel Bowdery, suður-afrísk kona, lýsir því í smáatriðum á Facebook-síðu sinni hvernig hún komst lífs af frá árásunum á Bataclan í París

Nauðsynlegt að hefja viðræður leiddar af SÞ varðandi Sýrland
Barack Obama og Vladimir Pútín ræddu saman áður en G20 fundurinn hófst í Ankara.

Hryðjuverkin í París: Lögregla leitar enn mögulegs árásarmanns
Saksóknari í Belgíu hefur staðfest að tveir árásarmannanna í París hafi verið Frakkar, búsettir í Brussel.

Hryðjuverk í brennidepli
Hryðjuverkaárásirnar í París síðastliðið föstudagskvöld voru í brennidepli í kappræðum þeirra sem sækjast eftir útnefningu Demókrataflokks Bandaríkjanna til forsetaframboðs aðfaranótt sunnudags. Kappræðurnar hófust á mínútu þögn.