Dansinn tryggði Stjörnunni sigurinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. nóvember 2015 06:00 Frá gólfæfingum Stjörnunnar. Mynd/Fimleikasambandið Fimleikar Það brutust út gríðarleg fagnaðarlæti í Vodafone-höllinni á laugardag þegar ljóst varð að Stjarnan hafði tryggt sér gullið á Norðurlandamótinu í hópfimleikum. Keppnin var gríðarlega hörð en tvö sænsk lið urðu í næstu tveimur sætum og Gerpla því fjórða. „Ég er í raun ekki búin að átta mig á þessu,“ sagði Andrea Sif Pétursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið í gær. „Líkaminn er þreyttur en það var gott að vakna í morgun.“ Hún segir að það hafi ekki endilega verið markmið Stjörnunnar að vinna mótið. Stefnan hafi ávallt verið að komast á verðlaunapall. „Það eina sem við vildum var verðlaunapeningur. Okkur var sama af hvaða tegund,“ segir hún. Stjarnan tók samt ákveðna áhættu með því að mæta með nýjan dans í gólfæfingarnar. En sú áhætta borgaði sig. „Það er mjög sjaldgæft að dans gangi svona rosalega vel í fyrsta sinn, hvað þá að vinna greinina,“ segir Andrea Sif en æfingarnar á gólfi skiluðu Stjörnunni 22,533 stigum. Hún segir að það sé erfitt að átta sig á því á meðan á æfingunni stendur hversu góð framkvæmdin er. „Ég fann að það gekk vel hjá mér en annars er maður að horfa fram en ekki á hinar. Svo var reyndar ein næstum því dottin og frétti ég ekki af því fyrr en í morgun,“ segir hún í léttum dúr. Stjarnan fékk rúm sautján stig fyrir æfingar á trampólíni og rúm átján fyrir æfingar á dýnu. Ástæðan fyrir því að gólfæfingarnar skiluðu fleiri stigum var að erfiðleikastuðullinn á þeim var mun hærri. „Þjálfarinn okkar sagði að ef þú ert ekki góður í dansi þá getur þú gleymt þessu. Það er hann sem skilar manni sigrinum enda skorum við langhæst í honum,“ segir Andrea Sif. Þessi hópur hefur verið saman hjá Stjörnunni síðan á Evrópumeistaramótinu fyrir rúmu ári en Svíar fögnuðu þá sigri. Andrea Sif segir að nánast allir í liði Stjörnunnar hafi reynslu af stórmótum með íslenska landsliðinu. „Það hjálpaði mikið. Við vissum hvernig það væri að keppa fyrir framan svo marga áhorfendur og náðum að stjórna spennustiginu betur. Svo er hópurinn okkar vel samansettur og gátum við dreift æfingunum vel á milli okkar. Það var mjög þægilegt.“ Fimleikar Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Sjá meira
Fimleikar Það brutust út gríðarleg fagnaðarlæti í Vodafone-höllinni á laugardag þegar ljóst varð að Stjarnan hafði tryggt sér gullið á Norðurlandamótinu í hópfimleikum. Keppnin var gríðarlega hörð en tvö sænsk lið urðu í næstu tveimur sætum og Gerpla því fjórða. „Ég er í raun ekki búin að átta mig á þessu,“ sagði Andrea Sif Pétursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið í gær. „Líkaminn er þreyttur en það var gott að vakna í morgun.“ Hún segir að það hafi ekki endilega verið markmið Stjörnunnar að vinna mótið. Stefnan hafi ávallt verið að komast á verðlaunapall. „Það eina sem við vildum var verðlaunapeningur. Okkur var sama af hvaða tegund,“ segir hún. Stjarnan tók samt ákveðna áhættu með því að mæta með nýjan dans í gólfæfingarnar. En sú áhætta borgaði sig. „Það er mjög sjaldgæft að dans gangi svona rosalega vel í fyrsta sinn, hvað þá að vinna greinina,“ segir Andrea Sif en æfingarnar á gólfi skiluðu Stjörnunni 22,533 stigum. Hún segir að það sé erfitt að átta sig á því á meðan á æfingunni stendur hversu góð framkvæmdin er. „Ég fann að það gekk vel hjá mér en annars er maður að horfa fram en ekki á hinar. Svo var reyndar ein næstum því dottin og frétti ég ekki af því fyrr en í morgun,“ segir hún í léttum dúr. Stjarnan fékk rúm sautján stig fyrir æfingar á trampólíni og rúm átján fyrir æfingar á dýnu. Ástæðan fyrir því að gólfæfingarnar skiluðu fleiri stigum var að erfiðleikastuðullinn á þeim var mun hærri. „Þjálfarinn okkar sagði að ef þú ert ekki góður í dansi þá getur þú gleymt þessu. Það er hann sem skilar manni sigrinum enda skorum við langhæst í honum,“ segir Andrea Sif. Þessi hópur hefur verið saman hjá Stjörnunni síðan á Evrópumeistaramótinu fyrir rúmu ári en Svíar fögnuðu þá sigri. Andrea Sif segir að nánast allir í liði Stjörnunnar hafi reynslu af stórmótum með íslenska landsliðinu. „Það hjálpaði mikið. Við vissum hvernig það væri að keppa fyrir framan svo marga áhorfendur og náðum að stjórna spennustiginu betur. Svo er hópurinn okkar vel samansettur og gátum við dreift æfingunum vel á milli okkar. Það var mjög þægilegt.“
Fimleikar Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Sjá meira