Lifði af blóðbaðið á Bataclan með því að þykjast vera látin Atli Ísleifsson skrifar 15. nóvember 2015 10:47 Isobel Bowdery lýsir hryllingnum sem hún varð vitni af inni á Bataclan. Mynd/Facebook Suður-afrísk kona lýsir því í smáatriðum á Facebook-síðu sinni hvernig hún komst lífs af með því að þykjast vera látin í rúma klukkustund inni á tónleikastaðnum Bataclan í París eftir að árásarmennirnir hófu þar skothríð sína á föstudagskvöldið. Isobel Bowdery segir þetta ekki einungis hafa verið hryðjuverkaárás, heldur blóðbað. „Tugir manna voru skotnir fyrir framan mig. Blóðpollar fylltu gólfið. Öskur fullorðinna manna sem héldu látnum kærustum sínum í örmum sér á þessum litla tónleikastað. Framtíð fólks í molum, brostin hjörtu fjölskyldna, á einu augabragði. Í áfalli og alein, þóttist ég vera látin í rúma klukkustund, lá á meðal fólks sem sá ástvini sína hreyfingarlausa. Ég hélt niðri í mér andanum, reyndi að hreyfa mig ekki, ekki gráta – ekki framkalla þann ótta sem þessir menn vildu sjá. Ég var ótrúlega heppin að sleppa lifandi. En mjög margir gerðu það ekki. Fólkið sem hafði komið þangað af sömu ástæðu og ég – að skemmta sér á föstudagskvöldi – var saklaust,“ segir Isobel. Isobel lýsir því hvernig árásarmennirnir vönduðu sig við að skjóta í átt að fólki eftir að hafa komið inn á tónleikastaðinn þar sem bandaríska sveitin Eagles of Death Metal átti að spila. Hún segist upphaflega hafa talið að mennirnir væru hluti af sýningunni en svo gert sér grein fyrir hryllingnum eftir að mennirnir byrjuðu að stráfella tónleikagesti. Rúmlega 1,4 milljónir manna hafa líkað við færslu Isobel og tæplega 500 þúsund manns deilt henni. 89 tónleikagestir létu lífið í árásinni inni á Bataclan.you never think it will happen to you. It was just a friday night at a rock show. the atmosphere was so happy and...Posted by Isobel Bowdery on Saturday, 14 November 2015 Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Fyrsti árásarmaðurinn í París nafngreindur Franskir fjölmiðlar greina frá því að sex fjölskyldumeðlimir hins 29 ára Omar Ismail Mostefai hafi nú verið handteknir. 15. nóvember 2015 09:14 Bíll árásarmanna fannst í austurhluta Parísar Frönsk sjónvarpsstöð greinir frá því að vopn hafi fundist í bílnum, þó að þetta hafi ekki fengist staðfest af lögreglu 15. nóvember 2015 10:03 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Suður-afrísk kona lýsir því í smáatriðum á Facebook-síðu sinni hvernig hún komst lífs af með því að þykjast vera látin í rúma klukkustund inni á tónleikastaðnum Bataclan í París eftir að árásarmennirnir hófu þar skothríð sína á föstudagskvöldið. Isobel Bowdery segir þetta ekki einungis hafa verið hryðjuverkaárás, heldur blóðbað. „Tugir manna voru skotnir fyrir framan mig. Blóðpollar fylltu gólfið. Öskur fullorðinna manna sem héldu látnum kærustum sínum í örmum sér á þessum litla tónleikastað. Framtíð fólks í molum, brostin hjörtu fjölskyldna, á einu augabragði. Í áfalli og alein, þóttist ég vera látin í rúma klukkustund, lá á meðal fólks sem sá ástvini sína hreyfingarlausa. Ég hélt niðri í mér andanum, reyndi að hreyfa mig ekki, ekki gráta – ekki framkalla þann ótta sem þessir menn vildu sjá. Ég var ótrúlega heppin að sleppa lifandi. En mjög margir gerðu það ekki. Fólkið sem hafði komið þangað af sömu ástæðu og ég – að skemmta sér á föstudagskvöldi – var saklaust,“ segir Isobel. Isobel lýsir því hvernig árásarmennirnir vönduðu sig við að skjóta í átt að fólki eftir að hafa komið inn á tónleikastaðinn þar sem bandaríska sveitin Eagles of Death Metal átti að spila. Hún segist upphaflega hafa talið að mennirnir væru hluti af sýningunni en svo gert sér grein fyrir hryllingnum eftir að mennirnir byrjuðu að stráfella tónleikagesti. Rúmlega 1,4 milljónir manna hafa líkað við færslu Isobel og tæplega 500 þúsund manns deilt henni. 89 tónleikagestir létu lífið í árásinni inni á Bataclan.you never think it will happen to you. It was just a friday night at a rock show. the atmosphere was so happy and...Posted by Isobel Bowdery on Saturday, 14 November 2015
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Fyrsti árásarmaðurinn í París nafngreindur Franskir fjölmiðlar greina frá því að sex fjölskyldumeðlimir hins 29 ára Omar Ismail Mostefai hafi nú verið handteknir. 15. nóvember 2015 09:14 Bíll árásarmanna fannst í austurhluta Parísar Frönsk sjónvarpsstöð greinir frá því að vopn hafi fundist í bílnum, þó að þetta hafi ekki fengist staðfest af lögreglu 15. nóvember 2015 10:03 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Fyrsti árásarmaðurinn í París nafngreindur Franskir fjölmiðlar greina frá því að sex fjölskyldumeðlimir hins 29 ára Omar Ismail Mostefai hafi nú verið handteknir. 15. nóvember 2015 09:14
Bíll árásarmanna fannst í austurhluta Parísar Frönsk sjónvarpsstöð greinir frá því að vopn hafi fundist í bílnum, þó að þetta hafi ekki fengist staðfest af lögreglu 15. nóvember 2015 10:03