„Frelsi er óttanum yfirsterkara“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. nóvember 2015 09:38 Merkel ávarpaði þýsku þjóðina frá Berlín. Vísir/ap Angela Merkel, kanslari Þýskalands, var bersýnilega í geðshræringu þegar hún ávarpaði þýsku þjóðina í morgun. Í ávarpi sýnu undirstrikaði hún samstöðu Þýskalands með frönsku þjóðinni í kjölfar árásanna í París sem drógu að minnsta kosti 128 manns til dauða og særðu um hundrað aðra.Sjá einnig: Hryllingur í París: 120 látnir og 200 særðir eftir sprengju- og skotárásir víðsvegar um borgina Merkel sagði í ávarpi sínu að íbúar Evrópu þyrftu að standa sameinaðir gegn hverskyns árásum á þau gildi sem heimsálfan hefur löngum staðið fyrir. „Við, þýsku vinir ykkar, stöndum með ykkur. Við grátum með ykkur,“ sagði kanslarinn sem klædd var svörtu frá toppi til táar. „Með ykkur munum við berjast gegn þeim sem framkvæma jafn ólýsanlegan hrylling.“ Merkel sendi samúðarkveðjur til fórnarlambanna, aðstandenda þeirra og sagði um leið að Þýskaland myndi veita alla þá aðstoð sem mögulegt væri. Ráðherrar í ríkisstjórn hennar munu hittast síðar í dag til að ræða hvað mun felast í þeirri aðstoð.„Við erum öll skotmörk“ „Við syrgjum fólk sem var myrt fyrir framan kaffihús, á veitingastöðum, í tónleikahöll og á götum úti. Það vildi lifa lífi hins frjálsa manns í borg sem fagnar lífinu,“ sagði hún og rödd hennar brast. „Og það varð á vegi morðingja sem hata þetta frelsi.“ „Þessari árás var ekki beint gegn París. Við erum öll skotmörk og þetta snertir okkur öll,“ bætti hún við. „Af þeim ástæðum munum við bregðast við saman.“ Hún biðlaði til Þjóðverjar að sýna staðfestu og óttast ekki. Þeir ættu að halda áfram að virða rétt fólks til að leita hamingjunnar á eigin forsendum og lifa áfram með víðsýni og virðingu að leiðarljósi. „Við vitum að frelsi okkar er óttanum yfirsterkara. Svörum hryðjuverkamönnunum með því að lifa hugrökk áfram.“ Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Utanríkisráðherra: Hugur okkar er hjá Frökkum Engar fregnir hafa borist af Íslendingum sem lent hafa í hryðjuverkaárásinni í París. 14. nóvember 2015 00:56 „Var skíthrædd á vellinum“ Anna Lára Sigurðardóttir var stödd á knattspyrnuleik Frakklands og Þýskalands þegar hryðjuverkin voru framin um alla Parísarborg 14. nóvember 2015 00:54 Allt að hundrað létust í gíslatökunni í tónlistarhúsinu í París Vitni sá framan í einn árásarmanninn en var einn þeirra sem náði að flýja af vettvangi. 14. nóvember 2015 00:34 Francois Hollande segir árásirnar hrylling Francois Hollande Frakklandsforseti ávarpaði frönsku þjóðina í kvöld og talaði um hryðjuverkaárásirnar á Parísarborg. 14. nóvember 2015 00:30 Sýna Frökkum stuðning með að lýsa byggingar með fánalitunum Frakkar eru ekki einir í baráttunni. 14. nóvember 2015 02:23 Sungu þjóðsönginn einróma er þeir yfirgáfu leikvanginn Stuðningsmenn landsliða Frakklands og Þýskalands, sem voru samankomnir á Stade de France þegar árásarmennirnir í París frömdu ódæði sín í nótt, sameinuðust í söng þegar þeim var sagt að yfirgefa leikvanginn. 14. nóvember 2015 08:49 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Fleiri fréttir Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Sjá meira
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, var bersýnilega í geðshræringu þegar hún ávarpaði þýsku þjóðina í morgun. Í ávarpi sýnu undirstrikaði hún samstöðu Þýskalands með frönsku þjóðinni í kjölfar árásanna í París sem drógu að minnsta kosti 128 manns til dauða og særðu um hundrað aðra.Sjá einnig: Hryllingur í París: 120 látnir og 200 særðir eftir sprengju- og skotárásir víðsvegar um borgina Merkel sagði í ávarpi sínu að íbúar Evrópu þyrftu að standa sameinaðir gegn hverskyns árásum á þau gildi sem heimsálfan hefur löngum staðið fyrir. „Við, þýsku vinir ykkar, stöndum með ykkur. Við grátum með ykkur,“ sagði kanslarinn sem klædd var svörtu frá toppi til táar. „Með ykkur munum við berjast gegn þeim sem framkvæma jafn ólýsanlegan hrylling.“ Merkel sendi samúðarkveðjur til fórnarlambanna, aðstandenda þeirra og sagði um leið að Þýskaland myndi veita alla þá aðstoð sem mögulegt væri. Ráðherrar í ríkisstjórn hennar munu hittast síðar í dag til að ræða hvað mun felast í þeirri aðstoð.„Við erum öll skotmörk“ „Við syrgjum fólk sem var myrt fyrir framan kaffihús, á veitingastöðum, í tónleikahöll og á götum úti. Það vildi lifa lífi hins frjálsa manns í borg sem fagnar lífinu,“ sagði hún og rödd hennar brast. „Og það varð á vegi morðingja sem hata þetta frelsi.“ „Þessari árás var ekki beint gegn París. Við erum öll skotmörk og þetta snertir okkur öll,“ bætti hún við. „Af þeim ástæðum munum við bregðast við saman.“ Hún biðlaði til Þjóðverjar að sýna staðfestu og óttast ekki. Þeir ættu að halda áfram að virða rétt fólks til að leita hamingjunnar á eigin forsendum og lifa áfram með víðsýni og virðingu að leiðarljósi. „Við vitum að frelsi okkar er óttanum yfirsterkara. Svörum hryðjuverkamönnunum með því að lifa hugrökk áfram.“
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Utanríkisráðherra: Hugur okkar er hjá Frökkum Engar fregnir hafa borist af Íslendingum sem lent hafa í hryðjuverkaárásinni í París. 14. nóvember 2015 00:56 „Var skíthrædd á vellinum“ Anna Lára Sigurðardóttir var stödd á knattspyrnuleik Frakklands og Þýskalands þegar hryðjuverkin voru framin um alla Parísarborg 14. nóvember 2015 00:54 Allt að hundrað létust í gíslatökunni í tónlistarhúsinu í París Vitni sá framan í einn árásarmanninn en var einn þeirra sem náði að flýja af vettvangi. 14. nóvember 2015 00:34 Francois Hollande segir árásirnar hrylling Francois Hollande Frakklandsforseti ávarpaði frönsku þjóðina í kvöld og talaði um hryðjuverkaárásirnar á Parísarborg. 14. nóvember 2015 00:30 Sýna Frökkum stuðning með að lýsa byggingar með fánalitunum Frakkar eru ekki einir í baráttunni. 14. nóvember 2015 02:23 Sungu þjóðsönginn einróma er þeir yfirgáfu leikvanginn Stuðningsmenn landsliða Frakklands og Þýskalands, sem voru samankomnir á Stade de France þegar árásarmennirnir í París frömdu ódæði sín í nótt, sameinuðust í söng þegar þeim var sagt að yfirgefa leikvanginn. 14. nóvember 2015 08:49 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Fleiri fréttir Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Sjá meira
Utanríkisráðherra: Hugur okkar er hjá Frökkum Engar fregnir hafa borist af Íslendingum sem lent hafa í hryðjuverkaárásinni í París. 14. nóvember 2015 00:56
„Var skíthrædd á vellinum“ Anna Lára Sigurðardóttir var stödd á knattspyrnuleik Frakklands og Þýskalands þegar hryðjuverkin voru framin um alla Parísarborg 14. nóvember 2015 00:54
Allt að hundrað létust í gíslatökunni í tónlistarhúsinu í París Vitni sá framan í einn árásarmanninn en var einn þeirra sem náði að flýja af vettvangi. 14. nóvember 2015 00:34
Francois Hollande segir árásirnar hrylling Francois Hollande Frakklandsforseti ávarpaði frönsku þjóðina í kvöld og talaði um hryðjuverkaárásirnar á Parísarborg. 14. nóvember 2015 00:30
Sýna Frökkum stuðning með að lýsa byggingar með fánalitunum Frakkar eru ekki einir í baráttunni. 14. nóvember 2015 02:23
Sungu þjóðsönginn einróma er þeir yfirgáfu leikvanginn Stuðningsmenn landsliða Frakklands og Þýskalands, sem voru samankomnir á Stade de France þegar árásarmennirnir í París frömdu ódæði sín í nótt, sameinuðust í söng þegar þeim var sagt að yfirgefa leikvanginn. 14. nóvember 2015 08:49