„Var skíthrædd á vellinum“ Sveinn Arnarsson skrifar 14. nóvember 2015 00:54 Anna Lára Sigurðardóttir Vísir/Aðsent Anna Lára Sigurðardóttir var stödd ásamt kærasta sínum á leik Frakklands og Þýskalands á þjóðarleikvangi Frakka, Stade De France, þegar hörmungarnar dundu yfir París. Sprengingar heyrðust í námunda við knattspyrnuvöllinn og fóru þær ekki framhjá áhorfendum. „Þetta voru mjög öflugar sprengingar og okkur leið ekki vel þegar sú fyrri sprakk. En fólk fór að fagna í kringum okkur og þá héldum við að þetta væri bara einvhers konar frönsk hefð. Síðan heyrum við aðra sprengingu og þá var ég eiginlega viss um að þetta væri bara eitthvað sem þeir gerðu í kringum knattspyrnuleiki,“ segir Anna Lára en stuttu seinna hafi síðan fréttirnar borist. „Tengdafaðir minn hringir í okkur þegar við erum á leiknum og segir okkur að það sé eitthvað mikið að gerast í borginni. Þegar við förum svo inn á íslensku fréttasíðurnar sjáum við hvað er í gangi. Svo sjáum við einnig að fleiri í kringum okkur eru að fá þessi skilaboð um að eitthvað sé í gangi,“ segir Anna Lára. Þau þurftu að bíða á veillinum í rúmar fjörutíu mínútur eftir að fá að fara af leikvanginum. Sú bið var erfið að þeirra sögn og hræðslan nokkuð mikil. „Svo fáum við tækifæri á að komast frá leikvanginum og niður í neðanjarðarlestarkerfið til að komast upp á hótel. Ég var alveg skíthrædd að fara af vellinum og niður í neðanjarðarlestina. Maður var öllu rólegri í lestinni en svo hljóp maður bara frá henni og upp á hótel þar sem við erum nú í sjötta hverfinu í París," segir Anna Lára. Anna Lára lýsir því að mikla skelfingu hafi mátt sjá á fólki bæði á leikvangnum og svo á leið að hótelinu. Þó hafi fólk reynt að ræða saman í lestinni en flestir með hugann við að komast heilir heim. Búið er að lýsa yfir neyðarástandi í París, útgöngubann hefur verið sett á í fyrsta skipti frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar og öll sjúkrahús borgarinnar vinna samkvæmt neyðarskipulagi. Vitað er að á annað hundrað óbreyttir borgarar voru myrtir í þessum aðgerðum, sem að öllum líkindum voru þaulskipulögð. Hryðjuverkin áttu sér stað á sjö mismunandi stöðum í borginni á sama tíma. Hryðjuverk í París Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Anna Lára Sigurðardóttir var stödd ásamt kærasta sínum á leik Frakklands og Þýskalands á þjóðarleikvangi Frakka, Stade De France, þegar hörmungarnar dundu yfir París. Sprengingar heyrðust í námunda við knattspyrnuvöllinn og fóru þær ekki framhjá áhorfendum. „Þetta voru mjög öflugar sprengingar og okkur leið ekki vel þegar sú fyrri sprakk. En fólk fór að fagna í kringum okkur og þá héldum við að þetta væri bara einvhers konar frönsk hefð. Síðan heyrum við aðra sprengingu og þá var ég eiginlega viss um að þetta væri bara eitthvað sem þeir gerðu í kringum knattspyrnuleiki,“ segir Anna Lára en stuttu seinna hafi síðan fréttirnar borist. „Tengdafaðir minn hringir í okkur þegar við erum á leiknum og segir okkur að það sé eitthvað mikið að gerast í borginni. Þegar við förum svo inn á íslensku fréttasíðurnar sjáum við hvað er í gangi. Svo sjáum við einnig að fleiri í kringum okkur eru að fá þessi skilaboð um að eitthvað sé í gangi,“ segir Anna Lára. Þau þurftu að bíða á veillinum í rúmar fjörutíu mínútur eftir að fá að fara af leikvanginum. Sú bið var erfið að þeirra sögn og hræðslan nokkuð mikil. „Svo fáum við tækifæri á að komast frá leikvanginum og niður í neðanjarðarlestarkerfið til að komast upp á hótel. Ég var alveg skíthrædd að fara af vellinum og niður í neðanjarðarlestina. Maður var öllu rólegri í lestinni en svo hljóp maður bara frá henni og upp á hótel þar sem við erum nú í sjötta hverfinu í París," segir Anna Lára. Anna Lára lýsir því að mikla skelfingu hafi mátt sjá á fólki bæði á leikvangnum og svo á leið að hótelinu. Þó hafi fólk reynt að ræða saman í lestinni en flestir með hugann við að komast heilir heim. Búið er að lýsa yfir neyðarástandi í París, útgöngubann hefur verið sett á í fyrsta skipti frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar og öll sjúkrahús borgarinnar vinna samkvæmt neyðarskipulagi. Vitað er að á annað hundrað óbreyttir borgarar voru myrtir í þessum aðgerðum, sem að öllum líkindum voru þaulskipulögð. Hryðjuverkin áttu sér stað á sjö mismunandi stöðum í borginni á sama tíma.
Hryðjuverk í París Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira