„Var skíthrædd á vellinum“ Sveinn Arnarsson skrifar 14. nóvember 2015 00:54 Anna Lára Sigurðardóttir Vísir/Aðsent Anna Lára Sigurðardóttir var stödd ásamt kærasta sínum á leik Frakklands og Þýskalands á þjóðarleikvangi Frakka, Stade De France, þegar hörmungarnar dundu yfir París. Sprengingar heyrðust í námunda við knattspyrnuvöllinn og fóru þær ekki framhjá áhorfendum. „Þetta voru mjög öflugar sprengingar og okkur leið ekki vel þegar sú fyrri sprakk. En fólk fór að fagna í kringum okkur og þá héldum við að þetta væri bara einvhers konar frönsk hefð. Síðan heyrum við aðra sprengingu og þá var ég eiginlega viss um að þetta væri bara eitthvað sem þeir gerðu í kringum knattspyrnuleiki,“ segir Anna Lára en stuttu seinna hafi síðan fréttirnar borist. „Tengdafaðir minn hringir í okkur þegar við erum á leiknum og segir okkur að það sé eitthvað mikið að gerast í borginni. Þegar við förum svo inn á íslensku fréttasíðurnar sjáum við hvað er í gangi. Svo sjáum við einnig að fleiri í kringum okkur eru að fá þessi skilaboð um að eitthvað sé í gangi,“ segir Anna Lára. Þau þurftu að bíða á veillinum í rúmar fjörutíu mínútur eftir að fá að fara af leikvanginum. Sú bið var erfið að þeirra sögn og hræðslan nokkuð mikil. „Svo fáum við tækifæri á að komast frá leikvanginum og niður í neðanjarðarlestarkerfið til að komast upp á hótel. Ég var alveg skíthrædd að fara af vellinum og niður í neðanjarðarlestina. Maður var öllu rólegri í lestinni en svo hljóp maður bara frá henni og upp á hótel þar sem við erum nú í sjötta hverfinu í París," segir Anna Lára. Anna Lára lýsir því að mikla skelfingu hafi mátt sjá á fólki bæði á leikvangnum og svo á leið að hótelinu. Þó hafi fólk reynt að ræða saman í lestinni en flestir með hugann við að komast heilir heim. Búið er að lýsa yfir neyðarástandi í París, útgöngubann hefur verið sett á í fyrsta skipti frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar og öll sjúkrahús borgarinnar vinna samkvæmt neyðarskipulagi. Vitað er að á annað hundrað óbreyttir borgarar voru myrtir í þessum aðgerðum, sem að öllum líkindum voru þaulskipulögð. Hryðjuverkin áttu sér stað á sjö mismunandi stöðum í borginni á sama tíma. Hryðjuverk í París Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Anna Lára Sigurðardóttir var stödd ásamt kærasta sínum á leik Frakklands og Þýskalands á þjóðarleikvangi Frakka, Stade De France, þegar hörmungarnar dundu yfir París. Sprengingar heyrðust í námunda við knattspyrnuvöllinn og fóru þær ekki framhjá áhorfendum. „Þetta voru mjög öflugar sprengingar og okkur leið ekki vel þegar sú fyrri sprakk. En fólk fór að fagna í kringum okkur og þá héldum við að þetta væri bara einvhers konar frönsk hefð. Síðan heyrum við aðra sprengingu og þá var ég eiginlega viss um að þetta væri bara eitthvað sem þeir gerðu í kringum knattspyrnuleiki,“ segir Anna Lára en stuttu seinna hafi síðan fréttirnar borist. „Tengdafaðir minn hringir í okkur þegar við erum á leiknum og segir okkur að það sé eitthvað mikið að gerast í borginni. Þegar við förum svo inn á íslensku fréttasíðurnar sjáum við hvað er í gangi. Svo sjáum við einnig að fleiri í kringum okkur eru að fá þessi skilaboð um að eitthvað sé í gangi,“ segir Anna Lára. Þau þurftu að bíða á veillinum í rúmar fjörutíu mínútur eftir að fá að fara af leikvanginum. Sú bið var erfið að þeirra sögn og hræðslan nokkuð mikil. „Svo fáum við tækifæri á að komast frá leikvanginum og niður í neðanjarðarlestarkerfið til að komast upp á hótel. Ég var alveg skíthrædd að fara af vellinum og niður í neðanjarðarlestina. Maður var öllu rólegri í lestinni en svo hljóp maður bara frá henni og upp á hótel þar sem við erum nú í sjötta hverfinu í París," segir Anna Lára. Anna Lára lýsir því að mikla skelfingu hafi mátt sjá á fólki bæði á leikvangnum og svo á leið að hótelinu. Þó hafi fólk reynt að ræða saman í lestinni en flestir með hugann við að komast heilir heim. Búið er að lýsa yfir neyðarástandi í París, útgöngubann hefur verið sett á í fyrsta skipti frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar og öll sjúkrahús borgarinnar vinna samkvæmt neyðarskipulagi. Vitað er að á annað hundrað óbreyttir borgarar voru myrtir í þessum aðgerðum, sem að öllum líkindum voru þaulskipulögð. Hryðjuverkin áttu sér stað á sjö mismunandi stöðum í borginni á sama tíma.
Hryðjuverk í París Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira