Á annað hundrað látnir eftir hryðjuverkaárásir í París Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. nóvember 2015 05:30 Mikill viðbúnaður er í kjölfar árásanna sem voru á minnst þremur stöðum um borgina. vísir/epa Minnst 120 eru látnir og 200 særðir, þar af áttatíu alvarlega, eftir að árasir voru gerðar á sex stöðum víðsvegar um París í gærkvöldi. Fyrstu fregnir af árásunum bárust um klukkan tíu að staðartíma í gærkvöldi, klukkan níu að íslenskum tíma, en þegar vel var liðið á nóttina tilkynntu lögregluyfirvöld að átta árásarmenn hefðu fallið. Sjö af þeim sprengdu sig í loft upp með sjálfsmorðsprengjum og einn féll fyrir hendi lögreglu. Lögreglan leitar enn að mögulegum árásarmönnum og vitorðsmönnum. Stærstur hluti hinna látnu var myrtur í árás sem gerð var á Bataclan-tónlistarhúsið. Þar létust 87 tónleikagestir en um 1.200 manns voru staddir á tónleikum rokksveitarinnar Eagles of Death Metal þegar svartklæddir menn vopnaðir sjálfvirkum skotvopnum réðust inn í tónleikahúsið og hófu skotárás. Gíslatökuástand myndaðist um stund en það varði skammt þar sem mennirnir hófu aftökur á fólki hið snarasta áður en að lögregla réðst til atlögu um klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma. Þrír árásarmannanna sprengdu sig í loft upp en þeir voru klæddir í sprengjuvesti. Hluti tónleikagesta náði að flýja eða fela sig undir sætum sínum og sleppa þar með undan árásum mannanna.Meðfylgjandi er kort af París þar sem búið er að setja inn á árásarstaðina.Árásirnar virtust skipulagðar og til þess ætlaðar að skapa sem mestan glundroða. Þeim var öllum beint gegn vinsælum stöðum sem almenningur sækir en ekki gegn sendiráðum eða embættisbyggingum. Bataclan-tónlistarhúsið virðist hafa verið miðpunktur árásanna en á leið sinni að tónlistarhúsinu létu árásarmennirnir skotum rigna yfir kaffihús og veitingastaði í nágrenninu og létust minnst 38 í þeim árásum. Þrír féllu í tveimur sjálfsmorðssprengjuárásum nærri Stade de France þar sem karlalandslið Frakka og Þjóðverja öttu kappi. Sprengingarnar mátti greinilega heyra í sjónvarpsútsendingum frá leiknum. Francois Hollande, forseti Frakklands, var viðstaddur leikinn en yfirgaf leikvanginn er tíðindi bárust af skotárásum í frönsku höfuðborginni. Hollande ávarpaði þjóð sína á miðnætti og lýsti yfir neyðarástandi í borginni. Þetta er í fyrsta sinn frá 1945 sem neyðarástandi er lýst yfir í Frakklandi. Hermenn hafa verið kallaðir til og landamærum landsins verið lokað. Boðað hefur verið til fundar í fyrramálið í varnarmálaráðuneytinu til að ákveða til hvaða aðgerða skuli gripið. Allir skólar, söfn, kaffihús, verslanir og hvers kyns þjónusta í borginni mun vera lokuð á morgun. Íbúar Parísar hafa verið beðnir um að halda sig innandyra á meðan í ljós kemur hver staðan er. Vísir fylgdist með árásunum frá upphafi og má sjá uppfærslurnar hér að neðan. Tónleikagestir á heimleið.vísir/epaUppfært 21.43: Samkvæmt Sky News eru átján látnir. Að auki eru fregnir sem herma að gíslataka standi nú yfir á tónleikastað í borginni. Árásirnar áttu sér því stað á þremur mismunandi stöðum víðsvegar um borgina. Francois Hollande, forseti landsins, fór af leik Frakka og Þjóðverja til að sitja neyðarfund í innanríkisráðuneytinu um hvaða aðgerða skuli grípa til. Uppfært 21.54: Samkvæmt Sky News er gíslatökuástand núna í Bataclan tónleikahöllinni þar sem sveitin Eagles of Death Metal var með tónleika. Franska lögreglan hefur gefið út að minnst ellefu séu látnir en miðlum og lögreglu ber ekki saman. Franskir miðlar segja að átján liggi í valnum eftir árásirnar.BREAKING: Police: At least 26 dead in violence around Paris, hostage-taking in theater. — The Associated Press (@AP) November 13, 2015 Uppfært 21.58: Nýjustu tölur frá lögreglunni herma að 26 séu látnir. Uppfært 22.04: Hér að neðan má sjá skot úr sjónvarpsútsendingu frá leik Frakklands og Þýskalands en þar má glöggt heyra hávaðann frá sprengjunni sem sprakk skammt frá leikvangnum.Uppfært 22.16: Leik Frakka og Þjóðverja er nú lokið og hefur fólk verið beðið um að yfirgefa leikvanginn. Áhorfendur eru hins vegar ekki á þeim buxunum meðan staðan fyrir utan völlinn er óörugg og hafa þeir því gripið til þess ráðs að fara inn á völlinn. Mikil sorg ríkir á staðnum. Fréttir herma að minnst hundrað tónleikagestir tónleika Eagles of Death Metal séu nú í haldi árásarmanna. Samkvæmt Guardian létust ellefu í skotárás á veitingastað í tíunda hverfi parísar og tugir manns lést í árás á Bataclan tónleikahúsið þar sem gíslaástandið stendur nú yfir. Ekki er vitað hve margir létust í sprengjuárásinni hjá Stade de France en heimildir herma að það hafi verið sjálfsmorðsárás. Tala látinna samkvæmt lögreglunni er 26 en líklegt þykir að hún sé miklu mun hærri.100s of people have run onto the pitch at the Stade de France, frightened to leave, footage via @v_menichinipic.twitter.com/BHt6G1rY0w — Get French Football (@GFN_France) November 13, 2015Uppfært 22.37: Samkvæmt frönsku fréttasíðunni liberation.fr er gíslatökumaðurinn í Bataclan tónleikahúsinu íklæddur sprengjuvesti. Eftirlifandi tónleikagestur sagði í viðtali við franska útvarpsstöð að árásarmennirnir hafi birst og skotið á alla öskrandi „ahallu akbar“. Óstaðfestar fregnir herma að tugir tónleikagesta séu látnir. Neyðarfundur frönsku ríkisstjórnarinnar verður haldinn á miðnætti að staðar tíma eða eftir tuttugu míntúr. Uppfært 22.41: Önnur skotárás hefur átt sér stað í verslunarmiðstöð í borginni. Ekki er vitað um mannfall þar. Franskir fjölmiðlar hafa hækkað tölu látinna upp í sextíu en það hefur ekki fengist staðfest af lögreglu. Íbúar í borginni hafa boðið fólki sem vantar skjól að gista heima hjá sér undir #PorteOuverte.If you're in Paris looking for shelter, use hashtag #PorteOuverte. Parisians will let you in their home. — Audrey C. (@the_audreyc) November 13, 2015Uppfært 22.48: Barack Obama hélt fyrir skemmstu ávarp í Hvíta húsinu þar sem hann sagði meðal annars að þetta væri ekki aðeins árás á París og Frakkland heldur mannkynið sem heild. „Þeir sem halda að þeir geti ógnað Frökkum og þeim gildum sem þeir standa fyrir, þeir hafa á röngu að standa. Við munum gera hvað við getum til að vinna með Frökkum, og öðrum þjóðum heims til að ná ódæðismönnunum og sækja þá til saka. Ástandið er enn í járnum. Og það á eftir að koma betur í ljós hver ber ábyrgð og ég vil ekki vera með vangaveltur þar um fyrr en frekari upplýsingar liggja fyrir. Bandaríkin senda Frökkum samúðarkveðjur, þetta eru skelfilegir atburðir,“ sagði Obama í ræðu sinni. Særður maður í Bataclan tónleikahúsinu segir á Facebook að verið sé að taka tónleikagesti af lífi einn í einu.Maður sem segist vera inni í Bataclan, alvarlega særður. Biður um hjálp. Verið sé að taka fólk af lífi, einn í einu. pic.twitter.com/8eh0Y5dZlC — Iris Edda Nowenstein (@IrisNowenstein) November 13, 2015Uppfært 23.00: Neyðarfundur er hafinn hjá frönsku ríkisstjórninni. Áður en fundurinn hófst flutti forsetinn Francois Hollande ávarp þess efnis að neyðarástand væri í landinu og að landamærum Frakkland hefði verið lokað tafarlaust.Uppfært 23.27: Forseti franska knattspyrnusambandsins segir þrjá hafa látist og enn fleiri hafa særst eftir sprengjutilræðið við Stade De France, þar sem vinnáttuleikur Frakklands og Þýskalands átti sér stað. Franska lögreglan telur að um sjálfsmorðssprengjuárás hafi verið að ræða.Uppfært 23:33: Lögregla hefur hafið áhlaup á Bataclan tónleikahöllina þar sem gíslatökuástand ríkir.Uppfært 23:57: Lögregluaðgerðum í Bataclan er lokið. Tveir árásarmenn voru felldir. Verið er að bera særða út úr húsinu á sjúkrabörum.Uppfært 00:08: Francois Hollande hefur boðað til fundar varnarmálaráðs Frakklands klukkan 08:00 í fyrramálið og hefur aflýst komu sinni á G20 ráðstefnuna í Tyrklandi sem fer fram um helgina.Uppfært 00:09: Einn árásarmanna sem var handtekinn í Bataclan sagðist vera liðsmaður Íslamska ríkisins (ISIS).Uppfært 00:16: Að minnsta kosti hundrað hafa fallið í Bataclan.Fólk hefur minnst hinna látnu.vísir/epaUppfært 00:42: 1500 hermenn hafa verið kallaðir út í Parísarborg.Uppfært 00.58: Lögregluyfirvöld í Frakklandi segja að 118 hafa látist í árásinni á Bataclan tónleikahúsið. Það þýðir að tala látinna stendur nú í 160 manns en 42 höfðu látið lífið í öðrum árásum víðsvegar um borgina.Uppfært 01.04: Francois Hollande Frakklandsforseti er mættur á vettvang við tónleikahöllina Bataclan. „Hryðjuverkamenn sem eru færir um slíkan óhroða verða að vita að sameinað Frakkland stendur gegn þeim [...] Við munum leiða þessa baráttu. Hún verður miskunnarlaus,“ sagði forsetinn á vettvangi.Uppfært 01.25: Engar frekari fregnir hafa borist af árásunum á verslunarmiðstöðina á svæðinu auk árása sem sagt var frá á Louvre safnið. Fimm hinna látnu eru árásarmenn.Uppfært 02.30: Hermenn og lögreglumenn leita nú lifandi ljósi að mögulegum vitorðsmönnum árásarmannanna. Ekki hefur verið gefið út hvort líklegt sé að þeir séu fleiri eða þá hvar þeir menn gætu mögulega verið. Heimildum ber ekki saman um hvort landamæri Frakklands séu lokuð eður ei. Francois Hollande hefur gefið út að svo sé en varnarmálaráðherra hans segir aðra sögu. Belgar hafa lokað landamærum sínum að Frakklandi í það minnsta. Loftlagsráðstefna Sameinuðu Þjóðanna á að hefjast í París eftir rúmar tvær vikur. Árásirnar varpa óvissu á hvort hún verður haldin. Hryðjuverk í París Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Sjá meira
Minnst 120 eru látnir og 200 særðir, þar af áttatíu alvarlega, eftir að árasir voru gerðar á sex stöðum víðsvegar um París í gærkvöldi. Fyrstu fregnir af árásunum bárust um klukkan tíu að staðartíma í gærkvöldi, klukkan níu að íslenskum tíma, en þegar vel var liðið á nóttina tilkynntu lögregluyfirvöld að átta árásarmenn hefðu fallið. Sjö af þeim sprengdu sig í loft upp með sjálfsmorðsprengjum og einn féll fyrir hendi lögreglu. Lögreglan leitar enn að mögulegum árásarmönnum og vitorðsmönnum. Stærstur hluti hinna látnu var myrtur í árás sem gerð var á Bataclan-tónlistarhúsið. Þar létust 87 tónleikagestir en um 1.200 manns voru staddir á tónleikum rokksveitarinnar Eagles of Death Metal þegar svartklæddir menn vopnaðir sjálfvirkum skotvopnum réðust inn í tónleikahúsið og hófu skotárás. Gíslatökuástand myndaðist um stund en það varði skammt þar sem mennirnir hófu aftökur á fólki hið snarasta áður en að lögregla réðst til atlögu um klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma. Þrír árásarmannanna sprengdu sig í loft upp en þeir voru klæddir í sprengjuvesti. Hluti tónleikagesta náði að flýja eða fela sig undir sætum sínum og sleppa þar með undan árásum mannanna.Meðfylgjandi er kort af París þar sem búið er að setja inn á árásarstaðina.Árásirnar virtust skipulagðar og til þess ætlaðar að skapa sem mestan glundroða. Þeim var öllum beint gegn vinsælum stöðum sem almenningur sækir en ekki gegn sendiráðum eða embættisbyggingum. Bataclan-tónlistarhúsið virðist hafa verið miðpunktur árásanna en á leið sinni að tónlistarhúsinu létu árásarmennirnir skotum rigna yfir kaffihús og veitingastaði í nágrenninu og létust minnst 38 í þeim árásum. Þrír féllu í tveimur sjálfsmorðssprengjuárásum nærri Stade de France þar sem karlalandslið Frakka og Þjóðverja öttu kappi. Sprengingarnar mátti greinilega heyra í sjónvarpsútsendingum frá leiknum. Francois Hollande, forseti Frakklands, var viðstaddur leikinn en yfirgaf leikvanginn er tíðindi bárust af skotárásum í frönsku höfuðborginni. Hollande ávarpaði þjóð sína á miðnætti og lýsti yfir neyðarástandi í borginni. Þetta er í fyrsta sinn frá 1945 sem neyðarástandi er lýst yfir í Frakklandi. Hermenn hafa verið kallaðir til og landamærum landsins verið lokað. Boðað hefur verið til fundar í fyrramálið í varnarmálaráðuneytinu til að ákveða til hvaða aðgerða skuli gripið. Allir skólar, söfn, kaffihús, verslanir og hvers kyns þjónusta í borginni mun vera lokuð á morgun. Íbúar Parísar hafa verið beðnir um að halda sig innandyra á meðan í ljós kemur hver staðan er. Vísir fylgdist með árásunum frá upphafi og má sjá uppfærslurnar hér að neðan. Tónleikagestir á heimleið.vísir/epaUppfært 21.43: Samkvæmt Sky News eru átján látnir. Að auki eru fregnir sem herma að gíslataka standi nú yfir á tónleikastað í borginni. Árásirnar áttu sér því stað á þremur mismunandi stöðum víðsvegar um borgina. Francois Hollande, forseti landsins, fór af leik Frakka og Þjóðverja til að sitja neyðarfund í innanríkisráðuneytinu um hvaða aðgerða skuli grípa til. Uppfært 21.54: Samkvæmt Sky News er gíslatökuástand núna í Bataclan tónleikahöllinni þar sem sveitin Eagles of Death Metal var með tónleika. Franska lögreglan hefur gefið út að minnst ellefu séu látnir en miðlum og lögreglu ber ekki saman. Franskir miðlar segja að átján liggi í valnum eftir árásirnar.BREAKING: Police: At least 26 dead in violence around Paris, hostage-taking in theater. — The Associated Press (@AP) November 13, 2015 Uppfært 21.58: Nýjustu tölur frá lögreglunni herma að 26 séu látnir. Uppfært 22.04: Hér að neðan má sjá skot úr sjónvarpsútsendingu frá leik Frakklands og Þýskalands en þar má glöggt heyra hávaðann frá sprengjunni sem sprakk skammt frá leikvangnum.Uppfært 22.16: Leik Frakka og Þjóðverja er nú lokið og hefur fólk verið beðið um að yfirgefa leikvanginn. Áhorfendur eru hins vegar ekki á þeim buxunum meðan staðan fyrir utan völlinn er óörugg og hafa þeir því gripið til þess ráðs að fara inn á völlinn. Mikil sorg ríkir á staðnum. Fréttir herma að minnst hundrað tónleikagestir tónleika Eagles of Death Metal séu nú í haldi árásarmanna. Samkvæmt Guardian létust ellefu í skotárás á veitingastað í tíunda hverfi parísar og tugir manns lést í árás á Bataclan tónleikahúsið þar sem gíslaástandið stendur nú yfir. Ekki er vitað hve margir létust í sprengjuárásinni hjá Stade de France en heimildir herma að það hafi verið sjálfsmorðsárás. Tala látinna samkvæmt lögreglunni er 26 en líklegt þykir að hún sé miklu mun hærri.100s of people have run onto the pitch at the Stade de France, frightened to leave, footage via @v_menichinipic.twitter.com/BHt6G1rY0w — Get French Football (@GFN_France) November 13, 2015Uppfært 22.37: Samkvæmt frönsku fréttasíðunni liberation.fr er gíslatökumaðurinn í Bataclan tónleikahúsinu íklæddur sprengjuvesti. Eftirlifandi tónleikagestur sagði í viðtali við franska útvarpsstöð að árásarmennirnir hafi birst og skotið á alla öskrandi „ahallu akbar“. Óstaðfestar fregnir herma að tugir tónleikagesta séu látnir. Neyðarfundur frönsku ríkisstjórnarinnar verður haldinn á miðnætti að staðar tíma eða eftir tuttugu míntúr. Uppfært 22.41: Önnur skotárás hefur átt sér stað í verslunarmiðstöð í borginni. Ekki er vitað um mannfall þar. Franskir fjölmiðlar hafa hækkað tölu látinna upp í sextíu en það hefur ekki fengist staðfest af lögreglu. Íbúar í borginni hafa boðið fólki sem vantar skjól að gista heima hjá sér undir #PorteOuverte.If you're in Paris looking for shelter, use hashtag #PorteOuverte. Parisians will let you in their home. — Audrey C. (@the_audreyc) November 13, 2015Uppfært 22.48: Barack Obama hélt fyrir skemmstu ávarp í Hvíta húsinu þar sem hann sagði meðal annars að þetta væri ekki aðeins árás á París og Frakkland heldur mannkynið sem heild. „Þeir sem halda að þeir geti ógnað Frökkum og þeim gildum sem þeir standa fyrir, þeir hafa á röngu að standa. Við munum gera hvað við getum til að vinna með Frökkum, og öðrum þjóðum heims til að ná ódæðismönnunum og sækja þá til saka. Ástandið er enn í járnum. Og það á eftir að koma betur í ljós hver ber ábyrgð og ég vil ekki vera með vangaveltur þar um fyrr en frekari upplýsingar liggja fyrir. Bandaríkin senda Frökkum samúðarkveðjur, þetta eru skelfilegir atburðir,“ sagði Obama í ræðu sinni. Særður maður í Bataclan tónleikahúsinu segir á Facebook að verið sé að taka tónleikagesti af lífi einn í einu.Maður sem segist vera inni í Bataclan, alvarlega særður. Biður um hjálp. Verið sé að taka fólk af lífi, einn í einu. pic.twitter.com/8eh0Y5dZlC — Iris Edda Nowenstein (@IrisNowenstein) November 13, 2015Uppfært 23.00: Neyðarfundur er hafinn hjá frönsku ríkisstjórninni. Áður en fundurinn hófst flutti forsetinn Francois Hollande ávarp þess efnis að neyðarástand væri í landinu og að landamærum Frakkland hefði verið lokað tafarlaust.Uppfært 23.27: Forseti franska knattspyrnusambandsins segir þrjá hafa látist og enn fleiri hafa særst eftir sprengjutilræðið við Stade De France, þar sem vinnáttuleikur Frakklands og Þýskalands átti sér stað. Franska lögreglan telur að um sjálfsmorðssprengjuárás hafi verið að ræða.Uppfært 23:33: Lögregla hefur hafið áhlaup á Bataclan tónleikahöllina þar sem gíslatökuástand ríkir.Uppfært 23:57: Lögregluaðgerðum í Bataclan er lokið. Tveir árásarmenn voru felldir. Verið er að bera særða út úr húsinu á sjúkrabörum.Uppfært 00:08: Francois Hollande hefur boðað til fundar varnarmálaráðs Frakklands klukkan 08:00 í fyrramálið og hefur aflýst komu sinni á G20 ráðstefnuna í Tyrklandi sem fer fram um helgina.Uppfært 00:09: Einn árásarmanna sem var handtekinn í Bataclan sagðist vera liðsmaður Íslamska ríkisins (ISIS).Uppfært 00:16: Að minnsta kosti hundrað hafa fallið í Bataclan.Fólk hefur minnst hinna látnu.vísir/epaUppfært 00:42: 1500 hermenn hafa verið kallaðir út í Parísarborg.Uppfært 00.58: Lögregluyfirvöld í Frakklandi segja að 118 hafa látist í árásinni á Bataclan tónleikahúsið. Það þýðir að tala látinna stendur nú í 160 manns en 42 höfðu látið lífið í öðrum árásum víðsvegar um borgina.Uppfært 01.04: Francois Hollande Frakklandsforseti er mættur á vettvang við tónleikahöllina Bataclan. „Hryðjuverkamenn sem eru færir um slíkan óhroða verða að vita að sameinað Frakkland stendur gegn þeim [...] Við munum leiða þessa baráttu. Hún verður miskunnarlaus,“ sagði forsetinn á vettvangi.Uppfært 01.25: Engar frekari fregnir hafa borist af árásunum á verslunarmiðstöðina á svæðinu auk árása sem sagt var frá á Louvre safnið. Fimm hinna látnu eru árásarmenn.Uppfært 02.30: Hermenn og lögreglumenn leita nú lifandi ljósi að mögulegum vitorðsmönnum árásarmannanna. Ekki hefur verið gefið út hvort líklegt sé að þeir séu fleiri eða þá hvar þeir menn gætu mögulega verið. Heimildum ber ekki saman um hvort landamæri Frakklands séu lokuð eður ei. Francois Hollande hefur gefið út að svo sé en varnarmálaráðherra hans segir aðra sögu. Belgar hafa lokað landamærum sínum að Frakklandi í það minnsta. Loftlagsráðstefna Sameinuðu Þjóðanna á að hefjast í París eftir rúmar tvær vikur. Árásirnar varpa óvissu á hvort hún verður haldin.
Hryðjuverk í París Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent