Beinagrind í blautbúningi og bleikir snjógallar Sif Sigmarsdóttir skrifar 14. nóvember 2015 07:00 Það er 2. janúar 2015. Morgunninn er kaldur á suðurströnd Noregs og öldurnar brotna harkalega á hvössum hömrunum. Gamall arkitekt klæðir sig í vaðstígvél og heldur niður í fjöru. Hann sér glitta í eitthvað í flæðarmálinu. Loftið lyktar af þangi og sjávarseltu – og einhverju klígjulega sætu. Blautbúningur sem fannst í Lista í Noregi í upphafi árs vakti furðu. Innan í honum voru brot úr beinagrind af manni. En engin mannshvörf höfðu verið tilkynnt lögreglu. Einskis var saknað. Þótt ólíklegt teldist að ráðgátan yrði nokkurn tímann leyst gekk blaðamaður Dagbladet, Anders Fjellberg, í málið. Heppnin var með honum. Hann fékk veður af því að sams konar blautbúningi hefði skolað á land á hollensku eyjunni Texel. Hollenskum rannsóknarlögreglumanni hafði tekist að rekja raðnúmer á búningnum til verslunar í Calais í Frakklandi. Í ljós kom að búningarnir höfðu báðir verið keyptir klukkan 20:03 þann 7. október 2014. Anders fór til Calais og heimsótti verslunina. Í fyrstu vildi starfsstúlkan ekki tala við hann. En svo hvíslaði hún: „Ég man eftir þeim. Tveir ungir menn, rúmlega tvítugir. Þeir voru úr flóttamannabúðunum.“ Anders spurði hana hvað þeir hefðu við blautbúninga að gera? „Sumir segja að flóttamenn syndi út á haf þar sem bíða þeirra gúmmíbátar sem ferja þá til Englands.“ Anders lagði næst leið sína í „Frumskóginn“, hinar martraðarkenndu flóttamannabúðir í Calais þar sem 2.000 flóttamenn víða að úr heiminum hírast án vatns, hita, rafmagns eða þaks yfir höfuðið. Þar var fátt um svör. En aftur var heppnin með Anders. Starfsmaður hjálparsamtaka í Calais fékk veður af málinu. Hún sagðist vera í sambandi við Sýrlending sem byggi í Englandi og leitaði ákaft að ungum frænda sínum sem hafði dvalið í flóttamannabúðunum en skyndilega horfið sporlaust.Horft yfir Ermarsundið „Ég sé England,“ hafði hinn 22 ára Mouaz al-Balkhi skrifað frænda sínum í textaskilaboðum þar sem hann stóð á ströndinni í Calais og horfði yfir Ermarsundið á Hvítukletta í Dover á Suðaustur-Englandi. Hann velti fyrir sér hvort hann ætti að synda yfir. „Nei, ekki, synda,“ svaraði frændi hans á Englandi og útskýrði fyrir piltinum að Ermarsundið væri eins og Marmarahafið í Tyrklandi: þótt maður sjái glitta í land hinum megin er vegalengdin löng. „Feldu þig í vörubíl.“ Sama kvöld sendi Mouaz fjölskyldu sinni textaskilaboð: „Ég sakna ykkar.“ Tæpum tveimur klukkustundum síðar voru tveir blautbúningar seldir í sportverslun í Calais. Fjölskylda Mouaz heyrði aldrei frá honum aftur. Anders hafði uppi á fjölskyldu Mouaz. Hún var stödd í Jórdaníu eftir að hafa flúið Sýrland. Hann talaði við mömmu hans gegnum Skype og kom í kring DNA-prófi. Loks fengi fjölskyldan svör. Mouaz átti ekki blautbúninginn sem skolaði á land í Noregi. Líkamsleifar hans fundust hins vegar í þeim í Hollandi. Mouaz al-Balkhi var grafinn í ómerktri gröf í kirkjugarðinum í Texel.Tveir bleikir snjógallar Ljósmynd í íslenskum fjölmiðlum af sýrlensku systrunum Joulu og Jönu sem tekin er af þeim á leikskólanum þeirra Drafnarsteini þar sem þær klæðast bleikum snjógöllum og skarta breiðu brosi hefur varla farið fram hjá neinum. Ímyndum okkur að í framtíðinni finni blaðamaður tvo bleika snjógalla í Vesturbæ Reykjavíkur. Hann fer á stúfana. Hver viljum við að sagan sem blaðamaðurinn púslar saman verði? Snjógallar Joulu og Jönu eru þeirra blautbúningar. Rétt eins og Mouaz og fjórar milljónir flóttamanna frá Sýrlandi hrökkluðust þær frá heimili sínu vegna borgarastyrjaldar og hrekjast nú um kaldranalega veröld sem tekur þeim af tómlæti. Og för þeirra er hvergi nærri lokið. Með pennastriki sem dregið var í hlýrri skrifstofu í friðsömu landi vísuðu íslensk yfirvöld þeim aftur á vergang. Hvar þær mun daga uppi veit enginn. Það gæti allt eins verið á kaldri strönd Noregs eða í ómerktri gröf í Hollandi. Viljum við hafa það á samviskunni? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Það er 2. janúar 2015. Morgunninn er kaldur á suðurströnd Noregs og öldurnar brotna harkalega á hvössum hömrunum. Gamall arkitekt klæðir sig í vaðstígvél og heldur niður í fjöru. Hann sér glitta í eitthvað í flæðarmálinu. Loftið lyktar af þangi og sjávarseltu – og einhverju klígjulega sætu. Blautbúningur sem fannst í Lista í Noregi í upphafi árs vakti furðu. Innan í honum voru brot úr beinagrind af manni. En engin mannshvörf höfðu verið tilkynnt lögreglu. Einskis var saknað. Þótt ólíklegt teldist að ráðgátan yrði nokkurn tímann leyst gekk blaðamaður Dagbladet, Anders Fjellberg, í málið. Heppnin var með honum. Hann fékk veður af því að sams konar blautbúningi hefði skolað á land á hollensku eyjunni Texel. Hollenskum rannsóknarlögreglumanni hafði tekist að rekja raðnúmer á búningnum til verslunar í Calais í Frakklandi. Í ljós kom að búningarnir höfðu báðir verið keyptir klukkan 20:03 þann 7. október 2014. Anders fór til Calais og heimsótti verslunina. Í fyrstu vildi starfsstúlkan ekki tala við hann. En svo hvíslaði hún: „Ég man eftir þeim. Tveir ungir menn, rúmlega tvítugir. Þeir voru úr flóttamannabúðunum.“ Anders spurði hana hvað þeir hefðu við blautbúninga að gera? „Sumir segja að flóttamenn syndi út á haf þar sem bíða þeirra gúmmíbátar sem ferja þá til Englands.“ Anders lagði næst leið sína í „Frumskóginn“, hinar martraðarkenndu flóttamannabúðir í Calais þar sem 2.000 flóttamenn víða að úr heiminum hírast án vatns, hita, rafmagns eða þaks yfir höfuðið. Þar var fátt um svör. En aftur var heppnin með Anders. Starfsmaður hjálparsamtaka í Calais fékk veður af málinu. Hún sagðist vera í sambandi við Sýrlending sem byggi í Englandi og leitaði ákaft að ungum frænda sínum sem hafði dvalið í flóttamannabúðunum en skyndilega horfið sporlaust.Horft yfir Ermarsundið „Ég sé England,“ hafði hinn 22 ára Mouaz al-Balkhi skrifað frænda sínum í textaskilaboðum þar sem hann stóð á ströndinni í Calais og horfði yfir Ermarsundið á Hvítukletta í Dover á Suðaustur-Englandi. Hann velti fyrir sér hvort hann ætti að synda yfir. „Nei, ekki, synda,“ svaraði frændi hans á Englandi og útskýrði fyrir piltinum að Ermarsundið væri eins og Marmarahafið í Tyrklandi: þótt maður sjái glitta í land hinum megin er vegalengdin löng. „Feldu þig í vörubíl.“ Sama kvöld sendi Mouaz fjölskyldu sinni textaskilaboð: „Ég sakna ykkar.“ Tæpum tveimur klukkustundum síðar voru tveir blautbúningar seldir í sportverslun í Calais. Fjölskylda Mouaz heyrði aldrei frá honum aftur. Anders hafði uppi á fjölskyldu Mouaz. Hún var stödd í Jórdaníu eftir að hafa flúið Sýrland. Hann talaði við mömmu hans gegnum Skype og kom í kring DNA-prófi. Loks fengi fjölskyldan svör. Mouaz átti ekki blautbúninginn sem skolaði á land í Noregi. Líkamsleifar hans fundust hins vegar í þeim í Hollandi. Mouaz al-Balkhi var grafinn í ómerktri gröf í kirkjugarðinum í Texel.Tveir bleikir snjógallar Ljósmynd í íslenskum fjölmiðlum af sýrlensku systrunum Joulu og Jönu sem tekin er af þeim á leikskólanum þeirra Drafnarsteini þar sem þær klæðast bleikum snjógöllum og skarta breiðu brosi hefur varla farið fram hjá neinum. Ímyndum okkur að í framtíðinni finni blaðamaður tvo bleika snjógalla í Vesturbæ Reykjavíkur. Hann fer á stúfana. Hver viljum við að sagan sem blaðamaðurinn púslar saman verði? Snjógallar Joulu og Jönu eru þeirra blautbúningar. Rétt eins og Mouaz og fjórar milljónir flóttamanna frá Sýrlandi hrökkluðust þær frá heimili sínu vegna borgarastyrjaldar og hrekjast nú um kaldranalega veröld sem tekur þeim af tómlæti. Og för þeirra er hvergi nærri lokið. Með pennastriki sem dregið var í hlýrri skrifstofu í friðsömu landi vísuðu íslensk yfirvöld þeim aftur á vergang. Hvar þær mun daga uppi veit enginn. Það gæti allt eins verið á kaldri strönd Noregs eða í ómerktri gröf í Hollandi. Viljum við hafa það á samviskunni?
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun