Prófessorar ætla í verkfall í desember sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 12. nóvember 2015 15:06 Um helmingur prófa fellur niður, verði af verkfallinu. vísir/anton brink Prófessorar við ríkisháskóla samþykktu verkfallsboðun með miklum meirihluta í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag, eða með 85 prósent atkvæða. Fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir verða dagana 2. til 18.desember, náist ekki samningar fyrir þann tíma. Alls greiddu 246 atkvæði og var kosningaþátttaka 76 prósent. 15 prósent félagsmanna voru mótfallnir því að efnt yrði til verkfalls. „Það má kannski segja að niðurstaðan hafi verið meira afgerandi en ég reiknaði með, en ég taldi mig vissan um að það yrði mikill meirihluti sem styddi boðun verkfalls ef ekki hefði samist. Menn eru mjög óhressir með hvernig gangur viðræðna hefur verið. Við höfum endurtekið þurft að bíða eftir ýmsum ytri aðstæðum sem hafa komið upp og fallist á það, meðal annars vegna SALEK-vinnunnar, og áttum von á að það kæmi gangur í viðræðurnar í kjölfarið, en hann varð ekki nægilega mikill,“ segir Rúnar Vilhjálmsson, formaður Félags prófessora við ríkisháskóla. Hann bætir við að gangur viðræðna sé nú ágætur og vonar að samningar náist fljótt.Slétt ár frá síðustu verkfallsboðun Prófessorar boðuðu til verkfalls fyrir um sléttu ári síðan, eða 11. nóvember 2014. Þeir undirrituðu skammtíma kjarasamning í desember og þannig tókst að afstýra tveggja vikna verkfalli í háskólum landsins. Kjarasamningur þeirra rann út í lok febrúar og hafa viðræður staðið yfir síðan þá. Félagsmenn eru prófessorar fastráðnir við íslenska ríkisháskóla; Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri, Landbúnaðarháskóla Íslands og Hólaskóla. Þá er lektorum og dósentum sem fastráðnir eru við þessa háskóla heimil aðild að félaginu. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Jólapróf háskólanema í tvísýnu Prófessorar greiða atkvæði um verkfall í desember. 11. nóvember 2015 10:37 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Prófessorar við ríkisháskóla samþykktu verkfallsboðun með miklum meirihluta í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag, eða með 85 prósent atkvæða. Fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir verða dagana 2. til 18.desember, náist ekki samningar fyrir þann tíma. Alls greiddu 246 atkvæði og var kosningaþátttaka 76 prósent. 15 prósent félagsmanna voru mótfallnir því að efnt yrði til verkfalls. „Það má kannski segja að niðurstaðan hafi verið meira afgerandi en ég reiknaði með, en ég taldi mig vissan um að það yrði mikill meirihluti sem styddi boðun verkfalls ef ekki hefði samist. Menn eru mjög óhressir með hvernig gangur viðræðna hefur verið. Við höfum endurtekið þurft að bíða eftir ýmsum ytri aðstæðum sem hafa komið upp og fallist á það, meðal annars vegna SALEK-vinnunnar, og áttum von á að það kæmi gangur í viðræðurnar í kjölfarið, en hann varð ekki nægilega mikill,“ segir Rúnar Vilhjálmsson, formaður Félags prófessora við ríkisháskóla. Hann bætir við að gangur viðræðna sé nú ágætur og vonar að samningar náist fljótt.Slétt ár frá síðustu verkfallsboðun Prófessorar boðuðu til verkfalls fyrir um sléttu ári síðan, eða 11. nóvember 2014. Þeir undirrituðu skammtíma kjarasamning í desember og þannig tókst að afstýra tveggja vikna verkfalli í háskólum landsins. Kjarasamningur þeirra rann út í lok febrúar og hafa viðræður staðið yfir síðan þá. Félagsmenn eru prófessorar fastráðnir við íslenska ríkisháskóla; Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri, Landbúnaðarháskóla Íslands og Hólaskóla. Þá er lektorum og dósentum sem fastráðnir eru við þessa háskóla heimil aðild að félaginu.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Jólapróf háskólanema í tvísýnu Prófessorar greiða atkvæði um verkfall í desember. 11. nóvember 2015 10:37 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Jólapróf háskólanema í tvísýnu Prófessorar greiða atkvæði um verkfall í desember. 11. nóvember 2015 10:37