Lewis Hamilton neyddist til að seinka flugi sínu til Brasilíu, vegna veikinda. Hann mun þá taka þátt í keppninni að sögn talsmanns Mercedes.
Hamilton átti að koma til Brasilíu í gær og veita viðtöl aflýsti viðtölunum og frestaði fluginu.
Orðrómur hefur verið á kreiki um að heimsmeistarinn muni missa af keppninni sem fram fer á Interlagos brautinni um helgina. Mercedes hefur sagt að Hamilton fljúgi til Brasilíu í kvöld.
„Hann mun ekki missa af keppninni,“ sagði talsmaður Mercedes liðsins. „Honum seinkar um einn dag, læknirinn ráðlagði honum að fresta fluginu, þess vegna missti hann af blaðamananfundinum í dag,“ bætti talsmaðurinn við.
Hamilton sagði nýlega að hann myndi leggja allt í sölurnar til að vinna í Brasilíu. Interlagos er ein þriggja brauta á keppnisdagatalinu í ár þar sem Hamilton á eftir að vinna keppni.

