Umrædd stikla er sú fyrsta úr myndinni og þegar þessi frétt er skrifuð hafa um sjö milljónir manna séð hana.
Shah Rukh Khan en samkvæmt The Richest næstríkasti leikari heims. Hann er með um 15 milljónir fylgjenda á Twitter síðu sinni og nýtur gríðarlegrar vinsælda í Indlandi. Vísir fjallaði mikið um dvöl Khan á landinu og fékk hann meðal annars lánað mótorhjól frá Kópavogsbúanum Krystian Sikora.
Það vakti mikla athygli á dögunum þegar Justin Bieber tók upp tónlistarmyndbandið við lagið I'll Show You hér á landi og hafa nú yfir 27 milljónir horft á það myndband. Landkynning okkar Íslendinga ætlar því engan endi að taka.
Hér að neðan má sjá stikluna.