Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunin, WADA, birti í gær skýrslu þar sem stórfellt lyfjamisferli í rússneskum frjálsíþróttum er útlistað. Er þar farið fram á að Rússar verði dæmdir í bann frá alþjóðlegum stórmótum þar til að þessi mál verða tekin föstum tökum þar í landi.
Mikið hefur verið fjallað um skýrsluna og eftirmála hennar í fjölmiðlum og því meðal annars verið haldið fram að rússneskir frjálsíþróttamenn hafi skemmt Ólympíuleikana í Lundúnum árið 2012.
Talið er að lyfjasvindlið teygi anga sína upp í æðstu stjórnvöld í Rússlandi og að það hafi í raun verið starfrækt og skipulagt af ríkinu um árabil.
BBC tók saman stutt myndband þar sem málið er útskýrt á 60 sekúndum. Það má sjá hér.
