Líta á ákvörðun ríkissaksóknara sem áfangasigur í málinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. nóvember 2015 08:47 Frá gleðigöngunni í Reykjavík. vísir/vilhelm Samtökin ´78 sendu frá sér yfirlýsingu í morgun vegna þeirrar ákvörðunar ríkissaksóknara að gera lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins að rannsaka mál sem varða kærur samtakanna vegna hatursummæla í garð hinsegin fólks.Greint var frá málinu í Fréttablaðinu í morgun en í október kærðu Samtökin ´78 ákvörðun lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins um að vísa frá kærum samtakanna vegna hatursummæla. Þeir átta einstaklingar sem voru kærðir til embættisins töldu samtökin hafa kynt undir orðræðu sem vó gróflega að rétti hinsegin fólks til friðhelgi einkalífs, fjölskyldu og fyllsta jafnréttis. Í yfirlýsingu samtakanna segir meðal annars: „Með afstöðu sinni til kæra Samtakanna ‘78 hefur ríkissaksóknari hins vegar tekið undir það sjónarmið Samtakanna ´78 og lögmanns þeirra, Bjargar Valgeirsdóttur hdl., að rannsaka þurfi hvort ummælin séu refsiverð samkvæmt fyrrgreindu lagaákvæði almennra hegningarlaga.“ Þá líta samtökin á ákvörðun ríkissaksóknara sem áfangasigur í málinu: „Ummælin eru sérlega gróf að mati samtakanna og til þess fallin að vega að rétti og öryggi hinsegin fólks. Mikilvægt er því að fá úr því skorið eftir leiðum dómstóla hvort slík orðræða teljist refsiverð.“ Yfirlýsinguna má sjá í heild sinni hér að neðan:Samtökin ´78 fagna því að ríkissaksóknari hafi lagt fyrir lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu að rannsaka mál er varða kærur samtakanna vegna ummæla sem samtökin telja að feli í sér hatursorðræðu í garð hinsegin fólks.Forsaga málsins er sú að í apríl á þessu ári lögðu Samtökin ´78 fram kærur á hendur tíu einstaklingum vegna ummæla sem þau telja að falli með skýrum hætti undir 233. grein a. almennra hegningarlaga. Ákvæðið kveður meðal annars á um að hatursorðræða í garð hinsegin fólks sé refsinæm.Í lok september bárust Samtökunum ‘78 bréf lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu þess efnis að embættið hefði ákveðið að vísa öllum átta kærunum sem heyra undir embættið frá án rannsóknar þar sem þær þættu ekki líklegar til sakfellis. Samtökin ‘78 kærðu allar þær ákvarðanir lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu til ríkissaksóknara þann 7. október 2015. Í rökstuðningi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til ríkissaksóknara, sem settur var fram í tilefni af fyrrgreindum kærum samtakanna, kemur fram að lögreglustjórinn telji að ummælin falli öll undir ákvæði íslenskra laga um tjáningarfrelsi.Með afstöðu sinni til kæra Samtakanna ‘78 hefur ríkissaksóknari hins vegar tekið undir það sjónarmið Samtakanna ´78 og lögmanns þeirra, Bjargar Valgeirsdóttur hdl., að rannsaka þurfi hvort ummælin séu refsiverð samkvæmt fyrrgreindu lagaákvæði almennra hegningarlaga. Meðal annars með hliðsjón af því að heimilt sé að takmarka tjáningarfrelsi einstaklinga vegna réttinda annarra til að njóta friðhelgis einkalífs, heimilis og fjölskyldu. Ákvarðanir lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um að vísa málunum frá án rannsóknar eru því allar felldar niður og er lögreglustjóranum gert skylt að hefja rannsókn á því hvort hin kærðu ummæli teljist refsinæm.Samtökin ´78 líta á ákvörðun ríkissaksóknara sem áfangasigur í málinu. Ummælin eru sérlega gróf að mati samtakanna og til þess fallin að vega að rétti og öryggi hinsegin fólks. Mikilvægt er því að fá úr því skorið eftir leiðum dómstóla hvort slík orðræða teljist refsiverð. Hinsegin Tengdar fréttir Samtökin '78 kæra ákvörðun lögreglustjóra um að rannsaka ekki hatursummæli Hatursummæli sem kærð voru síðasta vor verða ekki rannsökuð af lögreglu. Samtökin '78 segja ummælin refsiverð og kæra ákvörðun lögreglustjóra í dag til ríkissaksóknara 7. október 2015 07:00 Lögreglan rannsaki hatursummæli Ríkissaksóknari gerir lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins að rannsaka hatursummæli sem átta einstaklingar létu falla. Hluti þeirra féll í útvarpsþætti í umsjón Péturs Gunnlaugssonar útvarpsmanns á Útvarpi Sögu og á lokaða vefsvæðinu Barnaskjól. 10. nóvember 2015 07:00 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Sjá meira
Samtökin ´78 sendu frá sér yfirlýsingu í morgun vegna þeirrar ákvörðunar ríkissaksóknara að gera lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins að rannsaka mál sem varða kærur samtakanna vegna hatursummæla í garð hinsegin fólks.Greint var frá málinu í Fréttablaðinu í morgun en í október kærðu Samtökin ´78 ákvörðun lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins um að vísa frá kærum samtakanna vegna hatursummæla. Þeir átta einstaklingar sem voru kærðir til embættisins töldu samtökin hafa kynt undir orðræðu sem vó gróflega að rétti hinsegin fólks til friðhelgi einkalífs, fjölskyldu og fyllsta jafnréttis. Í yfirlýsingu samtakanna segir meðal annars: „Með afstöðu sinni til kæra Samtakanna ‘78 hefur ríkissaksóknari hins vegar tekið undir það sjónarmið Samtakanna ´78 og lögmanns þeirra, Bjargar Valgeirsdóttur hdl., að rannsaka þurfi hvort ummælin séu refsiverð samkvæmt fyrrgreindu lagaákvæði almennra hegningarlaga.“ Þá líta samtökin á ákvörðun ríkissaksóknara sem áfangasigur í málinu: „Ummælin eru sérlega gróf að mati samtakanna og til þess fallin að vega að rétti og öryggi hinsegin fólks. Mikilvægt er því að fá úr því skorið eftir leiðum dómstóla hvort slík orðræða teljist refsiverð.“ Yfirlýsinguna má sjá í heild sinni hér að neðan:Samtökin ´78 fagna því að ríkissaksóknari hafi lagt fyrir lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu að rannsaka mál er varða kærur samtakanna vegna ummæla sem samtökin telja að feli í sér hatursorðræðu í garð hinsegin fólks.Forsaga málsins er sú að í apríl á þessu ári lögðu Samtökin ´78 fram kærur á hendur tíu einstaklingum vegna ummæla sem þau telja að falli með skýrum hætti undir 233. grein a. almennra hegningarlaga. Ákvæðið kveður meðal annars á um að hatursorðræða í garð hinsegin fólks sé refsinæm.Í lok september bárust Samtökunum ‘78 bréf lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu þess efnis að embættið hefði ákveðið að vísa öllum átta kærunum sem heyra undir embættið frá án rannsóknar þar sem þær þættu ekki líklegar til sakfellis. Samtökin ‘78 kærðu allar þær ákvarðanir lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu til ríkissaksóknara þann 7. október 2015. Í rökstuðningi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til ríkissaksóknara, sem settur var fram í tilefni af fyrrgreindum kærum samtakanna, kemur fram að lögreglustjórinn telji að ummælin falli öll undir ákvæði íslenskra laga um tjáningarfrelsi.Með afstöðu sinni til kæra Samtakanna ‘78 hefur ríkissaksóknari hins vegar tekið undir það sjónarmið Samtakanna ´78 og lögmanns þeirra, Bjargar Valgeirsdóttur hdl., að rannsaka þurfi hvort ummælin séu refsiverð samkvæmt fyrrgreindu lagaákvæði almennra hegningarlaga. Meðal annars með hliðsjón af því að heimilt sé að takmarka tjáningarfrelsi einstaklinga vegna réttinda annarra til að njóta friðhelgis einkalífs, heimilis og fjölskyldu. Ákvarðanir lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um að vísa málunum frá án rannsóknar eru því allar felldar niður og er lögreglustjóranum gert skylt að hefja rannsókn á því hvort hin kærðu ummæli teljist refsinæm.Samtökin ´78 líta á ákvörðun ríkissaksóknara sem áfangasigur í málinu. Ummælin eru sérlega gróf að mati samtakanna og til þess fallin að vega að rétti og öryggi hinsegin fólks. Mikilvægt er því að fá úr því skorið eftir leiðum dómstóla hvort slík orðræða teljist refsiverð.
Hinsegin Tengdar fréttir Samtökin '78 kæra ákvörðun lögreglustjóra um að rannsaka ekki hatursummæli Hatursummæli sem kærð voru síðasta vor verða ekki rannsökuð af lögreglu. Samtökin '78 segja ummælin refsiverð og kæra ákvörðun lögreglustjóra í dag til ríkissaksóknara 7. október 2015 07:00 Lögreglan rannsaki hatursummæli Ríkissaksóknari gerir lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins að rannsaka hatursummæli sem átta einstaklingar létu falla. Hluti þeirra féll í útvarpsþætti í umsjón Péturs Gunnlaugssonar útvarpsmanns á Útvarpi Sögu og á lokaða vefsvæðinu Barnaskjól. 10. nóvember 2015 07:00 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Sjá meira
Samtökin '78 kæra ákvörðun lögreglustjóra um að rannsaka ekki hatursummæli Hatursummæli sem kærð voru síðasta vor verða ekki rannsökuð af lögreglu. Samtökin '78 segja ummælin refsiverð og kæra ákvörðun lögreglustjóra í dag til ríkissaksóknara 7. október 2015 07:00
Lögreglan rannsaki hatursummæli Ríkissaksóknari gerir lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins að rannsaka hatursummæli sem átta einstaklingar létu falla. Hluti þeirra féll í útvarpsþætti í umsjón Péturs Gunnlaugssonar útvarpsmanns á Útvarpi Sögu og á lokaða vefsvæðinu Barnaskjól. 10. nóvember 2015 07:00
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?