Nordsjælland tapaði 1-0 fyrir Randers í eina leik dagsins í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Ólafur Kristjánsson þjálfar Nordsjælland.
Eina mark leiksins kom á 27. mínútu. það geri Piotr Parzyszek fyrir Randers eftir undirbúning frá Johnny Thomsen. Lokatölur 1-0.
Guðmundur Þórarinsson var tekinn af velli á 84. mínútu, en Nordsjælland er í sjöunda sæti deildarinnar með 22 stig.
Þetta var annar tapleikur Nordsjælland í röð og þriðji tapleikurinn í síðustu fjórum leikjum.
