Sigríður Björk tekur til við að leysa samskiptavanda innan yfirstjórnar Ólöf Skaftadóttir skrifar 28. nóvember 2015 16:02 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Ernir „Ég tek þessu mjög alvarlega. Að sjálfsögðu, og vil gera allt sem ég get til þess að ráða bót á vandanum,”segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Líkt og Vísir hefur áður greint frá var utanaðkomandi ráðgjafi Hagvangs, Leifur Geir Hafsteinsson, fenginn til þess að greina samskiptavanda innan yfirstjórnar lögreglunnar. „Það hefur náttúrulega verið mikill sparnaður og við finnum fyrir honum eins og aðrar stofnanir. Þess vegna höfum við ekki val um að breyta hjá okkur og það er búið að breyta miklu innan lögreglunnar, oft áður og löngu áður en ég tók við líka. Þannig að ég held að það sé ekki óeðlilegt að það sé tekist á í slíku umhverfi. En í mínum huga er þetta einfalt. Ég vil að við séum eitt lið, þvert á umdæmi.“ Innanríkisráðuneytinu var greint frá niðurstöðum skýrslu um vandann á dögunum, en samkvæmt heimildum Vísis var lögregluembættinu ráðlagt að hlutlaus, utanaðkomandi aðili væri fenginn í það hlutverk að lægja öldurnar.Yfirstjórn lögreglunnar telur tíu manns. En auk þeirra taldi Leifur Geir ástæðu til að taka einnig viðtöl við millistjórnendur innan lögreglunnar, sem eru aðrir tíu. Alls er því um að ræða tuttugu manns innan lögreglunnar. Yfirstjórn lögreglunnar í tíð Stefáns Eiríkssonar, þáverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu Stefán er nú hættur.Vísir/Lögreglan Ljóst er að Sigríður Björk hefur ráðist í miklar breytingar síðan hún tók við embætti lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Ber þar sennilega hæst átak gegn heimilisofbeldi sem hefur gefið góða raun þar sem tilkynntum málum hefur fjölgað mikið, úr tuttugu málum í fimmtíu á mánuði. Rannsóknarstofnun í jafnréttisfræðum (RIKK) hefur unnið áfangamat á verkefninu, sem hófst í janúar á þessu ári. Í skýrslunni segir m.a: „Heildarniðurstaða áfangamatsins er jákvæð, en miklu hefur verið áorkað á þeim stutta tíma sem verkefnið hefur staðið yfir. Samstarf milli lögreglu, félagsþjónustu Reykjavíkur¬borgar og Barnaverndar hefur verið mjög gott og hefur vinnulag batnað eftir því sem liðið hefur á verkefnatímann og starfsfólk hefur fengið tíma til að venjast nýjum vinnubrögðum,“ segir í skýrslunni. Auk þessa átaksverkefnis hefur Sigríður Björk miklu breytt, fært starfsfólk til, stofnað nýjar deildir og lagt aðrar niður. Í föstudagsviðtali Fréttablaðsins frá í ágúst sagði Sigríður um breytingar innan embættisins: „Við ætlum að fletja út skipuritið. Við erum að reka þjónustu fyrir borgarana með almannafé. Við verðum að hugsa reksturinn út frá hagkvæmnissjónarmiðum líka. Þegar ég tók við var ljóst að við þyrftum að grípa til ráðstafana. Eins og hjá öllum öðrum opinberum stofnunum hefur fjármagnið minnkað án þess að verkefnum fækki. Samfélagið er líka alltaf að breytast, glæpir eru að breytast. Við þurfum að breytast með og vera á tánum.“ Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Fleiri fréttir Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Sjá meira
„Ég tek þessu mjög alvarlega. Að sjálfsögðu, og vil gera allt sem ég get til þess að ráða bót á vandanum,”segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Líkt og Vísir hefur áður greint frá var utanaðkomandi ráðgjafi Hagvangs, Leifur Geir Hafsteinsson, fenginn til þess að greina samskiptavanda innan yfirstjórnar lögreglunnar. „Það hefur náttúrulega verið mikill sparnaður og við finnum fyrir honum eins og aðrar stofnanir. Þess vegna höfum við ekki val um að breyta hjá okkur og það er búið að breyta miklu innan lögreglunnar, oft áður og löngu áður en ég tók við líka. Þannig að ég held að það sé ekki óeðlilegt að það sé tekist á í slíku umhverfi. En í mínum huga er þetta einfalt. Ég vil að við séum eitt lið, þvert á umdæmi.“ Innanríkisráðuneytinu var greint frá niðurstöðum skýrslu um vandann á dögunum, en samkvæmt heimildum Vísis var lögregluembættinu ráðlagt að hlutlaus, utanaðkomandi aðili væri fenginn í það hlutverk að lægja öldurnar.Yfirstjórn lögreglunnar telur tíu manns. En auk þeirra taldi Leifur Geir ástæðu til að taka einnig viðtöl við millistjórnendur innan lögreglunnar, sem eru aðrir tíu. Alls er því um að ræða tuttugu manns innan lögreglunnar. Yfirstjórn lögreglunnar í tíð Stefáns Eiríkssonar, þáverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu Stefán er nú hættur.Vísir/Lögreglan Ljóst er að Sigríður Björk hefur ráðist í miklar breytingar síðan hún tók við embætti lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Ber þar sennilega hæst átak gegn heimilisofbeldi sem hefur gefið góða raun þar sem tilkynntum málum hefur fjölgað mikið, úr tuttugu málum í fimmtíu á mánuði. Rannsóknarstofnun í jafnréttisfræðum (RIKK) hefur unnið áfangamat á verkefninu, sem hófst í janúar á þessu ári. Í skýrslunni segir m.a: „Heildarniðurstaða áfangamatsins er jákvæð, en miklu hefur verið áorkað á þeim stutta tíma sem verkefnið hefur staðið yfir. Samstarf milli lögreglu, félagsþjónustu Reykjavíkur¬borgar og Barnaverndar hefur verið mjög gott og hefur vinnulag batnað eftir því sem liðið hefur á verkefnatímann og starfsfólk hefur fengið tíma til að venjast nýjum vinnubrögðum,“ segir í skýrslunni. Auk þessa átaksverkefnis hefur Sigríður Björk miklu breytt, fært starfsfólk til, stofnað nýjar deildir og lagt aðrar niður. Í föstudagsviðtali Fréttablaðsins frá í ágúst sagði Sigríður um breytingar innan embættisins: „Við ætlum að fletja út skipuritið. Við erum að reka þjónustu fyrir borgarana með almannafé. Við verðum að hugsa reksturinn út frá hagkvæmnissjónarmiðum líka. Þegar ég tók við var ljóst að við þyrftum að grípa til ráðstafana. Eins og hjá öllum öðrum opinberum stofnunum hefur fjármagnið minnkað án þess að verkefnum fækki. Samfélagið er líka alltaf að breytast, glæpir eru að breytast. Við þurfum að breytast með og vera á tánum.“
Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Fleiri fréttir Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum