Einstök mynd af sérstökum manni Magnús Guðmundsson skrifar 28. nóvember 2015 12:00 Og svo tjöllum við okkur í rallið Bókin um Thor Guðmundur Andri Thorsson JPV, 2015 159 bls. Hönnun innsíðna og umbrot: Alexandra Buhl Hönnun kápu: Halla Sigga „Og svo tjöllum við okkur í rallið.“ Sagði Thor Vilhjálmsson rithöfundur við barnungan son sinn Guðmund Andra þegar það var kominn tími til þess að drífa sig í bæinn. Fara saman feðgarnir í útréttingar og að gera eitthvað skemmtilegt. „Og svo tjöllum við okkur í rallið.“ Það er svo mikið í þessum orðum. Mikill Thor. Mikill leikur að tungumálinu og svo mikið blik í auga skapandi og frumlegs höfundar sem var oft langt á undan sinni íslensku samtíð. Svona verða fallegar minningar til og svona lifa þær. Guðmundur Andri Thorsson hefur skrifað bók um föður sinn og nálgunin er sérstæð, innileg og falleg. Guðmundur Andri situr með myndir, bréf og minningabrot geymsluloftsins og minnist föður síns mynd fyrir mynd og raðar saman brotunum í órófa heild. Heildarmynd af Thor Vilhjálmssyni; rithöfundi, föður og manni. Thor Vilhjálmsson var einstakur rithöfundur sem skildi eftir sig magnað höfundarverk. En hann var líka umdeildur bæði sem höfundur og persóna. Maður sem kom af einni ríkustu ætt Íslands á þeim tíma en valdi að feta braut listarinnar á sínum forsendum. Maður sem sagt var um að hefði „brotist til fátæktar“ tók sér stöðu innan samfélagsins þar sem aldrei hafði áður sést sála úr efnastétt. Húmanisti og mannúðarsósíalisti sem kærði sig kollóttan um tvískipt hægri vinstri valdatog menningarsamfélagsins. Hikaði aldrei við að ganga á brattann en gat verið einþykkur og erfiður. Flókin manneskja og merkileg. Myndin sem Guðmundur Andri dregur upp í þessari bók sýnir allt þetta og auðvitað miklu meira til. Það er ekki ofsögum sagt að það sé vandfundinn betri liðsmaður íslenskunnar og jafn vígfimur og lipur stílisti og Guðmundur Andri. Og svo tjöllum við okkur í rallið ber þess líka öll merki. Hér birtist Thor Vilhjálmsson lesendum með ótrúlega lifandi og skemmtilegum hætti og það er rétt að taka fram að maður þarf ekki að hafa þekkt Thor persónulega til þess að svo sé. Og þetta er engin helgimynd. Langt því frá. Guðmundur Andri tíundar jafnt kosti sem galla föður síns á hreinskiptinn og afdráttarlausan hátt. Horfir á myndirnar og laðar fram minningar og tilfinningar án þess að hlífa föður sínum en án þess þó að missa nokkurn tíma sjónar á kærleikanum sem hann ber til hans í brjósti. Það er firnavel gert og skilar jafnframt skýrri og skemmtilegri mynd af Thor, samferðamönnum sem og tíðarandanum í íslensku lista- og menningarlífi á árum þar sem rétt var rangt og ekkert stóð þar á milli. Auk þess að draga upp skýra og fallega mynd af sambandi þeirra feðga, Thor sem listamanni og umdeildum einstaklingi innan samfélagsins, þá tekst Guðmundi Andra að gefa lesendum nýja sýn á höfundarverk Thors. Setja fjölda frábærra verka í samhengi við líf og hugmyndaheim föður síns á miklum umbrotatímum í evrópsku menningarlífi sem hann lifði og hrærðist í að miklu leyti. Það er fagnaðarefni. Útlitshönnun og umbrot allt á svo einnig stóran þátt í að gera bókina enn skemmtilegri aflestrar enda sérdeilis vel heppnað.Niðurstaða: Og svo tjöllum við okkur í rallið er einstaklega vel heppnuð og falleg bók sem setur ferskan tón í ævisagnaritun á Íslandi. Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Og svo tjöllum við okkur í rallið Bókin um Thor Guðmundur Andri Thorsson JPV, 2015 159 bls. Hönnun innsíðna og umbrot: Alexandra Buhl Hönnun kápu: Halla Sigga „Og svo tjöllum við okkur í rallið.“ Sagði Thor Vilhjálmsson rithöfundur við barnungan son sinn Guðmund Andra þegar það var kominn tími til þess að drífa sig í bæinn. Fara saman feðgarnir í útréttingar og að gera eitthvað skemmtilegt. „Og svo tjöllum við okkur í rallið.“ Það er svo mikið í þessum orðum. Mikill Thor. Mikill leikur að tungumálinu og svo mikið blik í auga skapandi og frumlegs höfundar sem var oft langt á undan sinni íslensku samtíð. Svona verða fallegar minningar til og svona lifa þær. Guðmundur Andri Thorsson hefur skrifað bók um föður sinn og nálgunin er sérstæð, innileg og falleg. Guðmundur Andri situr með myndir, bréf og minningabrot geymsluloftsins og minnist föður síns mynd fyrir mynd og raðar saman brotunum í órófa heild. Heildarmynd af Thor Vilhjálmssyni; rithöfundi, föður og manni. Thor Vilhjálmsson var einstakur rithöfundur sem skildi eftir sig magnað höfundarverk. En hann var líka umdeildur bæði sem höfundur og persóna. Maður sem kom af einni ríkustu ætt Íslands á þeim tíma en valdi að feta braut listarinnar á sínum forsendum. Maður sem sagt var um að hefði „brotist til fátæktar“ tók sér stöðu innan samfélagsins þar sem aldrei hafði áður sést sála úr efnastétt. Húmanisti og mannúðarsósíalisti sem kærði sig kollóttan um tvískipt hægri vinstri valdatog menningarsamfélagsins. Hikaði aldrei við að ganga á brattann en gat verið einþykkur og erfiður. Flókin manneskja og merkileg. Myndin sem Guðmundur Andri dregur upp í þessari bók sýnir allt þetta og auðvitað miklu meira til. Það er ekki ofsögum sagt að það sé vandfundinn betri liðsmaður íslenskunnar og jafn vígfimur og lipur stílisti og Guðmundur Andri. Og svo tjöllum við okkur í rallið ber þess líka öll merki. Hér birtist Thor Vilhjálmsson lesendum með ótrúlega lifandi og skemmtilegum hætti og það er rétt að taka fram að maður þarf ekki að hafa þekkt Thor persónulega til þess að svo sé. Og þetta er engin helgimynd. Langt því frá. Guðmundur Andri tíundar jafnt kosti sem galla föður síns á hreinskiptinn og afdráttarlausan hátt. Horfir á myndirnar og laðar fram minningar og tilfinningar án þess að hlífa föður sínum en án þess þó að missa nokkurn tíma sjónar á kærleikanum sem hann ber til hans í brjósti. Það er firnavel gert og skilar jafnframt skýrri og skemmtilegri mynd af Thor, samferðamönnum sem og tíðarandanum í íslensku lista- og menningarlífi á árum þar sem rétt var rangt og ekkert stóð þar á milli. Auk þess að draga upp skýra og fallega mynd af sambandi þeirra feðga, Thor sem listamanni og umdeildum einstaklingi innan samfélagsins, þá tekst Guðmundi Andra að gefa lesendum nýja sýn á höfundarverk Thors. Setja fjölda frábærra verka í samhengi við líf og hugmyndaheim föður síns á miklum umbrotatímum í evrópsku menningarlífi sem hann lifði og hrærðist í að miklu leyti. Það er fagnaðarefni. Útlitshönnun og umbrot allt á svo einnig stóran þátt í að gera bókina enn skemmtilegri aflestrar enda sérdeilis vel heppnað.Niðurstaða: Og svo tjöllum við okkur í rallið er einstaklega vel heppnuð og falleg bók sem setur ferskan tón í ævisagnaritun á Íslandi.
Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira