„Eigum að rísa upp og stoppa þessa aðför að okkur“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 26. nóvember 2015 15:56 Guðmundur Ragnarsson er formaður VM. vísir/anton Guðmundur Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, segir ljóst að Rio Tinto ætli ekki að semja við starfsmenn sína, nema með því að þvinga fram umtalsverðar breytingar í þá átt að koma sem flestum fastráðnum starfsmönnum út, og fá verktaka í störfin. Sú hagræðing virki þó einungis í eina átt. „Að finna fólk í störfin á lægri launum, aðallega útlendinga sem ekki eru skráðir hér á landi, eins og var gert hjá ÍSAL á þessu ári og þekkist víða í atvinnulífinu í dag,“ segir Guðmundur á vefsíðu félagsins. Kjaradeila starfsmanna álversins í Straumsvík er enn í hnút og virðist engin lausn í sjónmáli. Að sögn Guðmundar hafa deiluaðilar hist í húsakynnum ríkissáttasemjara tuttugu og átta sinnum. Ljóst sé að starfsfólkið skipti fyrirtækið litlu máli – hagnaðurinn sé aðalatriðið. „Ef láta á eftir þeim að fá vinnuna gefins líka, þá er lítið fyrir okkur að hafa, sem samfélag, af veru þeirra hér. Það verður að stoppa þetta í fæðingu. Hin stóriðjufyrirtækin munu fara sömu leið til að skera niður launakostnað, um leið og þau fá færi til. Eflaust með sömu hótunum að vopni. Hótuinina um að ef þau fái ekki sitt fram, muni þau loka, fara.“„Viðbjóðsleg saga um heim allan“ Guðmundur segir Samtök atvinnulífsins ganga erinda Rio Tinto, sem sé til þess fallið að skaða íslenskt samfélag og verða samtökunum til ævarandi skammar. „Rio Tinto er alþjóðlegur auðhringur sem á sér viðbjóðslega sögu um heim allan. Þar sem mannslíf hafa litlu skipt í leit þeirra að auknum hagnaði. Þennan veruleika fáum við nú í andlitið. Við sem samfélag eigum að rísa upp og stoppa þessa aðför að okkur,“ segir hann og bætir við að alþjóðastofnanir hafi varað við þessari þróun. „Skilaboðin frá þessum stofnunum eru; takið á þessu, aukið jöfnuð og greiðið góð laun. Þá mun hagvöxtur aukast.“ Að lokum skorar hann á þingmenn að opna augun og styðja kröfu starfsmanna ÍSAL að fá sömu launahækkanir og aðrir launamenn hafi fengið í undangengnum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum. „Ef fyrirtækið er að spila þann ljóta leik að nota starfsfólk sitt, sem margt hefur unnið þar í áratugi, til að fá hagkvæmari raforkusamning þá sýnir það skíteðli eigendanna. Ef þeir ætla að loka, þá ættu stjórnendurinr að hafa kjark til að gera það á réttum forsendum,“ segir Guðmundur. Það sé þó áhyggjuefni, enda afkoma margra í húfi. Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir „Enginn launamaður þurft að semja störfin frá sér“ Fundur í kjaradeilu starfsmanna álversins í Straumsvík hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan tvö í dag. 25. nóvember 2015 14:13 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira
Guðmundur Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, segir ljóst að Rio Tinto ætli ekki að semja við starfsmenn sína, nema með því að þvinga fram umtalsverðar breytingar í þá átt að koma sem flestum fastráðnum starfsmönnum út, og fá verktaka í störfin. Sú hagræðing virki þó einungis í eina átt. „Að finna fólk í störfin á lægri launum, aðallega útlendinga sem ekki eru skráðir hér á landi, eins og var gert hjá ÍSAL á þessu ári og þekkist víða í atvinnulífinu í dag,“ segir Guðmundur á vefsíðu félagsins. Kjaradeila starfsmanna álversins í Straumsvík er enn í hnút og virðist engin lausn í sjónmáli. Að sögn Guðmundar hafa deiluaðilar hist í húsakynnum ríkissáttasemjara tuttugu og átta sinnum. Ljóst sé að starfsfólkið skipti fyrirtækið litlu máli – hagnaðurinn sé aðalatriðið. „Ef láta á eftir þeim að fá vinnuna gefins líka, þá er lítið fyrir okkur að hafa, sem samfélag, af veru þeirra hér. Það verður að stoppa þetta í fæðingu. Hin stóriðjufyrirtækin munu fara sömu leið til að skera niður launakostnað, um leið og þau fá færi til. Eflaust með sömu hótunum að vopni. Hótuinina um að ef þau fái ekki sitt fram, muni þau loka, fara.“„Viðbjóðsleg saga um heim allan“ Guðmundur segir Samtök atvinnulífsins ganga erinda Rio Tinto, sem sé til þess fallið að skaða íslenskt samfélag og verða samtökunum til ævarandi skammar. „Rio Tinto er alþjóðlegur auðhringur sem á sér viðbjóðslega sögu um heim allan. Þar sem mannslíf hafa litlu skipt í leit þeirra að auknum hagnaði. Þennan veruleika fáum við nú í andlitið. Við sem samfélag eigum að rísa upp og stoppa þessa aðför að okkur,“ segir hann og bætir við að alþjóðastofnanir hafi varað við þessari þróun. „Skilaboðin frá þessum stofnunum eru; takið á þessu, aukið jöfnuð og greiðið góð laun. Þá mun hagvöxtur aukast.“ Að lokum skorar hann á þingmenn að opna augun og styðja kröfu starfsmanna ÍSAL að fá sömu launahækkanir og aðrir launamenn hafi fengið í undangengnum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum. „Ef fyrirtækið er að spila þann ljóta leik að nota starfsfólk sitt, sem margt hefur unnið þar í áratugi, til að fá hagkvæmari raforkusamning þá sýnir það skíteðli eigendanna. Ef þeir ætla að loka, þá ættu stjórnendurinr að hafa kjark til að gera það á réttum forsendum,“ segir Guðmundur. Það sé þó áhyggjuefni, enda afkoma margra í húfi.
Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir „Enginn launamaður þurft að semja störfin frá sér“ Fundur í kjaradeilu starfsmanna álversins í Straumsvík hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan tvö í dag. 25. nóvember 2015 14:13 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira
„Enginn launamaður þurft að semja störfin frá sér“ Fundur í kjaradeilu starfsmanna álversins í Straumsvík hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan tvö í dag. 25. nóvember 2015 14:13