Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Grótta 25-18 | Sjötti sigur Hauka í röð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. nóvember 2015 21:45 Adam Haukur Baumruk skoraði fjögur mörk í leiknum. vísir/stefán Haukar báru sigurorð af Gróttu, 25-18, í heldur rislitlum leik í 15. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Þetta var sjötti sigur Hauka í röð en Íslandsmeistararnir eru með tveggja stiga forskot á Val á toppi deildarinnar. Þeir eiga auk þess leik til góða á Valsmenn. Grótta hefur hins vegar tapað tveimur leikjum í röð og er í 6. sæti deildarinnar. Haukar byrjuðu leikinn betur og eftir fjögurra mínútna leik var staðan 3-1, þeim í vil. Gróttumenn tóku þá við sér, skoruðu fjögur mörk í röð og komust tveimur mörkum yfir, 3-5. Varnarleikur gestanna var sterkur og Lárus Helgi Ólafsson varði vel í markinu. Í sókninni fór Daði Laxdal Gautason hamförum en hann skoraði fjögur fyrstu mörk Gróttu í leiknum og alls sex af átta mörkum liðsins í fyrri hálfleik. Aðrir voru fjarri sínu besta. Viggó Kristjánsson var t.a.m. afar lítill í sér í kvöld, tók léleg skot og tapaði boltanum klaufalega. Aron Dagur Pálsson var sömuleiðis slakur og skoraði ekki mark. Þá fóru hornabræðurnir Finnur Ingi og Júlíus Þórir Stefánssynir og Guðni Ingvarsson á línunni illa með nokkur dauðafæri. Giedrius Morkunas var að venju góður í marki Hauka en hann varði 11 skot í fyrri hálfleik (58%). Lárus stóð honum lítt að baki en hann varði 12 af þeim 23 skotum sem hann fékk á sig (52%). Í stöðunni 3-5 tók Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, leikhlé og messaði yfir sínum mönnum. Það virtist kveikja í Haukaliðinu sem fékk aðeins á sig þrjú mörk á síðustu 18 mínútum fyrri hálfleik. Sóknarleikur Hauka var ekkert sérstakur en þeir náðu þó að skora 11 mörk og leiddu með þremur mörkum í hálfleik, 11-8. Aðeins þrír leikmenn Gróttu komust á blað í fyrri hálfleiknum en sjö hjá Haukum. Haukarnir voru mun sterkari aðilinn í seinni hálfleik og það var lítil spurning hvorum megin sigurinn myndi enda. Heimamenn voru reyndar ekkert að flýta sér að klára leikinn og Seltirningar voru inni í honum allt þar til um 10 mínútur voru eftir. Þeir virtust þó aldrei hafa trú á því að þeir gætu tekið stig úr leiknum. Sóknarleikur Gróttu var slakur og Giedrius hélt áfram að verja vel. Haukunum gekk einnig betur að verjast Daða en hann skoraði aðeins tvö mörk í seinni hálfleik og skotnýting hans hrapaði niður. Haukarnir bættu jafnt og þétt við forskotið og náðu mest níu marka forskoti, 25-16. Á endanum munaði sjö mörkum á liðunum, 25-18. Brynjólfur Snær Brynjólfsson og Einar Pétur Pétursson voru markahæstir í liði Hauka með fimm mörk hvor en alls komust níu leikmenn liðsins á blað í leiknum. Giedrius varði 20 skot í markinu (56%). Daði var langatkvæðamestur í liði Gróttu með átta mörk en Seltirningar söknuðu sárlega framlags frá fleirum í kvöld. Lárus varði alls 15 skot í leiknum (44%). Gunnar Magnússon: Erum einum leik frá riðlakeppninni Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, var sáttur með sigurinn á Gróttu í kvöld. Haukar voru á hælunum í byrjun leiks en náðu undirtökunum um miðjan fyrri hálfleik og létu þau ekki af hendi það sem eftir lifði leiks. "Við vorum svolítið þungir í dag en gerðum það sem við þurftum," sagði Gunnar. "Við vorum með góða stjórn á leiknum í seinni hálfleik og kláruðum þetta. Það er alltaf erfitt að mæta Gróttu en ég er ánægður með strákana, þeir gerðu það sem til þurfti." Haukar voru í vandræðum með að verjast Daða Laxdal Gautasyni í fyrri hálfleik en hann skoraði þá sex af átta mörkum Gróttu. Heimamönnum gekk betur að eiga við hann í seinni hálfleik þar sem Daði skoraði aðeins tvö mörk. "Við náðum að loka betur á hann í seinni hálfleik. Hann skoraði eitthvað en fór með nokkrar sóknir á móti. "Við þéttum í kringum hann í seinni hálfleik og stilltum vörnina betur," sagði Gunnar sem viðurkennir að hafa verið smeykur fyrir leikinn í kvöld, sem er á milli Evrópuleikjanna gegn Saint Raphael. "Ég var skíthræddur fyrir þennan leik, það er alltaf erfitt að spila milli Evrópuleikja. Þetta eru erfiðir leikir sem margir hafa flaskað á," sagði Gunnar sem telur Hauka eiga fína möguleika í Frakklandi á sunnudaginn. "Við förum út til að reyna að vinna og komast áfram," sagði Gunnar en Saint Raphael er með eins marks forskot eftir fyrri leikinn. "Þetta er opið einvígi og við erum einum leik frá því að komast í riðlakeppnina. Þannig lít ég á þetta. Við ætlum að undirbúa okkur vel og gefa allt í þetta," sagði Gunnar að lokum. Gunnar Andrésson: Fórum illa með færin okkar Gunnar Andrésson, þjálfari Gróttu, sá ýmislegt jákvætt í spilamennsku Seltirninga í fyrri hálfleiknum gegn Íslandsmeisturum Hauka í kvöld. "Það var margt jákvætt í fyrri hálfleiknum," sagði Gunnar en Haukar leiddu með þremur mörkum að honum loknum, 11-8. "Við fórum illa með færin okkar og hefðum átt að vera með betri stöðu í hálfleik. Hann tók ansi mörg dauðafæri," bætti Gunnar við og átti þar við Giedrius Morkunas, markvörð Hauka, sem varði 20 skot í leiknum. "Við vorum klaufar að vera ekki með betri stöðu eftir fyrri hálfleikinn en sá seinni var frekar lélegur af okkar hálfu. "Við gáfumst upp undir lokin og litum ansi illa út síðustu 10 mínúturnar," sagði Gunnar sem sá sóknarfæri fyrir leikinn gegn Haukaliði sem stendur í ströngu í EHF-bikarnum þessa dagana. "Jájá, ég var að vonast til að þeir yrðu með hugann við þetta Evrópuverkefni og við ætluðum að nýta okkur það. En það tókst ekki. "Það vantaði aðeins meiri trú og getu til að klára þetta verkefni," sagði Gunnar að endingu. Olís-deild karla Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Hefur enga trú lengur á Amorim Enski boltinn „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Haukar báru sigurorð af Gróttu, 25-18, í heldur rislitlum leik í 15. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Þetta var sjötti sigur Hauka í röð en Íslandsmeistararnir eru með tveggja stiga forskot á Val á toppi deildarinnar. Þeir eiga auk þess leik til góða á Valsmenn. Grótta hefur hins vegar tapað tveimur leikjum í röð og er í 6. sæti deildarinnar. Haukar byrjuðu leikinn betur og eftir fjögurra mínútna leik var staðan 3-1, þeim í vil. Gróttumenn tóku þá við sér, skoruðu fjögur mörk í röð og komust tveimur mörkum yfir, 3-5. Varnarleikur gestanna var sterkur og Lárus Helgi Ólafsson varði vel í markinu. Í sókninni fór Daði Laxdal Gautason hamförum en hann skoraði fjögur fyrstu mörk Gróttu í leiknum og alls sex af átta mörkum liðsins í fyrri hálfleik. Aðrir voru fjarri sínu besta. Viggó Kristjánsson var t.a.m. afar lítill í sér í kvöld, tók léleg skot og tapaði boltanum klaufalega. Aron Dagur Pálsson var sömuleiðis slakur og skoraði ekki mark. Þá fóru hornabræðurnir Finnur Ingi og Júlíus Þórir Stefánssynir og Guðni Ingvarsson á línunni illa með nokkur dauðafæri. Giedrius Morkunas var að venju góður í marki Hauka en hann varði 11 skot í fyrri hálfleik (58%). Lárus stóð honum lítt að baki en hann varði 12 af þeim 23 skotum sem hann fékk á sig (52%). Í stöðunni 3-5 tók Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, leikhlé og messaði yfir sínum mönnum. Það virtist kveikja í Haukaliðinu sem fékk aðeins á sig þrjú mörk á síðustu 18 mínútum fyrri hálfleik. Sóknarleikur Hauka var ekkert sérstakur en þeir náðu þó að skora 11 mörk og leiddu með þremur mörkum í hálfleik, 11-8. Aðeins þrír leikmenn Gróttu komust á blað í fyrri hálfleiknum en sjö hjá Haukum. Haukarnir voru mun sterkari aðilinn í seinni hálfleik og það var lítil spurning hvorum megin sigurinn myndi enda. Heimamenn voru reyndar ekkert að flýta sér að klára leikinn og Seltirningar voru inni í honum allt þar til um 10 mínútur voru eftir. Þeir virtust þó aldrei hafa trú á því að þeir gætu tekið stig úr leiknum. Sóknarleikur Gróttu var slakur og Giedrius hélt áfram að verja vel. Haukunum gekk einnig betur að verjast Daða en hann skoraði aðeins tvö mörk í seinni hálfleik og skotnýting hans hrapaði niður. Haukarnir bættu jafnt og þétt við forskotið og náðu mest níu marka forskoti, 25-16. Á endanum munaði sjö mörkum á liðunum, 25-18. Brynjólfur Snær Brynjólfsson og Einar Pétur Pétursson voru markahæstir í liði Hauka með fimm mörk hvor en alls komust níu leikmenn liðsins á blað í leiknum. Giedrius varði 20 skot í markinu (56%). Daði var langatkvæðamestur í liði Gróttu með átta mörk en Seltirningar söknuðu sárlega framlags frá fleirum í kvöld. Lárus varði alls 15 skot í leiknum (44%). Gunnar Magnússon: Erum einum leik frá riðlakeppninni Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, var sáttur með sigurinn á Gróttu í kvöld. Haukar voru á hælunum í byrjun leiks en náðu undirtökunum um miðjan fyrri hálfleik og létu þau ekki af hendi það sem eftir lifði leiks. "Við vorum svolítið þungir í dag en gerðum það sem við þurftum," sagði Gunnar. "Við vorum með góða stjórn á leiknum í seinni hálfleik og kláruðum þetta. Það er alltaf erfitt að mæta Gróttu en ég er ánægður með strákana, þeir gerðu það sem til þurfti." Haukar voru í vandræðum með að verjast Daða Laxdal Gautasyni í fyrri hálfleik en hann skoraði þá sex af átta mörkum Gróttu. Heimamönnum gekk betur að eiga við hann í seinni hálfleik þar sem Daði skoraði aðeins tvö mörk. "Við náðum að loka betur á hann í seinni hálfleik. Hann skoraði eitthvað en fór með nokkrar sóknir á móti. "Við þéttum í kringum hann í seinni hálfleik og stilltum vörnina betur," sagði Gunnar sem viðurkennir að hafa verið smeykur fyrir leikinn í kvöld, sem er á milli Evrópuleikjanna gegn Saint Raphael. "Ég var skíthræddur fyrir þennan leik, það er alltaf erfitt að spila milli Evrópuleikja. Þetta eru erfiðir leikir sem margir hafa flaskað á," sagði Gunnar sem telur Hauka eiga fína möguleika í Frakklandi á sunnudaginn. "Við förum út til að reyna að vinna og komast áfram," sagði Gunnar en Saint Raphael er með eins marks forskot eftir fyrri leikinn. "Þetta er opið einvígi og við erum einum leik frá því að komast í riðlakeppnina. Þannig lít ég á þetta. Við ætlum að undirbúa okkur vel og gefa allt í þetta," sagði Gunnar að lokum. Gunnar Andrésson: Fórum illa með færin okkar Gunnar Andrésson, þjálfari Gróttu, sá ýmislegt jákvætt í spilamennsku Seltirninga í fyrri hálfleiknum gegn Íslandsmeisturum Hauka í kvöld. "Það var margt jákvætt í fyrri hálfleiknum," sagði Gunnar en Haukar leiddu með þremur mörkum að honum loknum, 11-8. "Við fórum illa með færin okkar og hefðum átt að vera með betri stöðu í hálfleik. Hann tók ansi mörg dauðafæri," bætti Gunnar við og átti þar við Giedrius Morkunas, markvörð Hauka, sem varði 20 skot í leiknum. "Við vorum klaufar að vera ekki með betri stöðu eftir fyrri hálfleikinn en sá seinni var frekar lélegur af okkar hálfu. "Við gáfumst upp undir lokin og litum ansi illa út síðustu 10 mínúturnar," sagði Gunnar sem sá sóknarfæri fyrir leikinn gegn Haukaliði sem stendur í ströngu í EHF-bikarnum þessa dagana. "Jájá, ég var að vonast til að þeir yrðu með hugann við þetta Evrópuverkefni og við ætluðum að nýta okkur það. En það tókst ekki. "Það vantaði aðeins meiri trú og getu til að klára þetta verkefni," sagði Gunnar að endingu.
Olís-deild karla Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Hefur enga trú lengur á Amorim Enski boltinn „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira