Furðulegt mark sem Simon Mignolet átti allan heiðurinn af kostaði Liverpool ekki sigurinn í kvöld þegar liðið tók á móti Bordeaux frá Frakklandi í fimmtu leikviku Evrópudeildarinnar.
Belginn tók boltann upp í teignum og hélt honum í 22 sekúndur. Dómari leiksins flautaði þá loksins óbeina aukaspyrnu og úr henni skoraði Henri Saivet með fallegu skori á 33. mínútu, 1-0.
Liverpool jafnaði metin aðeins fimm mínútum síðar með marki James Milner úr vítaspyrnu, 1-1, og áður en hálfleikurinn var allur komst Liverpool yfir.
Belginn stóri Christian Benteke tryggði Liverpool sigurinn með flottu marki á 45. mínútu, 2-1, og þar við sat.
Sigurinn fleytti Liverpool í 32 liða úrslit Evrópudeildarinnar, en liðið er á toppnum í B-riðli með níu stig, fjórum stigum meira en Rubin Kazan sem er í þriðja sætinu.
Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan.
