Lítið eftir af veiðileyfum í Blöndu fyrir 2016 Karl Lúðvíksson skrifar 2. desember 2015 10:00 Þorsteinn Stefánsson með flottann lax úr Blöndu á liðnu sumri Veiðimenn eru í óðaönn að bóka veiðileyfi fyrir næsta sumar og það er mikil ásókn í daga í bestu ánum. Það er mikil sala í veiðileyfum og veiðileyfasalar bera sig vel enda virðist salan nú endurspegla frábært sumar í ánum. Gott dæmi um þetta er t.d. Blanda en samkvæmt fréttum frá Lax-Á er lítið eftir af stöngum í ánna á besta tímanum fyrir næsta sumar. Það skal heldur engan undra að eftirspurn sé mikil eftir leyfum í Blöndu en hún endaði sem kunnugt er í 4829 löxum á liðnu sumri sem er met í henni. Erlendir veiðimenn eru að koma sterkir inn í bókanir og það er nokkuð ljóst að það verður ekki jafn auðvelt að stökkva á lausa daga næsta sumar eins og það var í sumar. Allar árnar sem voru á topp tíu listanum yfir aflahæstu árnar í fyrra eru stutt frá því að vera fullbókaðar þannig að það þarf að hafa hraðann á ef veiðimenn sem veiddu þar í fyrra ætla á annað borð að veiða í ánum sínum aftur. Mest lesið Hreinsunardagur Elliðaánna verður 10. júní Veiði Urriðinn mættur við Kárastaði Veiði Bestu veiðistaðir Elliðaánna Veiði 17 laxar úr Grímsá við opnun Veiði Mikið framboð af villibráð Veiði Átta laxar á land við opnun Miðfjarðarár Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði Meira laust en síðustu sumur Veiði Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði Góð rjúpnaveiði víðast hvar Veiði
Veiðimenn eru í óðaönn að bóka veiðileyfi fyrir næsta sumar og það er mikil ásókn í daga í bestu ánum. Það er mikil sala í veiðileyfum og veiðileyfasalar bera sig vel enda virðist salan nú endurspegla frábært sumar í ánum. Gott dæmi um þetta er t.d. Blanda en samkvæmt fréttum frá Lax-Á er lítið eftir af stöngum í ánna á besta tímanum fyrir næsta sumar. Það skal heldur engan undra að eftirspurn sé mikil eftir leyfum í Blöndu en hún endaði sem kunnugt er í 4829 löxum á liðnu sumri sem er met í henni. Erlendir veiðimenn eru að koma sterkir inn í bókanir og það er nokkuð ljóst að það verður ekki jafn auðvelt að stökkva á lausa daga næsta sumar eins og það var í sumar. Allar árnar sem voru á topp tíu listanum yfir aflahæstu árnar í fyrra eru stutt frá því að vera fullbókaðar þannig að það þarf að hafa hraðann á ef veiðimenn sem veiddu þar í fyrra ætla á annað borð að veiða í ánum sínum aftur.
Mest lesið Hreinsunardagur Elliðaánna verður 10. júní Veiði Urriðinn mættur við Kárastaði Veiði Bestu veiðistaðir Elliðaánna Veiði 17 laxar úr Grímsá við opnun Veiði Mikið framboð af villibráð Veiði Átta laxar á land við opnun Miðfjarðarár Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði Meira laust en síðustu sumur Veiði Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði Góð rjúpnaveiði víðast hvar Veiði