Óánægð með líkamann eftir leik með Barbie og aksjónkalla Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 26. nóvember 2015 09:00 Umræðan um útlit Barbie og áhrif þess á stelpur hefur staðið árum saman. NORDICPHOTOS/GETTY Stelpur sem hafa leikið sér með Barbie-dúkkur og strákar sem hafa leikið sér með aksjónkalla eru óánægðari með eigin líkama, heldur en börn sem hafa leikið sér með önnur leikföng. Frá þessu er greint í Sænska dagblaðinu sem fjallar um bókina Projekt perfekt, om utseendekultur och kroppsuppfattning. Í bókinni er greint frá niðurstöðum fjölda rannsókna um líkamsímynd. Fjögurra til fimm ára börn eru meðvituð um að megrun getur verið leið til að öðlast eftirsóknarverðan vöxt. Fjörutíu til fimmtíu prósent sex til 12 ára barna eru óánægð með þyngd sína eða vaxtarlag og 21 prósent sjö ára stelpna í sænskri rannsókn hefur reynt að létta sig. Í rannsókn sem einn þriggja bókarhöfunda, Carolina Lunde, doktor í sálfræði við Gautaborgarháskóla í Svíþjóð, stóð að kváðust 25 prósent 13 ára stelpna vera of feitar þótt þær væru í eðlilegri þyngd eða of léttar. Einn af hverjum tíu strákum sagðist vera of þungur þótt þyngdin væri eðlileg. Í viðtali við Sænska dagblaðið segir Carolina Lunde að mikilvægt sé að uppgötva snemma óánægju barnanna með eigin líkama þar sem hún geti leitt til vandamála í tengslum við mataræði og líkamsæfingar. Hún getur þess að rannsóknir hafi leitt í ljós að því meiri tíma sem táningsstelpur verja í að skoða umfjöllun um útlit, þeim mun neikvæðari verði líkamsímynd þeirra. Niðurstöður þeirra fáu rannsókna sem gerðar hafi verið á körlum séu svipaðar þótt þær séu ekki jafngreinilegar. Kristina Holmqvist Gattario, annar af þremur höfundum fyrrgreindrar bókar, segir að með því að einbeita sér að virkni líkamans í stað útlits hans verði líkamsímyndin jákvæðari. Gattario, sem er lektor í sálfræði við Gautaborgarháskóla og rannsakar jákvæða líkamsímynd, segir í viðtali við Sænska dagblaðið að óvenjulegt sé að einhver segist vera ánægður með eigin líkama. Unglingar sem tekið hafi þátt í rannsóknum hafi nefnt að túlka mætti það sem gort. Að sögn Gattario sýndu niðurstöður ástralskrar rannsóknar á viðhorfum kvenna á aldrinum 18 til 75 ára að allir aldurshópar voru óánægðir með til dæmis andlit, læri, maga eða þyngd. En því eldri sem konurnar voru þeim mun jákvæðari var líkamsímynd þeirra. Þær gátu einbeitt sér að virkni líkamans. Styrkleiki, hraði, fimi og góð heilsa verður mikilvægara en útlitið þegar aldurinn færist yfir. Rannsakendur urðu einnig varir við að þær sem fylgdust mikið með fegrunarráðum á netinu voru opnari fyrir fegrunaraðgerðum, bæði til þess að þeim líði sjálfum betur og einnig til þess að fá vinnu eða finna maka. Bókarhöfundar benda á að árið 2010 hafi fegurðariðnaðurinn velt 250 milljörðum dollara á heimsvísu. Til að komast að því hvað einkenni viðhorf þeirra unglinga sem eru með jákvæða líkamsímynd var tekið viðtal við þrjátíu 14 ára unglinga sem höfðu verið með jákvæðari líkamsímynd þegar þeir voru 10 og 13 ára en jafnaldrar þeirra. Unglingarnir nefndu ýmislegt sem þeim fannst að mætti vera betra en einbeindu sér frekar að virkni líkamans. Fjórtán ára stelpa kvaðst vera ánægð með fæturna á sér þar sem hún hlypi hratt. Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Stelpur sem hafa leikið sér með Barbie-dúkkur og strákar sem hafa leikið sér með aksjónkalla eru óánægðari með eigin líkama, heldur en börn sem hafa leikið sér með önnur leikföng. Frá þessu er greint í Sænska dagblaðinu sem fjallar um bókina Projekt perfekt, om utseendekultur och kroppsuppfattning. Í bókinni er greint frá niðurstöðum fjölda rannsókna um líkamsímynd. Fjögurra til fimm ára börn eru meðvituð um að megrun getur verið leið til að öðlast eftirsóknarverðan vöxt. Fjörutíu til fimmtíu prósent sex til 12 ára barna eru óánægð með þyngd sína eða vaxtarlag og 21 prósent sjö ára stelpna í sænskri rannsókn hefur reynt að létta sig. Í rannsókn sem einn þriggja bókarhöfunda, Carolina Lunde, doktor í sálfræði við Gautaborgarháskóla í Svíþjóð, stóð að kváðust 25 prósent 13 ára stelpna vera of feitar þótt þær væru í eðlilegri þyngd eða of léttar. Einn af hverjum tíu strákum sagðist vera of þungur þótt þyngdin væri eðlileg. Í viðtali við Sænska dagblaðið segir Carolina Lunde að mikilvægt sé að uppgötva snemma óánægju barnanna með eigin líkama þar sem hún geti leitt til vandamála í tengslum við mataræði og líkamsæfingar. Hún getur þess að rannsóknir hafi leitt í ljós að því meiri tíma sem táningsstelpur verja í að skoða umfjöllun um útlit, þeim mun neikvæðari verði líkamsímynd þeirra. Niðurstöður þeirra fáu rannsókna sem gerðar hafi verið á körlum séu svipaðar þótt þær séu ekki jafngreinilegar. Kristina Holmqvist Gattario, annar af þremur höfundum fyrrgreindrar bókar, segir að með því að einbeita sér að virkni líkamans í stað útlits hans verði líkamsímyndin jákvæðari. Gattario, sem er lektor í sálfræði við Gautaborgarháskóla og rannsakar jákvæða líkamsímynd, segir í viðtali við Sænska dagblaðið að óvenjulegt sé að einhver segist vera ánægður með eigin líkama. Unglingar sem tekið hafi þátt í rannsóknum hafi nefnt að túlka mætti það sem gort. Að sögn Gattario sýndu niðurstöður ástralskrar rannsóknar á viðhorfum kvenna á aldrinum 18 til 75 ára að allir aldurshópar voru óánægðir með til dæmis andlit, læri, maga eða þyngd. En því eldri sem konurnar voru þeim mun jákvæðari var líkamsímynd þeirra. Þær gátu einbeitt sér að virkni líkamans. Styrkleiki, hraði, fimi og góð heilsa verður mikilvægara en útlitið þegar aldurinn færist yfir. Rannsakendur urðu einnig varir við að þær sem fylgdust mikið með fegrunarráðum á netinu voru opnari fyrir fegrunaraðgerðum, bæði til þess að þeim líði sjálfum betur og einnig til þess að fá vinnu eða finna maka. Bókarhöfundar benda á að árið 2010 hafi fegurðariðnaðurinn velt 250 milljörðum dollara á heimsvísu. Til að komast að því hvað einkenni viðhorf þeirra unglinga sem eru með jákvæða líkamsímynd var tekið viðtal við þrjátíu 14 ára unglinga sem höfðu verið með jákvæðari líkamsímynd þegar þeir voru 10 og 13 ára en jafnaldrar þeirra. Unglingarnir nefndu ýmislegt sem þeim fannst að mætti vera betra en einbeindu sér frekar að virkni líkamans. Fjórtán ára stelpa kvaðst vera ánægð með fæturna á sér þar sem hún hlypi hratt.
Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira