Krónan og kjörin Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar 26. nóvember 2015 07:00 Meirihluti Íslendinga vill taka upp nýjan gjaldmiðil samkvæmt nýlegri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Í tengslum við birtingu könnunarinnar lýstu margir álitsgjafar yfir þeirri skoðun að upptaka annarrar myntar myndi bæta kjör almennings. Þó slíkt geti haft kosti í för með sér, hefur reynsla annarra ríkja sýnt að því fylgja jafnframt ókostir. Tíðar deilur um gjaldmiðilinn færa auk þess kastljósið frá brýnasta verkefninu í efnahagsmálum; bættri hagstjórn. Það mun ráða meiru um lífskjör en gjaldmiðillinn þegar upp er staðið. Ólík reynsla Norðurlanda Ef við skoðum þróun lífskjara á Norðurlöndum, mælda í landsframleiðslu á mann, má sjá að þróunin hefur verið óhagfelldust í Finnlandi, sem notar evru (mynd 1). Þróunin í Danmörku, sem hefur fest gengi dönsku krónunnar við evruna, er einnig slæm. Ísland, Noregur og Svíþjóð, sem öll nota sína eigin mynt, hafa hins vegar komið betur út. Færa má rök fyrir því að í Finnlandi sé evran ein af orsökum þessarar þróunar. Útflutningsgreinar þar í landi hafa lent í erfiðleikum af þremur ástæðum; vegna falls Nokia, minni eftirspurnar eftir pappír, og efnahagserfiðleika í Rússlandi. Við slíkar aðstæður hefði gengislækkun bætt stöðu annarra útflutningsgreina og veitt þannig viðspyrnu gegn samdrætti og launalækkunum. Vegna myntsamstarfsins er það hins vegar ekki mögulegt. Þannig kom gjaldmiðill, sem endurspeglar ekki efnahagslegan veruleika Finnlands, í veg fyrir sveigjanleika þegar hagkerfið lenti í vandræðum. Aðrar birtingarmyndir hrunsins Íslenska krónan hefur ótvíræða annmarka. Það kom skýrt fram þegar alþjóðlega efnahagslægðin skall á. Hröð veiking og verðbólguskot setti fjárhag margra heimila og fyrirtækja í uppnám, óvissa skapaðist um gjaldgengi gjaldmiðilsins og fjármagnshöft voru talin nauðsynleg til að tryggja gengisstöðugleika. Eftir sjö ár hillir fyrst núna undir afléttingu haftanna. Um tíma var auk þess hætta á því að margt gæti farið úrskeiðis. Kostnaður vegna krónunnar hefur því verið mikill. Sveigjanleiki krónunnar hefur hins vegar reynst dýrmætur. Gengislækkun gerði mörgum útflutningsfyrirtækjum kleift að starfa áfram án þess að þurfa að grípa til stórfelldra uppsagna eða launalækkana. Lækkunin jók jafnframt samkeppnishæfni fyrirtækja og styrkti þannig alþjóðlega stöðu þeirra strax í kjölfar efnahagshrunsins. Sá útflutningsvöxtur sem fylgdi í kjölfarið á stóran þátt í þeim efnahagsbata sem Íslendingar hafa notið á síðustu árum. Með annan gjaldmiðil hefði efnahagslægðin ekki horfið, heldur birst með öðrum hætti. Í stað gengisfalls, verðbólguskots og skuldavanda er líklegra að gengið hefði í garð tímabil mikils atvinnuleysis og hægfara launalækkana. Við slíkar aðstæður hefðu útflutningsgreinar átt erfiðara með að ná viðspyrnu og vaxa af jafn miklum krafti og raunin hefur orðið. Sjálfstæð mynt getur því reynst dýrmæt í sveiflukenndu hagkerfi þegar áföll dynja yfir. Einblínum á aðalatriðin Í stað þess að líta til krónunnar sem orsakar efnahagslegra vandamála væri nær að einblína á hagstjórnina. Endurbætur á því sviði verða alltaf mikilvægasta verkefnið í efnahagsmálum og munu skila ávinningi, burtséð frá því hvaða mynt er notuð. Þá má jafnframt færa fyrir því rök að slíkar aðgerðir séu nauðsynlegur aðdragandi upptöku annarrar myntar. Aðdáendur og andstæðingar krónunnar hljóta því að sammælast um nauðsyn bættrar hagstjórnar. Meðal nauðsynlegra umbóta má nefna að opinber fjármál vinni í meira mæli gegn hagsveiflum, óstöðugleiki á vinnumarkaði minnki og að dregið verði úr höftum við framkvæmd peningastefnunnar. Með slíkum aðgerðum er hægt að draga úr efnahagslegu umróti og tryggja þannig innlendum aðilum betri aðstæður til að skapa ný verðmæti. Slíkar aðgerðir eru á endanum mikilvægari grundvöllur bættra lífskjara en heiti gjaldmiðilsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Brynjúlfur Björnsson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Meirihluti Íslendinga vill taka upp nýjan gjaldmiðil samkvæmt nýlegri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Í tengslum við birtingu könnunarinnar lýstu margir álitsgjafar yfir þeirri skoðun að upptaka annarrar myntar myndi bæta kjör almennings. Þó slíkt geti haft kosti í för með sér, hefur reynsla annarra ríkja sýnt að því fylgja jafnframt ókostir. Tíðar deilur um gjaldmiðilinn færa auk þess kastljósið frá brýnasta verkefninu í efnahagsmálum; bættri hagstjórn. Það mun ráða meiru um lífskjör en gjaldmiðillinn þegar upp er staðið. Ólík reynsla Norðurlanda Ef við skoðum þróun lífskjara á Norðurlöndum, mælda í landsframleiðslu á mann, má sjá að þróunin hefur verið óhagfelldust í Finnlandi, sem notar evru (mynd 1). Þróunin í Danmörku, sem hefur fest gengi dönsku krónunnar við evruna, er einnig slæm. Ísland, Noregur og Svíþjóð, sem öll nota sína eigin mynt, hafa hins vegar komið betur út. Færa má rök fyrir því að í Finnlandi sé evran ein af orsökum þessarar þróunar. Útflutningsgreinar þar í landi hafa lent í erfiðleikum af þremur ástæðum; vegna falls Nokia, minni eftirspurnar eftir pappír, og efnahagserfiðleika í Rússlandi. Við slíkar aðstæður hefði gengislækkun bætt stöðu annarra útflutningsgreina og veitt þannig viðspyrnu gegn samdrætti og launalækkunum. Vegna myntsamstarfsins er það hins vegar ekki mögulegt. Þannig kom gjaldmiðill, sem endurspeglar ekki efnahagslegan veruleika Finnlands, í veg fyrir sveigjanleika þegar hagkerfið lenti í vandræðum. Aðrar birtingarmyndir hrunsins Íslenska krónan hefur ótvíræða annmarka. Það kom skýrt fram þegar alþjóðlega efnahagslægðin skall á. Hröð veiking og verðbólguskot setti fjárhag margra heimila og fyrirtækja í uppnám, óvissa skapaðist um gjaldgengi gjaldmiðilsins og fjármagnshöft voru talin nauðsynleg til að tryggja gengisstöðugleika. Eftir sjö ár hillir fyrst núna undir afléttingu haftanna. Um tíma var auk þess hætta á því að margt gæti farið úrskeiðis. Kostnaður vegna krónunnar hefur því verið mikill. Sveigjanleiki krónunnar hefur hins vegar reynst dýrmætur. Gengislækkun gerði mörgum útflutningsfyrirtækjum kleift að starfa áfram án þess að þurfa að grípa til stórfelldra uppsagna eða launalækkana. Lækkunin jók jafnframt samkeppnishæfni fyrirtækja og styrkti þannig alþjóðlega stöðu þeirra strax í kjölfar efnahagshrunsins. Sá útflutningsvöxtur sem fylgdi í kjölfarið á stóran þátt í þeim efnahagsbata sem Íslendingar hafa notið á síðustu árum. Með annan gjaldmiðil hefði efnahagslægðin ekki horfið, heldur birst með öðrum hætti. Í stað gengisfalls, verðbólguskots og skuldavanda er líklegra að gengið hefði í garð tímabil mikils atvinnuleysis og hægfara launalækkana. Við slíkar aðstæður hefðu útflutningsgreinar átt erfiðara með að ná viðspyrnu og vaxa af jafn miklum krafti og raunin hefur orðið. Sjálfstæð mynt getur því reynst dýrmæt í sveiflukenndu hagkerfi þegar áföll dynja yfir. Einblínum á aðalatriðin Í stað þess að líta til krónunnar sem orsakar efnahagslegra vandamála væri nær að einblína á hagstjórnina. Endurbætur á því sviði verða alltaf mikilvægasta verkefnið í efnahagsmálum og munu skila ávinningi, burtséð frá því hvaða mynt er notuð. Þá má jafnframt færa fyrir því rök að slíkar aðgerðir séu nauðsynlegur aðdragandi upptöku annarrar myntar. Aðdáendur og andstæðingar krónunnar hljóta því að sammælast um nauðsyn bættrar hagstjórnar. Meðal nauðsynlegra umbóta má nefna að opinber fjármál vinni í meira mæli gegn hagsveiflum, óstöðugleiki á vinnumarkaði minnki og að dregið verði úr höftum við framkvæmd peningastefnunnar. Með slíkum aðgerðum er hægt að draga úr efnahagslegu umróti og tryggja þannig innlendum aðilum betri aðstæður til að skapa ný verðmæti. Slíkar aðgerðir eru á endanum mikilvægari grundvöllur bættra lífskjara en heiti gjaldmiðilsins.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun