Selfyssingarnir sér á báti í markaskorun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2015 06:45 Hrafnhildur Hanna er mikil markavél. vísir/stefán Handbolti. Tveir leikmenn Olís-deildar kvenna náðu að rjúfa hundrað marka múrinn áður en deildin fór í jólafrí en síðustu leikirnir í tæpar sjö vikur fóru fram um síðustu helgi. Leikmennirnir sem um ræðir eru Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Díana Kristín Sigmarsdóttir sem spila reyndar ekki með sama félagi í deildinni en eiga það sameiginlegt að vera báðar tvítugar og frá Selfossi. Hrafnhildur Hanna hefur nú átján marka forskot á toppnum en hún hefur skorað 118 mörk eða yfir níu mörk að meðaltali í leik. Díana Kristín skoraði fjórtán mörk í lokaleiknum og komst þar með upp í 100 mörkin. Hún hefur skorað þau í 12 leikjum og er því með 8,3 mörk að meðaltali í leik. Báðar hafa þær fimm sinnum skorað tíu mörk eða fleiri í einum leik en Hrafnhildur Hanna á besta leikinn þegar hún skoraði 18 mörk á móti Fylki. Þær Hrafnhildur Hanna og Díana spiluðu ekki saman með Selfossi í efstu deild því Díana fór snemma í Hauka og spilaði einnig með Fylki áður en hún samdi við Fjölni síðasta sumar. Hrafnhildur skipti í annan gír eftir þrjá fyrstu leikina þar sem hún var með 6,3 mörk að meðaltali. Síðan þá hefur hún skorað 9,9 mörk að meðaltali og aðeins einu sinni undir sjö mörkum. Frammistaða Hrafnhildar Hönnu á móti efstu liðunum er vissulega athyglisverð. Hún skoraði ellefu mörk á móti báðum efstu liðunum, Gróttu og ÍBV, og þá er hún með 10,4 mörk í leik á móti þeim liðum sem væru inni í úrslitakeppninni ef deildin endaði eins og hún er í dag. Hrafnhildur hefur á móti „aðeins“ skorað 7,5 mörk í leik á móti sex neðstu liðunum. Hrafnhildur er á góðri leið með að bæta sitt persónulega met frá því í fyrra þegar hún skoraði 159 mörk í 22 leikjum, 7,2 mörk í leik, og varð markadrottning deildarinnar. Hrafnhildur skoraði 5,5 mörk í leik veturinn 2013-14 og er því að taka sitt annað stóra stökk í röð. Fleiri ungar og stórefnilegar stúlkur eru ofarlega á listanum eins og þær Thea Imani Sturludóttir úr Fylki og Ragnheiður Júlíusdóttir úr Fram en þar eru einnig reynsluboltar eins og þær Kristín Guðmundsdóttir úr Val, Ramune Pekarskyte úr Haukum og Hekla Daðadóttir úr Aftureldingu.Markaskor Hrafnhildar Hönnu eftir leikjum: Haukar (úti) 7 mörk KA/Þór (heima) 5 mörk Fjölnir (úti) 7 mörk Fylkir (heima) 18 mörk Fram (úti) 12 mörk Grótta (heima) 11 mörk Afturelding (úti) 7 mörk Valur (heima) 4 mörk ÍR (úti) 9 mörk ÍBV (heima) 11 mörk Stjarnan (úti) 10 mörk HK (heima) 9 mörk FH (úti) 8 mörk Olís-deild kvenna Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Sjá meira
Handbolti. Tveir leikmenn Olís-deildar kvenna náðu að rjúfa hundrað marka múrinn áður en deildin fór í jólafrí en síðustu leikirnir í tæpar sjö vikur fóru fram um síðustu helgi. Leikmennirnir sem um ræðir eru Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Díana Kristín Sigmarsdóttir sem spila reyndar ekki með sama félagi í deildinni en eiga það sameiginlegt að vera báðar tvítugar og frá Selfossi. Hrafnhildur Hanna hefur nú átján marka forskot á toppnum en hún hefur skorað 118 mörk eða yfir níu mörk að meðaltali í leik. Díana Kristín skoraði fjórtán mörk í lokaleiknum og komst þar með upp í 100 mörkin. Hún hefur skorað þau í 12 leikjum og er því með 8,3 mörk að meðaltali í leik. Báðar hafa þær fimm sinnum skorað tíu mörk eða fleiri í einum leik en Hrafnhildur Hanna á besta leikinn þegar hún skoraði 18 mörk á móti Fylki. Þær Hrafnhildur Hanna og Díana spiluðu ekki saman með Selfossi í efstu deild því Díana fór snemma í Hauka og spilaði einnig með Fylki áður en hún samdi við Fjölni síðasta sumar. Hrafnhildur skipti í annan gír eftir þrjá fyrstu leikina þar sem hún var með 6,3 mörk að meðaltali. Síðan þá hefur hún skorað 9,9 mörk að meðaltali og aðeins einu sinni undir sjö mörkum. Frammistaða Hrafnhildar Hönnu á móti efstu liðunum er vissulega athyglisverð. Hún skoraði ellefu mörk á móti báðum efstu liðunum, Gróttu og ÍBV, og þá er hún með 10,4 mörk í leik á móti þeim liðum sem væru inni í úrslitakeppninni ef deildin endaði eins og hún er í dag. Hrafnhildur hefur á móti „aðeins“ skorað 7,5 mörk í leik á móti sex neðstu liðunum. Hrafnhildur er á góðri leið með að bæta sitt persónulega met frá því í fyrra þegar hún skoraði 159 mörk í 22 leikjum, 7,2 mörk í leik, og varð markadrottning deildarinnar. Hrafnhildur skoraði 5,5 mörk í leik veturinn 2013-14 og er því að taka sitt annað stóra stökk í röð. Fleiri ungar og stórefnilegar stúlkur eru ofarlega á listanum eins og þær Thea Imani Sturludóttir úr Fylki og Ragnheiður Júlíusdóttir úr Fram en þar eru einnig reynsluboltar eins og þær Kristín Guðmundsdóttir úr Val, Ramune Pekarskyte úr Haukum og Hekla Daðadóttir úr Aftureldingu.Markaskor Hrafnhildar Hönnu eftir leikjum: Haukar (úti) 7 mörk KA/Þór (heima) 5 mörk Fjölnir (úti) 7 mörk Fylkir (heima) 18 mörk Fram (úti) 12 mörk Grótta (heima) 11 mörk Afturelding (úti) 7 mörk Valur (heima) 4 mörk ÍR (úti) 9 mörk ÍBV (heima) 11 mörk Stjarnan (úti) 10 mörk HK (heima) 9 mörk FH (úti) 8 mörk
Olís-deild kvenna Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni