Hver á að græða á heilsugæslunni? Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 25. nóvember 2015 07:00 Nú er ljóst að heilbrigðisráðherra er að leggja lokahönd á undirbúning fyrir einkavæðingu heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fljótlega verður þeim undirbúningi sem nú stendur yfir í ráðuneytinu lokið og hafist handa við að hrinda í framkvæmd stefnumáli Sjálfstæðismanna um aukinn einkarekstur og einkavæðingu heilbrigðisþjónustunnar. Sjálfstæðismenn hafa komið því þannig fyrir að ráðherra getur gert samninga um einkarekstur í heilbrigðiskerfinu án aðkomu Alþingis. Þegar ráðherra talar um „fjölbreyttari valkosti“ er hann í raun að tala um það sem heitir á mannamáli aukinn einkarekstur heilbrigðiskerfisins. Heilsugæslan er aðeins fyrsta skrefið. Ráðherra skipaði starfshóp sem ætlað er að skoða „fleiri“ rekstrarform í heilbrigðisþjónustu. Þeir sem vilja selja ríkinu slíka þjónustu til að græða á henni hafa í gegnum starfshópinn beina aðkomu að því að skilgreina hverjir þurfa þjónustu og hvernig hún skal veitt. Einkavæðing heilsugæslunnar gekk hratt fyrir sig í Svíþjóð á sínum tíma, umsvif einkafyrirtækja í heilbrigðisþjónustu tvöfölduðust undir hægristjórn Fredriks Reinfeldt. Sýnt hefur verið fram á að jafngildi rúmlega 500 milljarða íslenskra króna var tekið úr vasa sænskra skattgreiðenda til að standa undir arðgreiðslum til eigenda gróðadrifinna fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu þar í landi á árunum 2008-2012. Þetta var gert þrátt fyrir að fjölmargar skoðanakannanir sýni fram á að sjö af hverjum tíu Svíum séu mótfallnir því að arður sé tekinn út úr slíkri þjónustu.Horfið af braut einkavæðingar Nú hefur í auknum mæli þurft að hverfa af braut einkavæðingar í Svíþjóð og hið opinbera hefur þurft að taka aftur yfir rekstur heilsugæslustöðva með ærnum tilkostnaði. Úttekt sænsku ríkisendurskoðunarinnar leiddi í ljós að þjónustan varð brotakenndari og að eftirspurn réð framboði á heilbrigðisþjónustu frekar en raunveruleg þörf. Þetta leiddi til þess að hinir efnameiri og hraustari fengu betri þjónustu, hinir fátæku og veikari fengu verri þjónustu. Það sama á við um rekstur hjúkrunarheimila í Danmörku. Einkaframtakið brást og aukakostnaður við að taka aftur yfir reksturinn leggst á hið opinbera. Langflestir Íslendingar eru þeirrar skoðunar að greiða skuli fyrir heilbrigðis- og velferðarþjónustu úr sameiginlegum sjóðum. Í einhverjum tilfellum má velferðarþjónusta vera á hendi styrktar- og eða góðgerðarfélaga sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða. Þeir sem fá opinbert fé til að veita slíka þjónustu eiga eðlilega að gera grein fyrir hverri krónu og tryggja þarf að opinbert fé fari ekki í arðgreiðslur til eigenda fyrirtækja. Rekstur heilsugæslustöðva á að vera á hendi hins opinbera. Það á að vera metnaður okkar allra að greiða fyrir slíkt úr sameiginlegum sjóðum og tryggja öllum aðgang, óháð búsetu, efnahag eða félagslegri stöðu. Framtíðarsýn sem byggist á því að sumir geti borgað aukalega fyrir betri þjónustu, á meðan aðrir hagnast á heilbrigðiskerfinu, er sýn sem ég deili einfaldlega ekki. Það er skrítið að líta á það sem forgangsverkefni að nota skattfé til að tryggja eigendum gróðadrifinna fyrirtækja arð, í stað þess að forgangsraða sama fjármagni í þjónustuna sjálfa. Það nýtist nefnilega öllum, líka þeim fátæku. Um þessi áform hef ég aðeins eitt að segja: Heilsugæslan er ekki til sölu! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Mest lesið Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir Skoðun Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström skrifar Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson skrifar Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Sjá meira
Nú er ljóst að heilbrigðisráðherra er að leggja lokahönd á undirbúning fyrir einkavæðingu heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fljótlega verður þeim undirbúningi sem nú stendur yfir í ráðuneytinu lokið og hafist handa við að hrinda í framkvæmd stefnumáli Sjálfstæðismanna um aukinn einkarekstur og einkavæðingu heilbrigðisþjónustunnar. Sjálfstæðismenn hafa komið því þannig fyrir að ráðherra getur gert samninga um einkarekstur í heilbrigðiskerfinu án aðkomu Alþingis. Þegar ráðherra talar um „fjölbreyttari valkosti“ er hann í raun að tala um það sem heitir á mannamáli aukinn einkarekstur heilbrigðiskerfisins. Heilsugæslan er aðeins fyrsta skrefið. Ráðherra skipaði starfshóp sem ætlað er að skoða „fleiri“ rekstrarform í heilbrigðisþjónustu. Þeir sem vilja selja ríkinu slíka þjónustu til að græða á henni hafa í gegnum starfshópinn beina aðkomu að því að skilgreina hverjir þurfa þjónustu og hvernig hún skal veitt. Einkavæðing heilsugæslunnar gekk hratt fyrir sig í Svíþjóð á sínum tíma, umsvif einkafyrirtækja í heilbrigðisþjónustu tvöfölduðust undir hægristjórn Fredriks Reinfeldt. Sýnt hefur verið fram á að jafngildi rúmlega 500 milljarða íslenskra króna var tekið úr vasa sænskra skattgreiðenda til að standa undir arðgreiðslum til eigenda gróðadrifinna fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu þar í landi á árunum 2008-2012. Þetta var gert þrátt fyrir að fjölmargar skoðanakannanir sýni fram á að sjö af hverjum tíu Svíum séu mótfallnir því að arður sé tekinn út úr slíkri þjónustu.Horfið af braut einkavæðingar Nú hefur í auknum mæli þurft að hverfa af braut einkavæðingar í Svíþjóð og hið opinbera hefur þurft að taka aftur yfir rekstur heilsugæslustöðva með ærnum tilkostnaði. Úttekt sænsku ríkisendurskoðunarinnar leiddi í ljós að þjónustan varð brotakenndari og að eftirspurn réð framboði á heilbrigðisþjónustu frekar en raunveruleg þörf. Þetta leiddi til þess að hinir efnameiri og hraustari fengu betri þjónustu, hinir fátæku og veikari fengu verri þjónustu. Það sama á við um rekstur hjúkrunarheimila í Danmörku. Einkaframtakið brást og aukakostnaður við að taka aftur yfir reksturinn leggst á hið opinbera. Langflestir Íslendingar eru þeirrar skoðunar að greiða skuli fyrir heilbrigðis- og velferðarþjónustu úr sameiginlegum sjóðum. Í einhverjum tilfellum má velferðarþjónusta vera á hendi styrktar- og eða góðgerðarfélaga sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða. Þeir sem fá opinbert fé til að veita slíka þjónustu eiga eðlilega að gera grein fyrir hverri krónu og tryggja þarf að opinbert fé fari ekki í arðgreiðslur til eigenda fyrirtækja. Rekstur heilsugæslustöðva á að vera á hendi hins opinbera. Það á að vera metnaður okkar allra að greiða fyrir slíkt úr sameiginlegum sjóðum og tryggja öllum aðgang, óháð búsetu, efnahag eða félagslegri stöðu. Framtíðarsýn sem byggist á því að sumir geti borgað aukalega fyrir betri þjónustu, á meðan aðrir hagnast á heilbrigðiskerfinu, er sýn sem ég deili einfaldlega ekki. Það er skrítið að líta á það sem forgangsverkefni að nota skattfé til að tryggja eigendum gróðadrifinna fyrirtækja arð, í stað þess að forgangsraða sama fjármagni í þjónustuna sjálfa. Það nýtist nefnilega öllum, líka þeim fátæku. Um þessi áform hef ég aðeins eitt að segja: Heilsugæslan er ekki til sölu!
Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir Skoðun
Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar
Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar
Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir Skoðun
Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun