95 prósent líkur á því að Þorgrímur fari í forsetann Jakob Bjarnar skrifar 24. nóvember 2015 11:59 Þorgrímur Þráinsson undirbýr nú væntanlegt forsetaframboð. Þorgrímur Þráinsson rithöfundur með meiru segir, í samtali við Vísi, að á því séu 95 prósent líkur að hann gefi kost á sér í næsta forsetakjöri, sem fram fer næsta sumar eða í júnílok. Tildrög þess að Þorgrímur gefur þetta út nú eru reyndar sérkennileg. Stofnuð var sérstök Facebook-síða: „Forsetaframboð Þorgríms Þráinssonar 2016.“ Þar segir, í nafni Þorgríms, að kominn sé tími á að „stíga út fyrir minn þægindaramma. Því hef ég Því hef ég ákveðið að gefa kost á mér til forseta Íslands 2016. Á þessari síðu mun ég einnig gefa út ítarlega grein eftir 24 klukkustundir um framboðið mitt. Líkið endilega við þessa síðu svo þið getið fylgst með framboði mínu. Forsetakveðjur, Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur.“ Þorgrímur kann hinum sama og stofnaði til þessarar síðu engar þakkir nema síður sé. „Ég myndi aldrei láta svona skrýtna yfirlýsingu frá mér.“ Þorgrímur hafði ekki mikinn tíma til að ræða við Vísi, hann var að detta á fund: „Ég hafði ekki hugsað mér að koma með yfirlýsingu fyrr en í febrúar. Þetta er þjófstart.“En, þú ætlar sem sagt að bjóða þig fram? „Mér finnst yfirgnæfandi líkur á því, já. En ég hef hvorki rætt það við mína bestu vini né stórfjölskyldu.“Þannig að þessi ótímabæra síða setur þig í nokkurn vanda? „Hún gerir mér aðeins erfiðara fyrir..... maður vill leggja af stað, vel undirbúinn en ekki með svona kjánaskap. En, ég myndi telja 95 prósent líkur á því að ég fari fram.“ Þorgrímur segir að ákvörðun hans sé algerlega burtséð frá því hvort núverandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson, gefur kost á sér til að sitja sitt sjötta tímabil. Ólafur Ragnar hefur neitað að gefa nokkurt út um fyrirætlanir sínar og boðar að það muni gerast í áramótaávarpi hans. Þorgrímur er þannig fyrsti frambjóðandinn sem gefur sig fram. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Sjá meira
Þorgrímur Þráinsson rithöfundur með meiru segir, í samtali við Vísi, að á því séu 95 prósent líkur að hann gefi kost á sér í næsta forsetakjöri, sem fram fer næsta sumar eða í júnílok. Tildrög þess að Þorgrímur gefur þetta út nú eru reyndar sérkennileg. Stofnuð var sérstök Facebook-síða: „Forsetaframboð Þorgríms Þráinssonar 2016.“ Þar segir, í nafni Þorgríms, að kominn sé tími á að „stíga út fyrir minn þægindaramma. Því hef ég Því hef ég ákveðið að gefa kost á mér til forseta Íslands 2016. Á þessari síðu mun ég einnig gefa út ítarlega grein eftir 24 klukkustundir um framboðið mitt. Líkið endilega við þessa síðu svo þið getið fylgst með framboði mínu. Forsetakveðjur, Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur.“ Þorgrímur kann hinum sama og stofnaði til þessarar síðu engar þakkir nema síður sé. „Ég myndi aldrei láta svona skrýtna yfirlýsingu frá mér.“ Þorgrímur hafði ekki mikinn tíma til að ræða við Vísi, hann var að detta á fund: „Ég hafði ekki hugsað mér að koma með yfirlýsingu fyrr en í febrúar. Þetta er þjófstart.“En, þú ætlar sem sagt að bjóða þig fram? „Mér finnst yfirgnæfandi líkur á því, já. En ég hef hvorki rætt það við mína bestu vini né stórfjölskyldu.“Þannig að þessi ótímabæra síða setur þig í nokkurn vanda? „Hún gerir mér aðeins erfiðara fyrir..... maður vill leggja af stað, vel undirbúinn en ekki með svona kjánaskap. En, ég myndi telja 95 prósent líkur á því að ég fari fram.“ Þorgrímur segir að ákvörðun hans sé algerlega burtséð frá því hvort núverandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson, gefur kost á sér til að sitja sitt sjötta tímabil. Ólafur Ragnar hefur neitað að gefa nokkurt út um fyrirætlanir sínar og boðar að það muni gerast í áramótaávarpi hans. Þorgrímur er þannig fyrsti frambjóðandinn sem gefur sig fram.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Sjá meira