Ingólfur Sigurðsson er genginn til liðs við Fram og hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið. Þetta herma heimildir Vísis.
Ingólfur var samningslaus eftir að hafa spilað með Víkingi Ólafsvík síðastliðið sumar en liðið vann 1. deild karla með tíu stiga mun og tryggði sér sæti í Pepsi-deild karla. Ingólfur var fastamaður í liði Víkings í sumar. Hann spilaði samtals 21 deildarleik og skoraði í þeim sex mörk.
Hann er aðeins 22 ára gamall en á þrátt fyrir það langan feril að baki. Hann lék með unglingaliðum Heerenveen á sínum tíma sem og Lyngby í Danmörku. Þá hefur hann áður verið á mála hjá Val, KR, Þrótti og KV.
Ásmundur Arnarsson er þjálfari Fram en hann tók við starfinu í haust. Fram hafnaði í níunda sæti 1. deildar karla og var sex stigum frá fallsæti.
Ingólfur skiptir í Fram
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið





Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum
Íslenski boltinn

Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti
Íslenski boltinn

Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United?
Enski boltinn


